Íslenskur kokkur á heimsmælikvarða 8. júlí 2008 14:55 Ragnar að störfum í keppninni. Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.Réttir Ragnars heilluðu dómnefndinaÞetta er í fyrsta sinn sem sérstök Evrópuforkeppni er haldin fyrir Bocuse d'Or, sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni matreiðslumanna. Það var hinn norski Geir Skeie sem náði fyrsta sætinu, en hann vann einmitt kokkakeppnina á Food and Fun hátíðinni í Reykjavík í vetur. Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið. Food and Fun Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.Réttir Ragnars heilluðu dómnefndinaÞetta er í fyrsta sinn sem sérstök Evrópuforkeppni er haldin fyrir Bocuse d'Or, sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni matreiðslumanna. Það var hinn norski Geir Skeie sem náði fyrsta sætinu, en hann vann einmitt kokkakeppnina á Food and Fun hátíðinni í Reykjavík í vetur. Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið.
Food and Fun Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira