Lagaprófessor telur dóm Birgis í Færeyjum þungan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. apríl 2008 00:01 Birgir Páll og Olavur Jákup Kristoffersen verjandi hans í réttarsal. TEIKNING: JANUS GUTTESEN Birgir Páll Marteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í Færeyjum með aðild að Pólstjörnumálinu. Dómur féll um miðnætti á föstudag en fyrr um kvöldið var hann fundinn sekur, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Þá var hann dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Birgir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september í fyrra. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist refsingin vera þung. „Ég efast um að dómstólar hér heima hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. Ég þekki náttúrlega ekki málavexti, en miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru sjö ár nokkuð vel í lagt. Vel má vera að eitthvað í röksemdum réttlæti það, en mér finnst dómurinn þungur,“ segir Sigurður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið mjög brugðið þegar dómurinn var kveðinn upp. Félagar hans, sem dæmdir voru í málinu hér heima, vonuðu að hann fengi ekki meira en þriggja ára dóm. Í viðtali við færeyska útvarpið sagði hann að sér væri sárast um endurkomubannið til Færeyja, því þar liði honum best. Birgir Páll var dæmdur fyrir að hafa haft um fjörutíu kíló af fíkniefnum í sinni vörslu þann tíma sem Pólstjarnan var við festar í Færeyjum og að hafa aðstoðað við að koma þeim aftur um borð í skútuna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum, amfetamíni og dufti til e-töflugerðar, sem hann ætlaði að koma til óþekkts aðila. Hann var sýknaður af aðkomu að skipulagi smyglsins. Fróðlegt er að bera saman dóm Birgis og þeirra aðila Pólstjörnumálsins sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birgir fær jafnlangan dóm og Alvar Óskarsson, en hann sigldi skútunni frá Danmörku til Íslands, með viðkomu í Færeyjum, ásamt Guðbjarna Traustasyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til sjö ára og fimm mánaða fangavistar. Birgir Páll var í Færeyjum sýknaður af því að hafa vitað af efnunum frá Danmörku til Færeyja, en bæði Guðbjarni og Alvar voru fundnir sekir um aðild að skipulagi smyglsins. Verjendur Birgis hafa tvær vikur til að ákveða hvort áfrýjað verði. Það á eingöngu við um lengd refsingar, því óheimilt er að áfrýja dómi um sýknu eða sekt. Ólíklegt verður að teljast að ákæruvaldið áfrýi. Pólstjörnumálið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Birgir Páll Marteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í Færeyjum með aðild að Pólstjörnumálinu. Dómur féll um miðnætti á föstudag en fyrr um kvöldið var hann fundinn sekur, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Þá var hann dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Birgir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september í fyrra. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist refsingin vera þung. „Ég efast um að dómstólar hér heima hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. Ég þekki náttúrlega ekki málavexti, en miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru sjö ár nokkuð vel í lagt. Vel má vera að eitthvað í röksemdum réttlæti það, en mér finnst dómurinn þungur,“ segir Sigurður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið mjög brugðið þegar dómurinn var kveðinn upp. Félagar hans, sem dæmdir voru í málinu hér heima, vonuðu að hann fengi ekki meira en þriggja ára dóm. Í viðtali við færeyska útvarpið sagði hann að sér væri sárast um endurkomubannið til Færeyja, því þar liði honum best. Birgir Páll var dæmdur fyrir að hafa haft um fjörutíu kíló af fíkniefnum í sinni vörslu þann tíma sem Pólstjarnan var við festar í Færeyjum og að hafa aðstoðað við að koma þeim aftur um borð í skútuna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum, amfetamíni og dufti til e-töflugerðar, sem hann ætlaði að koma til óþekkts aðila. Hann var sýknaður af aðkomu að skipulagi smyglsins. Fróðlegt er að bera saman dóm Birgis og þeirra aðila Pólstjörnumálsins sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birgir fær jafnlangan dóm og Alvar Óskarsson, en hann sigldi skútunni frá Danmörku til Íslands, með viðkomu í Færeyjum, ásamt Guðbjarna Traustasyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til sjö ára og fimm mánaða fangavistar. Birgir Páll var í Færeyjum sýknaður af því að hafa vitað af efnunum frá Danmörku til Færeyja, en bæði Guðbjarni og Alvar voru fundnir sekir um aðild að skipulagi smyglsins. Verjendur Birgis hafa tvær vikur til að ákveða hvort áfrýjað verði. Það á eingöngu við um lengd refsingar, því óheimilt er að áfrýja dómi um sýknu eða sekt. Ólíklegt verður að teljast að ákæruvaldið áfrýi.
Pólstjörnumálið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira