Þvæla útvarpsstjóra Bergsteinn Sigurðsson skrifar 18. desember 2008 04:30 Í reglum um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu, segir meðal annars: „Útvarpsstjóri setur starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem vinna að fréttaskrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni eftirfarandi reglur: [...] 9. „Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi." Í Fréttablaðinu 17. desember var Páll Magnússon útvarpsstjóri spurður hvort rétt hafi verið af Kastljósi að spila upptökur af samtali Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, við fyrrverandi blaðamann blaðsins. Páll taldi svo vera, almannaheill hafi verið í húfi. Hann sagði enn fremur að birtingin stangaðist ekki á við 9. grein starfsreglna RÚV. Sagði Páll hana eingöngu lúta að samskiptum RÚV við viðmælendur sína en hefði ekkert með upptökur þriðja aðila að gera. Slíkar upptökur bæri að meta út frá þeim forsendum hvort það hefði mikla samfélagslega þýðingu að birta þær. Þarna fer útvarpsstjóri með rangt mál, eins og má sjá þegar reglurnar eru lesnar. Þar er ekkert kveðið á um uppruna slíkra upptakna. Það stendur skýrum stöfum að starfsmenn RÚV mega ekki birta ummæli manns án leyfis ef þau voru tekin upp án hans vitundar. Reglurnar gefa ekkert svigrúm í þessum efnum. Starfsfólki RÚV er einfaldlega bannað að útvarpa slíkum upptökum. Það má færa gild rök fyrir því að stundum geti verið réttlætanlegt að birta upptökur á borð við þá sem Kastljós spilaði á mánudag. Ég er sammála Páli að sú upptaka átti erindi til almennings. Túlkun hans á starfsreglum RÚV er aftur á móti fráleit. Það er útvarpsstjóra ósæmandi að bera á borð slíka þvælu. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í reglum um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu, segir meðal annars: „Útvarpsstjóri setur starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem vinna að fréttaskrifum, fréttaflutningi og tengdu dagskrárefni eftirfarandi reglur: [...] 9. „Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi." Í Fréttablaðinu 17. desember var Páll Magnússon útvarpsstjóri spurður hvort rétt hafi verið af Kastljósi að spila upptökur af samtali Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, við fyrrverandi blaðamann blaðsins. Páll taldi svo vera, almannaheill hafi verið í húfi. Hann sagði enn fremur að birtingin stangaðist ekki á við 9. grein starfsreglna RÚV. Sagði Páll hana eingöngu lúta að samskiptum RÚV við viðmælendur sína en hefði ekkert með upptökur þriðja aðila að gera. Slíkar upptökur bæri að meta út frá þeim forsendum hvort það hefði mikla samfélagslega þýðingu að birta þær. Þarna fer útvarpsstjóri með rangt mál, eins og má sjá þegar reglurnar eru lesnar. Þar er ekkert kveðið á um uppruna slíkra upptakna. Það stendur skýrum stöfum að starfsmenn RÚV mega ekki birta ummæli manns án leyfis ef þau voru tekin upp án hans vitundar. Reglurnar gefa ekkert svigrúm í þessum efnum. Starfsfólki RÚV er einfaldlega bannað að útvarpa slíkum upptökum. Það má færa gild rök fyrir því að stundum geti verið réttlætanlegt að birta upptökur á borð við þá sem Kastljós spilaði á mánudag. Ég er sammála Páli að sú upptaka átti erindi til almennings. Túlkun hans á starfsreglum RÚV er aftur á móti fráleit. Það er útvarpsstjóra ósæmandi að bera á borð slíka þvælu. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar