Ekki byrjað að mæla skyggni á Hólmsheiði 2. maí 2007 18:57 Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Í umræðum um flugvöll á Hólmsheiði hafa menn, og þar á meðal forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vísað til þess að ekki sé hægt að taka afstöðu til flugvallarstæðisins fyrr en eftir ítarlegar veðurmælingar. Fimm ára mælingar hafa verið nefndar í þessu samhengi. Óekki, segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Vissulega sé betra að mæla árum saman en hægt yrði, m.a. með hjálp tölvutækni, að ná áreiðanlegum upplýsingum á einu til tveimur árum.Veðurstofan kom upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Hólmsheiði í byrjun síðasta árs. Hún mælir vind, hita og raka.En til að hægt sé að taka afstöðu til Hólmsheiðar sem flugvallarstæðis þarf auk þess að mæla skyggni og skýjahæð. Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Flugstoða ohf., sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að ekki hefði verið farið fram á það við flugstoðir að hefja slíkar mælingar. Flugstoðir hafa samt sem áður aflað sér upplýsinga um kostnað við mælingabúnaðinn. En það er ekki búið að kaupa tækin. Auk þess þarf að fara í kerfisbundið reynsluflug við mismunandi vindaðstæður. Haukur segir að ekki sé byrjað á slíku reynsluflugi.Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sagði í síðustu viku út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Samgönguráðherra hefur þegar falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á svæðinu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða. Talið er að framkvæmdir geti hafist eftir um átta mánuði. Ef nauðsynlegar veðurmælingar hefðu hafist í byrjun síðasta árs - hefðu þær, að mati Haraldar, verið orðnar fullnægjandi í lok þessa árs - áður en bygging samgöngumiðstöðvar hefst. Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Í umræðum um flugvöll á Hólmsheiði hafa menn, og þar á meðal forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vísað til þess að ekki sé hægt að taka afstöðu til flugvallarstæðisins fyrr en eftir ítarlegar veðurmælingar. Fimm ára mælingar hafa verið nefndar í þessu samhengi. Óekki, segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Vissulega sé betra að mæla árum saman en hægt yrði, m.a. með hjálp tölvutækni, að ná áreiðanlegum upplýsingum á einu til tveimur árum.Veðurstofan kom upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Hólmsheiði í byrjun síðasta árs. Hún mælir vind, hita og raka.En til að hægt sé að taka afstöðu til Hólmsheiðar sem flugvallarstæðis þarf auk þess að mæla skyggni og skýjahæð. Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Flugstoða ohf., sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að ekki hefði verið farið fram á það við flugstoðir að hefja slíkar mælingar. Flugstoðir hafa samt sem áður aflað sér upplýsinga um kostnað við mælingabúnaðinn. En það er ekki búið að kaupa tækin. Auk þess þarf að fara í kerfisbundið reynsluflug við mismunandi vindaðstæður. Haukur segir að ekki sé byrjað á slíku reynsluflugi.Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sagði í síðustu viku út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Samgönguráðherra hefur þegar falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á svæðinu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða. Talið er að framkvæmdir geti hafist eftir um átta mánuði. Ef nauðsynlegar veðurmælingar hefðu hafist í byrjun síðasta árs - hefðu þær, að mati Haraldar, verið orðnar fullnægjandi í lok þessa árs - áður en bygging samgöngumiðstöðvar hefst.
Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira