Margar hugmyndir á Hugsprettu 18. október 2008 20:45 Tölvukerfi til að greina umræðu á netinu er meðal þess sem kynnt var á Hugsprettu stefnumótunarfundi ungs fólks um framtíðarmöguleika Íslands sem haldinn var í dag. Hugspretta átti sér skamman aðdraganda, eina viku, og er samstarfsverkefni Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs, og Klak - nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, með aðkomu stúdentafélaga háskólanna. Meðal gesta og framsögumanna voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona og Magnús Scheving Latabæjarfrömuður. Magnús sagði þörf á nýjum hugmyndum og sagðist sjá erfiða tíma framundan. Tveir frumkvöðlar, þeir Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jón Eðvald Vignisson, kynntu hugmynd sína, tölvukerfi keyrt á Playstation-tölvum sem fer yfir umræðu á netinu fyrir þá sem vilja skoða hvað sagt er um þá. Þeir segja verkefið í þróun í samvinnu við ýmis fyrirtæki. Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Terry Reid látinn Lífið
Tölvukerfi til að greina umræðu á netinu er meðal þess sem kynnt var á Hugsprettu stefnumótunarfundi ungs fólks um framtíðarmöguleika Íslands sem haldinn var í dag. Hugspretta átti sér skamman aðdraganda, eina viku, og er samstarfsverkefni Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs, og Klak - nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, með aðkomu stúdentafélaga háskólanna. Meðal gesta og framsögumanna voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona og Magnús Scheving Latabæjarfrömuður. Magnús sagði þörf á nýjum hugmyndum og sagðist sjá erfiða tíma framundan. Tveir frumkvöðlar, þeir Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jón Eðvald Vignisson, kynntu hugmynd sína, tölvukerfi keyrt á Playstation-tölvum sem fer yfir umræðu á netinu fyrir þá sem vilja skoða hvað sagt er um þá. Þeir segja verkefið í þróun í samvinnu við ýmis fyrirtæki.
Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Terry Reid látinn Lífið