Saga flóttamanna og hælisleitenda 11. september 2008 04:00 Sylvia Kithole Moudi Fædd í Keníu 1975, kom til Íslands árið 2006. Mynd/Katrín Elvarsdóttir Sýningin Heima - heiman verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings við fólkið. Á sýningunni er veitt innsýn í líf flóttamanna og hælisleitenda sem komið hafa til Íslands á síðustu árum og áratugum. Fólkið á sýningunni er um flest ólíkt, en á það þó sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín og að hafa komið til Íslands og búið sér hér nýtt heimili. Katrín segir hugmyndina að sýningunni hafa kviknað fyrir nokkrum árum þegar þær Sigrún voru báðar nýfluttar heim að utan og langaði til að vinna að verkefni saman. „Það reyndist nokkuð erfitt að hrinda þessarri hugmynd okkar í framkvæmd," útskýrir Katrín. „Fyrir það fyrsta var erfitt að hafa uppi á fólki sem var flóttafólk eða hælisleitendur og var reiðubúið að leyfa okkur að mynda sig og segja okkur frá reynslu sinni. Einnig var erfitt að útvega fjármögnun fyrir verkefnið og sýningarstað og því höfum við verið að vinna í þessu hægt og rólega um nokkuð skeið. Það komst reyndar skriður á verkefnið eftir að við fengum inni hjá Ljósmyndasafninu." Katrín tók tvær myndir af hverri manneskju; portrettmynd og mynd af fólkinu með hlut sem hefur fylgt þeim í gegn um flutningsferlið og hefur mikið tilfinningagildi. „Það var athyglisvert að sjá hvað fólk valdi ólíka hluti; sumir völdu hluti sem höfðu fylgt þeim frá heimalandinu og aðrir völdu hluti sem táknuðu hið nýja líf þeirra á Íslandi," segir Katrín. Viðföng sýningarinnar eru ellefu talsins og spanna breitt aldursbil. Þannig er elsta fyrirsætan flóttamaður sem kom til landsins frá Ungverjalandi árið 1956, en einnig má sjá á sýningunni myndir af ungu fólki sem kom til landsins í sumar og leitaði hér hælis, en enn er óljóst hvort það fær að dvelja hér. Athygli vekur að sýningin er opnuð í sömu viku og hópur af flóttafólki frá Palestínu kom til landsins og málefni flóttafólks og hælisleitenda því óhjákvæmilega mikið í umræðunni. Katrín segir tímasetninguna þó algera tilviljun. „Við vorum búnar að ákveða þennan sýningartíma löngu áður en koma flóttafólksins var gerð opinber. En þetta er skemmtileg tilviljun sem verður vonandi til þess að vekja fólk enn fremur til umhugsunar um málefni flóttafólks og hælisleitenda." Sýningin Heima - heiman stendur til 23. nóvember. Rétt er að vekja athygli á því að um þessar mundir og fram til 27. september er einnig hægt að sjá ljósmyndir eftir Katrínu á sýningunni Margsaga í Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12. vigdis@frettabladid.is Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sýningin Heima - heiman verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings við fólkið. Á sýningunni er veitt innsýn í líf flóttamanna og hælisleitenda sem komið hafa til Íslands á síðustu árum og áratugum. Fólkið á sýningunni er um flest ólíkt, en á það þó sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín og að hafa komið til Íslands og búið sér hér nýtt heimili. Katrín segir hugmyndina að sýningunni hafa kviknað fyrir nokkrum árum þegar þær Sigrún voru báðar nýfluttar heim að utan og langaði til að vinna að verkefni saman. „Það reyndist nokkuð erfitt að hrinda þessarri hugmynd okkar í framkvæmd," útskýrir Katrín. „Fyrir það fyrsta var erfitt að hafa uppi á fólki sem var flóttafólk eða hælisleitendur og var reiðubúið að leyfa okkur að mynda sig og segja okkur frá reynslu sinni. Einnig var erfitt að útvega fjármögnun fyrir verkefnið og sýningarstað og því höfum við verið að vinna í þessu hægt og rólega um nokkuð skeið. Það komst reyndar skriður á verkefnið eftir að við fengum inni hjá Ljósmyndasafninu." Katrín tók tvær myndir af hverri manneskju; portrettmynd og mynd af fólkinu með hlut sem hefur fylgt þeim í gegn um flutningsferlið og hefur mikið tilfinningagildi. „Það var athyglisvert að sjá hvað fólk valdi ólíka hluti; sumir völdu hluti sem höfðu fylgt þeim frá heimalandinu og aðrir völdu hluti sem táknuðu hið nýja líf þeirra á Íslandi," segir Katrín. Viðföng sýningarinnar eru ellefu talsins og spanna breitt aldursbil. Þannig er elsta fyrirsætan flóttamaður sem kom til landsins frá Ungverjalandi árið 1956, en einnig má sjá á sýningunni myndir af ungu fólki sem kom til landsins í sumar og leitaði hér hælis, en enn er óljóst hvort það fær að dvelja hér. Athygli vekur að sýningin er opnuð í sömu viku og hópur af flóttafólki frá Palestínu kom til landsins og málefni flóttafólks og hælisleitenda því óhjákvæmilega mikið í umræðunni. Katrín segir tímasetninguna þó algera tilviljun. „Við vorum búnar að ákveða þennan sýningartíma löngu áður en koma flóttafólksins var gerð opinber. En þetta er skemmtileg tilviljun sem verður vonandi til þess að vekja fólk enn fremur til umhugsunar um málefni flóttafólks og hælisleitenda." Sýningin Heima - heiman stendur til 23. nóvember. Rétt er að vekja athygli á því að um þessar mundir og fram til 27. september er einnig hægt að sjá ljósmyndir eftir Katrínu á sýningunni Margsaga í Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“