Læknalaust víða á landinu vegna manneklu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 20. ágúst 2007 18:39 Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Um fjögur þúsund manns búa í Rangárvallasýslu sem spannar frá Þjórsá til Skóga. Á svæðinu eru nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, eins og Þórsmörk, Landmannalaugar og Galtalækjaskógur. Ferðamenn skipta ekki þúsundum á sumrin, heldur tugum þúsunda og eykur það mjög álag á læknaþjónustu. Þrjár læknastöður eru í Rangárvallasýslu. Á tímabilum í sumar hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli, en á Hellu hefur verið læknalaust. Guðmundur Benediktsson yfirlæknir Heilsugæslunnar á Hvolsvelli segir tölfræði og aðsókartölur sýna mikla aukningu á sumrin. Auk þess að sinna venjubundnum störfum í tengslum við íbúana bætist ferðamennirnir við. Hann segir þetta endurspegla það ástand sem er víða úti á landi, menn eigi rétt á sumarfríjum og mjög erfitt sé að fá færa eða útskrifaða menn til að taka sumarafleysingarnar. Matthías Halldórsson landlæknir segir að erfitt að mæta þessum álagstímum og ekki sé auðvelt að leysa þessi mál þar sem vanti fólk til að ganga inn í störfin. Sama ástand skapist meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Á sumum stöðum úti á landi hafi verið auglýst eftir læknum í útlöndum, en auðvitað sé betra að þeir tali íslensku. Guðmundur segir að ekki sé slegið af þjónustunni, engir biðlistar séu og læknum beri auk þess skylda til að sinna bráðaþjónustu. Langvarandi mannekla og álag geti hins vegar orðið til þess að menn þreytist, og þannig aukist hætta á mistökum. Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Um fjögur þúsund manns búa í Rangárvallasýslu sem spannar frá Þjórsá til Skóga. Á svæðinu eru nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, eins og Þórsmörk, Landmannalaugar og Galtalækjaskógur. Ferðamenn skipta ekki þúsundum á sumrin, heldur tugum þúsunda og eykur það mjög álag á læknaþjónustu. Þrjár læknastöður eru í Rangárvallasýslu. Á tímabilum í sumar hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli, en á Hellu hefur verið læknalaust. Guðmundur Benediktsson yfirlæknir Heilsugæslunnar á Hvolsvelli segir tölfræði og aðsókartölur sýna mikla aukningu á sumrin. Auk þess að sinna venjubundnum störfum í tengslum við íbúana bætist ferðamennirnir við. Hann segir þetta endurspegla það ástand sem er víða úti á landi, menn eigi rétt á sumarfríjum og mjög erfitt sé að fá færa eða útskrifaða menn til að taka sumarafleysingarnar. Matthías Halldórsson landlæknir segir að erfitt að mæta þessum álagstímum og ekki sé auðvelt að leysa þessi mál þar sem vanti fólk til að ganga inn í störfin. Sama ástand skapist meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Á sumum stöðum úti á landi hafi verið auglýst eftir læknum í útlöndum, en auðvitað sé betra að þeir tali íslensku. Guðmundur segir að ekki sé slegið af þjónustunni, engir biðlistar séu og læknum beri auk þess skylda til að sinna bráðaþjónustu. Langvarandi mannekla og álag geti hins vegar orðið til þess að menn þreytist, og þannig aukist hætta á mistökum.
Innlent Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira