Andkristni og krabbamein 18. desember 2008 03:30 Atli Jarl Martin í fremstu víglínu með félögum í hljómsveitinni Helshare. Fréttablaðið/guðmundur Óli pálmason Krabbameinssamtökin Kraftur og Andkristnihátíðin slá saman í tónleika á Café Amsterdam á laugardagskvöldið. „Við erum að slá hagsmunum okkar saman í eitt rosagigg og þetta er skemmtilegt samkrull," segir Atli Jarl Martin andkristnimaður. „Við tökum þeim fagnandi sem fúlsa ekki við okkur með sleggjudómum." Andkristnihátíðin er nú haldin í níunda skipti. „Þetta byrjaði sem andóf gegn kristnihátíðinni árið 2000 og hefur verið árlegt síðan. Okkar inntak er alltaf það sama, að kynna besta þungarokkið hverju sinni og standa fyrir andkristilegum boðskap. Við erum ekki að boða djöflatrú, svo það sé nú alveg á hreinu. Félagsskapurinn Vantrú er með í þessu." Kraftur er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra. Félagið hefur gefið út diskinn Ojjj … ertu með krabbamein og ætlaði að halda tónleika með fjórum sveitum til að kynna hann. „Það var eins og það væri einhver bölvun á þessum tónleikum," segir Páll Jens Reynisson hjá Krafti. „Hver af annarri gengu sveitirnar úr skaftinu, trommarinn í Jan Mayen handleggsbrotnaði og ég veit ekki hvað og hvað, þangað til hljómsveitin Reykjavík! var ein eftir." Þá kom andkristnifélagið til skjalanna og bauð samstarf. Aðgangseyriririnn, þúsundkall, skiptist jafn á milli hinna tveggja ólíku félaga. Auk Reykjavíkur! kemur fram þungarokksrjómi landsins um þessar mundir: Sólstafir (ný plata frá þeim í janúar), Darknote („bjartasta vonin í dag," segir Atli Jarl), Bastard („old school-þungarokk"), rafmagnshávaðasveitin Snatan:Ultra og hljómsveitin sem Atli er í, Helshare. Það er alltaf nóg að gerast í þungarokkinu.- drg Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Krabbameinssamtökin Kraftur og Andkristnihátíðin slá saman í tónleika á Café Amsterdam á laugardagskvöldið. „Við erum að slá hagsmunum okkar saman í eitt rosagigg og þetta er skemmtilegt samkrull," segir Atli Jarl Martin andkristnimaður. „Við tökum þeim fagnandi sem fúlsa ekki við okkur með sleggjudómum." Andkristnihátíðin er nú haldin í níunda skipti. „Þetta byrjaði sem andóf gegn kristnihátíðinni árið 2000 og hefur verið árlegt síðan. Okkar inntak er alltaf það sama, að kynna besta þungarokkið hverju sinni og standa fyrir andkristilegum boðskap. Við erum ekki að boða djöflatrú, svo það sé nú alveg á hreinu. Félagsskapurinn Vantrú er með í þessu." Kraftur er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra. Félagið hefur gefið út diskinn Ojjj … ertu með krabbamein og ætlaði að halda tónleika með fjórum sveitum til að kynna hann. „Það var eins og það væri einhver bölvun á þessum tónleikum," segir Páll Jens Reynisson hjá Krafti. „Hver af annarri gengu sveitirnar úr skaftinu, trommarinn í Jan Mayen handleggsbrotnaði og ég veit ekki hvað og hvað, þangað til hljómsveitin Reykjavík! var ein eftir." Þá kom andkristnifélagið til skjalanna og bauð samstarf. Aðgangseyriririnn, þúsundkall, skiptist jafn á milli hinna tveggja ólíku félaga. Auk Reykjavíkur! kemur fram þungarokksrjómi landsins um þessar mundir: Sólstafir (ný plata frá þeim í janúar), Darknote („bjartasta vonin í dag," segir Atli Jarl), Bastard („old school-þungarokk"), rafmagnshávaðasveitin Snatan:Ultra og hljómsveitin sem Atli er í, Helshare. Það er alltaf nóg að gerast í þungarokkinu.- drg
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira