Launagreiðslur Brownes frystar 9. júlí 2007 10:00 John Browne, fyrrum forstjóri BP. Mynd/AFP Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. Hluthafarnir segja olíuleka hjá fyrirtækinu við Prudhoe-flóa í Alaska og sprengingu við olíuhreinsunarstöð í Texas árið 2005 hafa valdið því að gengi bréfa þeirra í fyrirtækinu hefur lækkað mikið í verði. Málshöfuðunin nær til 39 stjórnenda hjá BP. Lögmaður hluthafanna segir í samstali við fréttaveitu Bloomberg að stjórnendurnir sem hafi þegar látið af störfum hafi sloppið vel undan málinu. Talsmaður BP segir hins vegar að ákvörðunin sé hefðbundin þegar málarekstur sem þessi fer af stað. Þetta þykja ekki góðar fregnir fyrir Lord Browne, sem hætti störfum vegna hneykslismáls er varðar einkalíf hans í maí síðastliðnum. Samhliða uppsögninni gaf hann frá sér aukagreiðslur upp á 15,4 milljónir punda, tæpa tvo milljarða íslenskra króna, og kaupréttarsamning. Þá átti hann sömuleiðis að fá jafnvirði rúmra 180 milljóna króna á yfirstandandi fjárhagsári í starfslokagreiðslur. Ekki er útlit í bili að af því verði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent „Ólíðandi aðför gegn íslenskum hagsmunum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. Hluthafarnir segja olíuleka hjá fyrirtækinu við Prudhoe-flóa í Alaska og sprengingu við olíuhreinsunarstöð í Texas árið 2005 hafa valdið því að gengi bréfa þeirra í fyrirtækinu hefur lækkað mikið í verði. Málshöfuðunin nær til 39 stjórnenda hjá BP. Lögmaður hluthafanna segir í samstali við fréttaveitu Bloomberg að stjórnendurnir sem hafi þegar látið af störfum hafi sloppið vel undan málinu. Talsmaður BP segir hins vegar að ákvörðunin sé hefðbundin þegar málarekstur sem þessi fer af stað. Þetta þykja ekki góðar fregnir fyrir Lord Browne, sem hætti störfum vegna hneykslismáls er varðar einkalíf hans í maí síðastliðnum. Samhliða uppsögninni gaf hann frá sér aukagreiðslur upp á 15,4 milljónir punda, tæpa tvo milljarða íslenskra króna, og kaupréttarsamning. Þá átti hann sömuleiðis að fá jafnvirði rúmra 180 milljóna króna á yfirstandandi fjárhagsári í starfslokagreiðslur. Ekki er útlit í bili að af því verði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent „Ólíðandi aðför gegn íslenskum hagsmunum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira