Einangrunarvistin er illskiljanlegt harðræði 9. apríl 2008 00:01 Eiður Guðnason „Ég hef rætt mál piltsins við færeysk yfirvöld og lýst þeirri skoðun að þessi langa einangrunarvist væri illskiljanlegt harðræði.“ Þetta segir Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, spurður um aðkomu hans að máli unga mannsins sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Þórshöfn í nær hálft ár. Málið er nú fyrir dómstólum í Færeyjum. Eiður kveðst ekki hafa formlega aðkomu að málinu frekar en öðrum dómsmálum. „Mér var til að mynda ekki tilkynnt á sínum tíma um að íslenskur ríkisborgari hefði verið handtekinn og gerði ég athugasemd við það,“ segir Eiður.“ Vandinn er hins vegar sá að lögreglumál hér eru enn í höndum Dana, þannig að færeysk yfirvöld hafa lítil áhrif á þessi mál. Þau vita hins vegar vel um skoðanir okkar á þessari löngu einangrun.“ Eiður kveðst hafa rætt við danska lögfræðinginn sem er saksóknari í málinu svo og við færeyska lögmanninn sem er verjandi unga mannsins. „Ég hef um nokkurt skeið heimsótt unga manninn vikulega,“ bætir hann við, „og fært honum bækur, afþreyingarefni og fleira.“ Vitnaleiðslum í máli unga mannsins var fram haldið fyrir dómi í Þórshöfn í gær. Þá báru meðal annars vitni kærasta hans og fjölskylda hennar. „Þetta hefur verið afar erfitt í dag fyrir þau öll, bæði son minn, kærustu hans, vini og fjölskyldu hennar,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir mannsins. Hún segir honum verða haldið í einangrun fram á föstudag. Hún fái að hitta hann án eftirlits eftir að dómur í málinu sé genginn, fyrr ekki. Íris Inga segir augljóst að saksóknarinn sé að reyna að koma sök í Pólstjörnumálinu í heild sinni á unga manninn. Saksóknari hafi farið í smáatriðum yfir allt málið, sýnt myndir af skútunni bak og fyrir, hvar efnin voru geymd, myndir af heildarmagni fíkniefnanna sem komu til Íslands, símunum sem Pólstjörnumennirnir voru með og svo mætti áfram telja. Athygli hefur vakið að íslenskir lögreglumenn sem rannsökuðu Pólstjörnumálið hafa ekki verið kvaddir fyrir dóminn í Færeyjum til að bera vitni. Íslenska lögreglan hefur sent umbeðin gögn til Færeyja. Í vitnaskýrslum sem teknar voru af Pólstjörnumönnunum hér heima kemur fram að Íslendingurinn í Færeyjum hafi enga aðild átt að fjármögnun né skipulagningu smyglsins, né haft vitneskju um það fyrr en í lok tímans sem smyglararnir dvöldu þar vegna bilunar í skútunni. Pólstjörnumálið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Ég hef rætt mál piltsins við færeysk yfirvöld og lýst þeirri skoðun að þessi langa einangrunarvist væri illskiljanlegt harðræði.“ Þetta segir Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, spurður um aðkomu hans að máli unga mannsins sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Þórshöfn í nær hálft ár. Málið er nú fyrir dómstólum í Færeyjum. Eiður kveðst ekki hafa formlega aðkomu að málinu frekar en öðrum dómsmálum. „Mér var til að mynda ekki tilkynnt á sínum tíma um að íslenskur ríkisborgari hefði verið handtekinn og gerði ég athugasemd við það,“ segir Eiður.“ Vandinn er hins vegar sá að lögreglumál hér eru enn í höndum Dana, þannig að færeysk yfirvöld hafa lítil áhrif á þessi mál. Þau vita hins vegar vel um skoðanir okkar á þessari löngu einangrun.“ Eiður kveðst hafa rætt við danska lögfræðinginn sem er saksóknari í málinu svo og við færeyska lögmanninn sem er verjandi unga mannsins. „Ég hef um nokkurt skeið heimsótt unga manninn vikulega,“ bætir hann við, „og fært honum bækur, afþreyingarefni og fleira.“ Vitnaleiðslum í máli unga mannsins var fram haldið fyrir dómi í Þórshöfn í gær. Þá báru meðal annars vitni kærasta hans og fjölskylda hennar. „Þetta hefur verið afar erfitt í dag fyrir þau öll, bæði son minn, kærustu hans, vini og fjölskyldu hennar,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir mannsins. Hún segir honum verða haldið í einangrun fram á föstudag. Hún fái að hitta hann án eftirlits eftir að dómur í málinu sé genginn, fyrr ekki. Íris Inga segir augljóst að saksóknarinn sé að reyna að koma sök í Pólstjörnumálinu í heild sinni á unga manninn. Saksóknari hafi farið í smáatriðum yfir allt málið, sýnt myndir af skútunni bak og fyrir, hvar efnin voru geymd, myndir af heildarmagni fíkniefnanna sem komu til Íslands, símunum sem Pólstjörnumennirnir voru með og svo mætti áfram telja. Athygli hefur vakið að íslenskir lögreglumenn sem rannsökuðu Pólstjörnumálið hafa ekki verið kvaddir fyrir dóminn í Færeyjum til að bera vitni. Íslenska lögreglan hefur sent umbeðin gögn til Færeyja. Í vitnaskýrslum sem teknar voru af Pólstjörnumönnunum hér heima kemur fram að Íslendingurinn í Færeyjum hafi enga aðild átt að fjármögnun né skipulagningu smyglsins, né haft vitneskju um það fyrr en í lok tímans sem smyglararnir dvöldu þar vegna bilunar í skútunni.
Pólstjörnumálið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira