Handtekinn eftir heimkomu Guðjón Helgason skrifar 5. desember 2007 12:26 Breska lögreglan handtók í gærkvöldi John Darwin, Bretann sem talinn var af fyrir fimm árum en birtist óvænt aftur um síðustu helgi. Breskt blað birti í morgun ljósmynd sem sýnir hann með eiginkonu sinni í Panama í fyrrasumar. Kennarinn og fangavörðurinn John Darwin hvarf árið 2002. Hann var talinn af þegar brak úr kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool þar sem hann bjó með konu sinni Anne og tveimur börnum. Líkið fannst ekki. Hann var úrskurðaður látinn og Anne fékk líftryggingu hans greidda. Lögregla hætti þó aldrei að rannsaka hvarf hans. Það var svo um síðustu helgi sem Darwin gaf sig fram á lögreglustöð í Lundúnum - sagðist ekkert muna frá árinu 2000. Nokkrum vikum áður seldi Anne tvö hús sem þau hjónin áttu og flutti til Panama. Stuttu áður hafði lögreglu borist ábending um að Darwin tengdist Panama með einhverjum hætti. Í viðtali við Daily Mail í morgun segir Anne að endurkoma Johns hafi komið henni jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Hún ætli heim að hitta hann en fyrst þurfi hún að taka við húsgögnum frá Bretlandi og ganga frá vegabréfsáritunum sínum. Breska dagblaðið Daily Mirror birti hins vegar mynd sem bendir til að Anne Darwin fari með rangt mál. Hún er sögð sýna hjónin saman í Panama í júlí í fyrra með framkvæmdastjóra fyrirtækis í Panamaborg sem hjálpar fólki við að setjast þar að. Blaðið hefur eftir honum að þau hafi leigt herbergi af fyrirtækinu, myndin tekin við það tækifæri og birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þau hafi sagt honum að þau ætluðu að hefja nýtt líf í Panama. Hann segir þau ekki hafa verið mótfallin myndatöku og hafi vitað að myndin yrði sett á netið. Breska lögreglan handtók Darwin í gærkvöldi - grunaðan um svik. Á blaðamannafundi lögreglu í morgun var óskað eftir upplýsingum frá fólki sem vissi hvar John Darwin hefði alið manninn síðustu ár. Þær upplýsingar gætu komið hvaðanæva úr heiminum. Erlent Fréttir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Breska lögreglan handtók í gærkvöldi John Darwin, Bretann sem talinn var af fyrir fimm árum en birtist óvænt aftur um síðustu helgi. Breskt blað birti í morgun ljósmynd sem sýnir hann með eiginkonu sinni í Panama í fyrrasumar. Kennarinn og fangavörðurinn John Darwin hvarf árið 2002. Hann var talinn af þegar brak úr kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool þar sem hann bjó með konu sinni Anne og tveimur börnum. Líkið fannst ekki. Hann var úrskurðaður látinn og Anne fékk líftryggingu hans greidda. Lögregla hætti þó aldrei að rannsaka hvarf hans. Það var svo um síðustu helgi sem Darwin gaf sig fram á lögreglustöð í Lundúnum - sagðist ekkert muna frá árinu 2000. Nokkrum vikum áður seldi Anne tvö hús sem þau hjónin áttu og flutti til Panama. Stuttu áður hafði lögreglu borist ábending um að Darwin tengdist Panama með einhverjum hætti. Í viðtali við Daily Mail í morgun segir Anne að endurkoma Johns hafi komið henni jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Hún ætli heim að hitta hann en fyrst þurfi hún að taka við húsgögnum frá Bretlandi og ganga frá vegabréfsáritunum sínum. Breska dagblaðið Daily Mirror birti hins vegar mynd sem bendir til að Anne Darwin fari með rangt mál. Hún er sögð sýna hjónin saman í Panama í júlí í fyrra með framkvæmdastjóra fyrirtækis í Panamaborg sem hjálpar fólki við að setjast þar að. Blaðið hefur eftir honum að þau hafi leigt herbergi af fyrirtækinu, myndin tekin við það tækifæri og birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þau hafi sagt honum að þau ætluðu að hefja nýtt líf í Panama. Hann segir þau ekki hafa verið mótfallin myndatöku og hafi vitað að myndin yrði sett á netið. Breska lögreglan handtók Darwin í gærkvöldi - grunaðan um svik. Á blaðamannafundi lögreglu í morgun var óskað eftir upplýsingum frá fólki sem vissi hvar John Darwin hefði alið manninn síðustu ár. Þær upplýsingar gætu komið hvaðanæva úr heiminum.
Erlent Fréttir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira