Óvænt endurkoma og stutt stopp Guðjón Helgason skrifar 13. maí 2007 18:45 Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Samúel Örn Erlingsson, annar maður á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, datt óvnæt inn á þing á eftir Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, á áttunda tímanum í morgun. Hann var að vonum ánægður með það enda kom það nokkuð á óvart miðað við framgöngu flokksins fram eftir kosninganótt. „Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari," sagði svefndrukkinn Samúel Örn þegar Haukur Hólm, fréttamaður, kom að máli við hann fyrir utan heimili hans í Kópavoginum í morgun. Svo fór þó að Samuel Örn fór ekki á þing því á tíunda tímanum í morgun komu síðustu tölur frá Norðvesturkjördæmi og þá var hann úti. Þá kom hins vegar inn á þing fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ellert B. Schram. Hann kom inn sem uppbótarþingmaður. Ellert, sem verður sjötugur á kjörtímabilinu, hefur áður setið á þingi, á árunum 1971 til 1979 og síðan 1983 til 1987, í bæði skiptin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ellert var að vonum ánægður með úrslitin. Meiningin hafi verið að fara að setjast í helgan stein líkt og menn á hans aldri geri venjulega. Hann hafi hins vegar viljað leggja málstað og sjónarmiðjum jafnaðarstefnunnar lið og því gefið kost á sér á lista. Hann hafi ekki átt von á því að komast á þing. Sú hafi hins vegar orðið raunin í kosningunum í gær. Hann hafi fyrst fengið að vita af því þegar mágur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi hringt í Ellert og sagt honum að hann væri kominn á þing. Fréttir Innlent Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Sjá meira
Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Samúel Örn Erlingsson, annar maður á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, datt óvnæt inn á þing á eftir Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, á áttunda tímanum í morgun. Hann var að vonum ánægður með það enda kom það nokkuð á óvart miðað við framgöngu flokksins fram eftir kosninganótt. „Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari," sagði svefndrukkinn Samúel Örn þegar Haukur Hólm, fréttamaður, kom að máli við hann fyrir utan heimili hans í Kópavoginum í morgun. Svo fór þó að Samuel Örn fór ekki á þing því á tíunda tímanum í morgun komu síðustu tölur frá Norðvesturkjördæmi og þá var hann úti. Þá kom hins vegar inn á þing fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ellert B. Schram. Hann kom inn sem uppbótarþingmaður. Ellert, sem verður sjötugur á kjörtímabilinu, hefur áður setið á þingi, á árunum 1971 til 1979 og síðan 1983 til 1987, í bæði skiptin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ellert var að vonum ánægður með úrslitin. Meiningin hafi verið að fara að setjast í helgan stein líkt og menn á hans aldri geri venjulega. Hann hafi hins vegar viljað leggja málstað og sjónarmiðjum jafnaðarstefnunnar lið og því gefið kost á sér á lista. Hann hafi ekki átt von á því að komast á þing. Sú hafi hins vegar orðið raunin í kosningunum í gær. Hann hafi fyrst fengið að vita af því þegar mágur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi hringt í Ellert og sagt honum að hann væri kominn á þing.
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Sjá meira