Sjóminjasafnið og atvinnusagan Björgvin Guðmundsson skrifar 18. júlí 2008 05:30 Ég heimsótti Sjóminjasafnið Víkina fyrir skömmu eftir miklar endurbætur á safninu. Það er orðið mjög myndarlegt og safnstjóranum til sóma. Hrifnastur er ég af því hvað þróun togaraútgerðar í landinu eru gerð góð skil en einnig er lýsing á saltfiskverkun mjög skemmtileg, einkum á Kirkjusandi. Á 1. hæð er móttökusalur og frá honum gengið niður á bryggju, sem er mjög skemmtileg en þar er sem uppskipun og útskipun sé í fullum gangi. Maður sér þar ljóslifandi fyrir sér hafnarverkamenn að vinna við skip. Ég hélt, að stytta af verkamanni á bryggjunni væri lifandi maður, svo vel var hún gerð. Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík vann ég stundum við uppskipun til þess að fá skotsilfur, en faðir minn vann árum saman á Eyrinni, við uppskipun og útskipun einkum hjá Alliance og Kveldúlfi. Á annarri hæð er að mínu mati aðalhluti safnsins. Þar er rakin saga fiskveiða á Íslandi, saga áraskipa, skútualdar, vélbáta og togara. Þar er að finna mörg skemmtileg líkön af skipum, stórum og smáum, og skemmtilega gerð grein fyrir þeim og sögunni. Þróun togaraútgerðar á Íslandi er skilmerkilega rakin. BæjarútgerðinBæjarútgerð Reykjavíkur skipar sérstakan sess á safninu sem von er en safnið er til húsa í fyrrum frystihúsi BÚR. Um langt skeið var Bæjarútgerðin burðarás í atvinnulífi bæjarins. Gaman er að sjá frásögn af því þegar fyrsti nýsköpunartogarinn kom til Reykjavíkur árið 1947 en komudagur togarans telst stofndagur Bæjaútgerðar Reykjavíkur. Bjarni Benediktsson átti sem borgarstjóri stærsta þáttinn í því að skipið var keypt til BÚR. Þeir náðu saman um málið, Bjarni Benediktsson og Jón Axel Pétursson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.(Ólíkt hafast leiðtogar Sjálfstæðisflokksins að: Bjarni Benediktsson kom Bæjarútgerðinni á fót en Davíð Oddsson kom henni fyrir kattarnef!) Á safninu er fallegt líkan af Ingólfi Arnarsyni en einnig af mörgum öðrum togurum. Því eru gerð góð skil á safninu hve mikilvæg saltfiskframleiðslan var í landinu áður en frysting hófst. Bæjarútgerðin eignaðist frystihús 1959 en svo skemmtilega vill til, að það er einmitt húsið, sem Sjóminjasafnið er nú til húsa í á Grandagarði 8. Húsið var byggt fyrir Fiskiðjuver ríkisins en Jakob Sigurðsson kom því fyrirtæki á fót og rak um nokkurra ára skeið. Árið 1959 eignaðist BÚR húsið og rak þar frystihús um langt skeið. Alger umskipti í atvinnumálum landsmannaÁrið 1978 kom ég að rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem stjórnarformaður en síðan sem framkvæmdastjóri 1982. Beitti ég mér fyrir smíði tveggja nýrra skuttogara fyrir BÚR, Jóns Baldvinssonar og Otto N. Þorlákssonar. Reyndust þetta mjög fullkomin og góð fiskiskip. Saga BÚR og raunar atvinnusaga Reykjavíkur öll rifjast upp þegar ég geng um sjóminjasafnið. Bæjarútgerðin var um skeið stærsta togaraútgerð landsins. Það er hollt að sjá á safninu umskiptin, sem orðið hafa í atvinnumálum landsins. Faðir minn reri á áraskipum frá Grindavík og móðir mín breiddi saltfisk á Kirkjusandi. Þetta rifjaðist upp þegar ég gekk um safnið. Stofnendur Sjóminjasafnsins voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn. Var rekstrarframlag frá hvorum aðila fyrir sig 10 millj. kr. á fyrsta árinu. Á fyrsta fundi stjórnar safnsins var Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, ráðin forstöðumaður safnsins en hún hafði mjög beitt sér fyrir stofnun þess. Ákveðið var, að fyrsta sýning safnsins yrði í tilefni af aldarafmæli togaraútgerðar á Íslandi. Síðan hafa margar sýningar fylgt í kjölfarið: Hákarlinn, Ljós og lífsorka, Handlaginn huldumaður, sýning á ljósmyndum Þorleifs Þorleifssonar, Lífæð lands og borgar, 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar, málverkasýningar o.fl. Safnið hefur húsnæðið að Grandagarði 8 á leigu. Hentar það að mörgu leyti vel fyrir safnið en þó hefur þurft að gera miklar endurbætur á því, m.a. utanhúss. Nú hefur safnið eignast varðskipið Óðin og er það nú hluti safnsins og geta allir safngestir skoðað skipið og rifjað upp þátt þess í öllum þorskastríðunum. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heimsótti Sjóminjasafnið Víkina fyrir skömmu eftir miklar endurbætur á safninu. Það er orðið mjög myndarlegt og safnstjóranum til sóma. Hrifnastur er ég af því hvað þróun togaraútgerðar í landinu eru gerð góð skil en einnig er lýsing á saltfiskverkun mjög skemmtileg, einkum á Kirkjusandi. Á 1. hæð er móttökusalur og frá honum gengið niður á bryggju, sem er mjög skemmtileg en þar er sem uppskipun og útskipun sé í fullum gangi. Maður sér þar ljóslifandi fyrir sér hafnarverkamenn að vinna við skip. Ég hélt, að stytta af verkamanni á bryggjunni væri lifandi maður, svo vel var hún gerð. Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík vann ég stundum við uppskipun til þess að fá skotsilfur, en faðir minn vann árum saman á Eyrinni, við uppskipun og útskipun einkum hjá Alliance og Kveldúlfi. Á annarri hæð er að mínu mati aðalhluti safnsins. Þar er rakin saga fiskveiða á Íslandi, saga áraskipa, skútualdar, vélbáta og togara. Þar er að finna mörg skemmtileg líkön af skipum, stórum og smáum, og skemmtilega gerð grein fyrir þeim og sögunni. Þróun togaraútgerðar á Íslandi er skilmerkilega rakin. BæjarútgerðinBæjarútgerð Reykjavíkur skipar sérstakan sess á safninu sem von er en safnið er til húsa í fyrrum frystihúsi BÚR. Um langt skeið var Bæjarútgerðin burðarás í atvinnulífi bæjarins. Gaman er að sjá frásögn af því þegar fyrsti nýsköpunartogarinn kom til Reykjavíkur árið 1947 en komudagur togarans telst stofndagur Bæjaútgerðar Reykjavíkur. Bjarni Benediktsson átti sem borgarstjóri stærsta þáttinn í því að skipið var keypt til BÚR. Þeir náðu saman um málið, Bjarni Benediktsson og Jón Axel Pétursson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.(Ólíkt hafast leiðtogar Sjálfstæðisflokksins að: Bjarni Benediktsson kom Bæjarútgerðinni á fót en Davíð Oddsson kom henni fyrir kattarnef!) Á safninu er fallegt líkan af Ingólfi Arnarsyni en einnig af mörgum öðrum togurum. Því eru gerð góð skil á safninu hve mikilvæg saltfiskframleiðslan var í landinu áður en frysting hófst. Bæjarútgerðin eignaðist frystihús 1959 en svo skemmtilega vill til, að það er einmitt húsið, sem Sjóminjasafnið er nú til húsa í á Grandagarði 8. Húsið var byggt fyrir Fiskiðjuver ríkisins en Jakob Sigurðsson kom því fyrirtæki á fót og rak um nokkurra ára skeið. Árið 1959 eignaðist BÚR húsið og rak þar frystihús um langt skeið. Alger umskipti í atvinnumálum landsmannaÁrið 1978 kom ég að rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem stjórnarformaður en síðan sem framkvæmdastjóri 1982. Beitti ég mér fyrir smíði tveggja nýrra skuttogara fyrir BÚR, Jóns Baldvinssonar og Otto N. Þorlákssonar. Reyndust þetta mjög fullkomin og góð fiskiskip. Saga BÚR og raunar atvinnusaga Reykjavíkur öll rifjast upp þegar ég geng um sjóminjasafnið. Bæjarútgerðin var um skeið stærsta togaraútgerð landsins. Það er hollt að sjá á safninu umskiptin, sem orðið hafa í atvinnumálum landsins. Faðir minn reri á áraskipum frá Grindavík og móðir mín breiddi saltfisk á Kirkjusandi. Þetta rifjaðist upp þegar ég gekk um safnið. Stofnendur Sjóminjasafnsins voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn. Var rekstrarframlag frá hvorum aðila fyrir sig 10 millj. kr. á fyrsta árinu. Á fyrsta fundi stjórnar safnsins var Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, ráðin forstöðumaður safnsins en hún hafði mjög beitt sér fyrir stofnun þess. Ákveðið var, að fyrsta sýning safnsins yrði í tilefni af aldarafmæli togaraútgerðar á Íslandi. Síðan hafa margar sýningar fylgt í kjölfarið: Hákarlinn, Ljós og lífsorka, Handlaginn huldumaður, sýning á ljósmyndum Þorleifs Þorleifssonar, Lífæð lands og borgar, 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar, málverkasýningar o.fl. Safnið hefur húsnæðið að Grandagarði 8 á leigu. Hentar það að mörgu leyti vel fyrir safnið en þó hefur þurft að gera miklar endurbætur á því, m.a. utanhúss. Nú hefur safnið eignast varðskipið Óðin og er það nú hluti safnsins og geta allir safngestir skoðað skipið og rifjað upp þátt þess í öllum þorskastríðunum. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun