Útlit fyrir stórsigur mið- og hægrimanna í Frakklandi Guðjón Helgason skrifar 10. júní 2007 18:30 Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Kosið er aftur í Frakklandi á þjóðhátíðardegi Íslendinga eftir viku í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða eða kjörsókn er undir tuttugu og fimm prósentum. Síðustu kannanir bentu til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, ætti eftir að bæta við sig fjöld aþingsæta. Það mun auðvelda honum að koma í gegn umdeildum stefnumálum. Forsetinn vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum verði gert auðveldara að ráða og reka starfsfólk. Því var spáð að sósíalistar töpuðu fjölda þingsæta í kosningunum - sem yrði enn meira áfall fyrir þá eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Segolene Royal, beið lægri hlut í baráttunni við Sarkozy í vor. Færi svo að fylgistapið yrði jafn mikið og spáð var ætlaði Francois Hollande, leiðtogi sósíalista á þingi, að segja af sér og búist við að Royal takið við af honum. Nágrannar Frakka í Belgíu kusu einnig þing í dag. Fyrirfram var talið næsta víst að stjórn frjálslyndra og sósíalista, undir forystu Guy Verhofstadt, forsætisráðherra, myndi falla eftir átta ár við völd og það þó skattar hefðu verið lækkaðir og efnahagur landsins almennt sagður í blóma. Talið er að það taki einhverjar vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar var Kristilegum demókrötum í Flæmingjalandi, undir forystu Yves Leterme, spáð mestum sigir en um leið að þeim myndi reynast erfitt að fá aðra flokka til samstarfs í nýrri ríkisstjórn. Græningjum er þó spáð hlutverki í þeim stjórnarmyndunarviðræðum og jafnvel líka sósíalistum þrátt fyrir hneykslismál sem hafi þjakað þá. Það myndi þýða að að frjálslyndur demókrataflokkur Verhofstadst forsætisráðherra yrði úti í kuldanum. Erlent Fréttir Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Kosið er aftur í Frakklandi á þjóðhátíðardegi Íslendinga eftir viku í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða eða kjörsókn er undir tuttugu og fimm prósentum. Síðustu kannanir bentu til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, ætti eftir að bæta við sig fjöld aþingsæta. Það mun auðvelda honum að koma í gegn umdeildum stefnumálum. Forsetinn vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum verði gert auðveldara að ráða og reka starfsfólk. Því var spáð að sósíalistar töpuðu fjölda þingsæta í kosningunum - sem yrði enn meira áfall fyrir þá eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Segolene Royal, beið lægri hlut í baráttunni við Sarkozy í vor. Færi svo að fylgistapið yrði jafn mikið og spáð var ætlaði Francois Hollande, leiðtogi sósíalista á þingi, að segja af sér og búist við að Royal takið við af honum. Nágrannar Frakka í Belgíu kusu einnig þing í dag. Fyrirfram var talið næsta víst að stjórn frjálslyndra og sósíalista, undir forystu Guy Verhofstadt, forsætisráðherra, myndi falla eftir átta ár við völd og það þó skattar hefðu verið lækkaðir og efnahagur landsins almennt sagður í blóma. Talið er að það taki einhverjar vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar var Kristilegum demókrötum í Flæmingjalandi, undir forystu Yves Leterme, spáð mestum sigir en um leið að þeim myndi reynast erfitt að fá aðra flokka til samstarfs í nýrri ríkisstjórn. Græningjum er þó spáð hlutverki í þeim stjórnarmyndunarviðræðum og jafnvel líka sósíalistum þrátt fyrir hneykslismál sem hafi þjakað þá. Það myndi þýða að að frjálslyndur demókrataflokkur Verhofstadst forsætisráðherra yrði úti í kuldanum.
Erlent Fréttir Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira