Nóg að gera hjá Bang Gang 18. júlí 2008 06:00 Barði á fleygiferð í sumar Bang Gang spilar á laugardaginn á LungA. Hljómsveitin Bang Gang verður mikið á ferð og flugi næstu daga. Í gær var hún stödd í Frakklandi til að spila á rokktónlistarhátíðinni Plage de Rock sem haldin er rétt fyrir utan St. Tropez. Bang Gang heldur svo til Parísar í dag þar sem hljómsveitin verður með útgáfutónleika og að þeim loknum er ferðinni heitið alla leið austur á land þar sem hljómsveitin spilar á LungA á Seyðisfirði. Tónleikarnir á Seyðisfirði verða jafnframt þeir fyrstu sem hljómsveitin heldur hér á landi í rúm tvö ár. „Bang Gang kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir stuttu en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem hljómsveitin kemur fram ein og óstudd. Það er gaman að þessir fyrstu tónleikar verði á Seyðisfirði þar sem ég er hálfur Seyðfirðingur og löngu orðið tímabært að ég haldi tónleika fyrir austan,“ segir Barði Jóhannsson tónlistarmaður. Barði mun ekki sitja auðum höndum í sumar því eftir tónleikana á Seyðisfirði mun hann taka að sér að semja tónlistina fyrir nýjustu kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík/Rotterdam og því næst heldur hann út á ný í tónleikaferðalag um Evrópu. „Ég er með bókara úti sem sér um að bóka mig á tónleika. Ég mun spila á milli tuttugu til þrjátíu tónleikum í september og október, þannig að þetta er nokkuð strangt prógram sem er framundan,“ segir Barði áður en hann rýkur í hljóðprufu. - sm Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Bang Gang verður mikið á ferð og flugi næstu daga. Í gær var hún stödd í Frakklandi til að spila á rokktónlistarhátíðinni Plage de Rock sem haldin er rétt fyrir utan St. Tropez. Bang Gang heldur svo til Parísar í dag þar sem hljómsveitin verður með útgáfutónleika og að þeim loknum er ferðinni heitið alla leið austur á land þar sem hljómsveitin spilar á LungA á Seyðisfirði. Tónleikarnir á Seyðisfirði verða jafnframt þeir fyrstu sem hljómsveitin heldur hér á landi í rúm tvö ár. „Bang Gang kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir stuttu en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem hljómsveitin kemur fram ein og óstudd. Það er gaman að þessir fyrstu tónleikar verði á Seyðisfirði þar sem ég er hálfur Seyðfirðingur og löngu orðið tímabært að ég haldi tónleika fyrir austan,“ segir Barði Jóhannsson tónlistarmaður. Barði mun ekki sitja auðum höndum í sumar því eftir tónleikana á Seyðisfirði mun hann taka að sér að semja tónlistina fyrir nýjustu kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík/Rotterdam og því næst heldur hann út á ný í tónleikaferðalag um Evrópu. „Ég er með bókara úti sem sér um að bóka mig á tónleika. Ég mun spila á milli tuttugu til þrjátíu tónleikum í september og október, þannig að þetta er nokkuð strangt prógram sem er framundan,“ segir Barði áður en hann rýkur í hljóðprufu. - sm
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira