Vísindamenn finna gen sem eykur líkur á því að verða örvhentur Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 12:01 Vinstra heilahvelið stjórnar tali og málfari hjá rétthentu fólki en tilfinningum hjá örvhentu fólki. MYND/Vísir Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Genið, sem kallast LRRTM1, virðist gegna lykilhlutverki í því hvaða hlutar heilans stjórna hverju, eins og tali eða tilfinningum. Rannsóknin birtist í tímaritinu Molecular Psychiatry. Í rétthentu fólki stjórnar vinstra heilahvelið tali og málfari og hægri hliðin tilfinningum. Í örvhentu fólki reynist hins vegar það öfuga gilda og vinstra heilahvelið stjórnar því tilfinningum og það hægra tali og málfari. Vísindamennirnir telja að LRRTM1 genið beri ábyrgð á þessu. Þeir telja einnig að sama genið auki líkurnar á geðklofa, sem er oft tengdur við það þegar ójafnvægi myndast í heilanum varðandi hina ýmsu starfsemi hans. Það er munur á getu rétthentra og örvhentraVinstri hönd einhvers. Viðkomandi hefur staðið sig betur í tölvuleikjum, íþróttum og slagsmálum en þarf að sætta sig við auknar líkur á ýmsum kvillum sem og það að hann gæti lent í fleiri slysum.MYND/VísirVísindamaðurinn sem var í forsvari þeirra sem rannsökuðu málið, Dr. Clyde Francks, sagði að næsta skref væri að rannsaka hlutverk gensins á þróun heilans. Hann sagðist vonast til þess að þær myndu skýra betur hversvegna heilinn er ósamhverfur. Engu að síður sagði Francks að örvhentir ættu ekki að óttast tengslin á milli þeirrar handar sem þeir nota og geðklofa. Hann sagði að það væru margir aðrir þættir sem hefðu áhrif á slíkt og að stór hluti þeirra sem væru örvhentir myndu aldrei verða geðklofa. Ýmis gögn benda til þess að raunverulegur munur sé á örvhentum og rétthentum. Rannsóknir ástralskra vísindamanna á síðasta ári sýndu fram á að örvhentir geta hugsað hraðar þegar þeir spila tölvuleiki eða íþróttir. Franskir vísindamenn komust einnig að því að það hjálpaði fólki í slagsmálum að vera örvhent. Hins vegar hefur það að vera örvhentur verið tengt við auknar líkur á ýmsum sjúkdómum og því að lenda í fleiri slysum. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag. Erlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Genið, sem kallast LRRTM1, virðist gegna lykilhlutverki í því hvaða hlutar heilans stjórna hverju, eins og tali eða tilfinningum. Rannsóknin birtist í tímaritinu Molecular Psychiatry. Í rétthentu fólki stjórnar vinstra heilahvelið tali og málfari og hægri hliðin tilfinningum. Í örvhentu fólki reynist hins vegar það öfuga gilda og vinstra heilahvelið stjórnar því tilfinningum og það hægra tali og málfari. Vísindamennirnir telja að LRRTM1 genið beri ábyrgð á þessu. Þeir telja einnig að sama genið auki líkurnar á geðklofa, sem er oft tengdur við það þegar ójafnvægi myndast í heilanum varðandi hina ýmsu starfsemi hans. Það er munur á getu rétthentra og örvhentraVinstri hönd einhvers. Viðkomandi hefur staðið sig betur í tölvuleikjum, íþróttum og slagsmálum en þarf að sætta sig við auknar líkur á ýmsum kvillum sem og það að hann gæti lent í fleiri slysum.MYND/VísirVísindamaðurinn sem var í forsvari þeirra sem rannsökuðu málið, Dr. Clyde Francks, sagði að næsta skref væri að rannsaka hlutverk gensins á þróun heilans. Hann sagðist vonast til þess að þær myndu skýra betur hversvegna heilinn er ósamhverfur. Engu að síður sagði Francks að örvhentir ættu ekki að óttast tengslin á milli þeirrar handar sem þeir nota og geðklofa. Hann sagði að það væru margir aðrir þættir sem hefðu áhrif á slíkt og að stór hluti þeirra sem væru örvhentir myndu aldrei verða geðklofa. Ýmis gögn benda til þess að raunverulegur munur sé á örvhentum og rétthentum. Rannsóknir ástralskra vísindamanna á síðasta ári sýndu fram á að örvhentir geta hugsað hraðar þegar þeir spila tölvuleiki eða íþróttir. Franskir vísindamenn komust einnig að því að það hjálpaði fólki í slagsmálum að vera örvhent. Hins vegar hefur það að vera örvhentur verið tengt við auknar líkur á ýmsum sjúkdómum og því að lenda í fleiri slysum. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag.
Erlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira