Bjart yfir kafbátasmíði Íslendinga Óli Tynes skrifar 18. september 2008 13:15 Það þarf ekki nema einn mann til að sjósetja Gaiva. MYND/Hafmynd Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn. Júlíus B. Benediktsson framkvæmdastjóri Hafmyndar sagði í samtali við Vísi að smíði allra bátanna væri langt yfir þeirra framleiðslugetu. Þeir ætli hinsvegar að gera tilboð í von um að fá eitthvað af verkefnunum. Kafbátar Hafmyndar heita Gaiva. Þeir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Júlíus sagði að þeir byndu meðal annars vonir við að selja olíufyrirtækjum kafbáta. Þau þurfa reglulega að skoða olíuleiðslur á hafsbotni, sem er gríðarmikið fyrirtæki. Við það eru notuð stór skip með djúpsjám og allskonar græjum sem kosta gríðarmikla peninga. Þeir eru nú að hanna forrit til að kenna Gaiva að fylgja olíuleiðslum á hafsbotni. Þeir sjá framá að þegar því sé lokið sé hægt að fara út með Gaiva á gúmmíbáti og henda honum í sjóinn. Hann fylgir svo olíuleiðslunum og myndar þær og kemur aftur eftir nokkrar klukkustundir með þau gögn sem þar. Hafmynd var nýlega ásamt fulltrúum frá bresku hugbúnaðarhúsi að gera tilraunir með þetta og fylgdi kafbáturinn þá skolpleiðslum sem liggja frá Reykjavík út í sjó. Það gekk mjög vel. Fram til þessa hefur Hafmynd meðal annars selt kafbáta sína til Bandaríska sjóhersins, þess Danska og þess Ástralska. Auk þess til Háskóla Íslands, Háskólans í Delaware í Bandaríkjunum, Háskólans í Bresku Kólumbíu í Kanada og Rannsókarráðs Kanada. Innlent Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn. Júlíus B. Benediktsson framkvæmdastjóri Hafmyndar sagði í samtali við Vísi að smíði allra bátanna væri langt yfir þeirra framleiðslugetu. Þeir ætli hinsvegar að gera tilboð í von um að fá eitthvað af verkefnunum. Kafbátar Hafmyndar heita Gaiva. Þeir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Júlíus sagði að þeir byndu meðal annars vonir við að selja olíufyrirtækjum kafbáta. Þau þurfa reglulega að skoða olíuleiðslur á hafsbotni, sem er gríðarmikið fyrirtæki. Við það eru notuð stór skip með djúpsjám og allskonar græjum sem kosta gríðarmikla peninga. Þeir eru nú að hanna forrit til að kenna Gaiva að fylgja olíuleiðslum á hafsbotni. Þeir sjá framá að þegar því sé lokið sé hægt að fara út með Gaiva á gúmmíbáti og henda honum í sjóinn. Hann fylgir svo olíuleiðslunum og myndar þær og kemur aftur eftir nokkrar klukkustundir með þau gögn sem þar. Hafmynd var nýlega ásamt fulltrúum frá bresku hugbúnaðarhúsi að gera tilraunir með þetta og fylgdi kafbáturinn þá skolpleiðslum sem liggja frá Reykjavík út í sjó. Það gekk mjög vel. Fram til þessa hefur Hafmynd meðal annars selt kafbáta sína til Bandaríska sjóhersins, þess Danska og þess Ástralska. Auk þess til Háskóla Íslands, Háskólans í Delaware í Bandaríkjunum, Háskólans í Bresku Kólumbíu í Kanada og Rannsókarráðs Kanada.
Innlent Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira