Dýr mundu jakkafötin öll Jónas Haraldsson skrifar 2. maí 2007 09:10 Þessi Hickey Freeman jakkaföt kosta einmitt 1.495 dollara, eða um 96 þúsund íslenskar krónur. MYND/Vísir Bandarískur dómari hefur krafið fatahreinsun um 67 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna þess að hún týndi buxunum hans. Dómarinn, Roy Pearson, segir í dómsskjölum að hann hafi upplifað erfiða tíma vegna þess að fatahreinsunin týndi uppáhalds buxunum hans. Hann ætlaði að vera í þeim á fyrsta degi sínum sem dómari. Nánar tiltekið sagðist Pearson hafa upplifað „andlega angist, óþægindi og erfiðleika hverskonar" af því hann gat ekki verið í uppáhalds jakkafötunum sínum fyrsta daginn í vinnunni. Málsókn Pearsons byggir að mestu á skilti sem hangir í glugga fatahreinsunarinnar en á því stendur „Satisfaction Guaranteed" sem gæti útlagst „Ánægja tryggð." Fjölmiðlar segja réttarhöldin, sem hefjast í júní, hafa umfang lögfræðidrama eftir John Grisham en mikilvægi umferðarsektar. Pearson ætlar sér að kalla til 63 vitni. Sakborningarnir í málinu, Jin og Soo Chung, segja ekkert skondið við þessa málsókn sem hefur kostað þau tugþúsundir dollara í lögfræðikostnað. Þar að auki segjast þau hafa fundið buxurnar umdeildu. Málið má rekja aftur til ársins 2002. Þá fór Pearson með buxur í hreinsun til hjónanna og þær týndust. Þau borguðu honum skaðabætur. Þremur árum seinna fór hann aftur með buxur í hreinsun til þeirra. Og eins og í atriði úr bíómyndinni Groundhog Day týndust buxurnar hans aftur. Í dómsskjölum kemur fram að Pearson hafi mátað fimm Hickey Freeman jakkaföt en buxurnar í þeim öllum hafi verið of þröngar. Hann fór þá með aðrar buxur til fatahreinsunarinnar til þess að láta breyta þeim - en þær týndust líka. Upphófst þá málsóknin mikla. Upphaflega vildi Pearson 1.500 dollara fyrir nýjum jakkafötum. Lögfræðingar fóru í málið og að lokum buðu Chung hjónin 3.000 dollara í skaðabætur. Pearson sagði nei. Þá voru honum boðnir 4.600 dollarar. Enginn samningur. Að lokum buðu þau honum 12.000 dollara. Pearson var ekki á þeim buxunum heldur. Pearson fór þá að grafa í lögfræðibókum og fann ákvæði sem hann telur geta staðið undir málsókninni. Pearson reyndi jafnvel að gera málið að hópmálsókn en komið var í veg fyrir það. Fréttavefur ABC skýrði frá þessu í gær. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér. Þess má til gamans geta að lögfræðideild ABC fréttastofunnar hefur reiknað út að fyrir 67 milljónir dollara gæti Pearson keypt sér 84.115 nýjar buxur en hann segir buxurnar týndu hafa kostað 800 dollara. Ef þeim væri síðan staflað upp yrði staflinn hærri en átta Everest fjöll. Og ef buxurnar yrðu lagðar hlið við hlið myndu þær spanna rúma 77 kílómetra. Erlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Bandarískur dómari hefur krafið fatahreinsun um 67 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna þess að hún týndi buxunum hans. Dómarinn, Roy Pearson, segir í dómsskjölum að hann hafi upplifað erfiða tíma vegna þess að fatahreinsunin týndi uppáhalds buxunum hans. Hann ætlaði að vera í þeim á fyrsta degi sínum sem dómari. Nánar tiltekið sagðist Pearson hafa upplifað „andlega angist, óþægindi og erfiðleika hverskonar" af því hann gat ekki verið í uppáhalds jakkafötunum sínum fyrsta daginn í vinnunni. Málsókn Pearsons byggir að mestu á skilti sem hangir í glugga fatahreinsunarinnar en á því stendur „Satisfaction Guaranteed" sem gæti útlagst „Ánægja tryggð." Fjölmiðlar segja réttarhöldin, sem hefjast í júní, hafa umfang lögfræðidrama eftir John Grisham en mikilvægi umferðarsektar. Pearson ætlar sér að kalla til 63 vitni. Sakborningarnir í málinu, Jin og Soo Chung, segja ekkert skondið við þessa málsókn sem hefur kostað þau tugþúsundir dollara í lögfræðikostnað. Þar að auki segjast þau hafa fundið buxurnar umdeildu. Málið má rekja aftur til ársins 2002. Þá fór Pearson með buxur í hreinsun til hjónanna og þær týndust. Þau borguðu honum skaðabætur. Þremur árum seinna fór hann aftur með buxur í hreinsun til þeirra. Og eins og í atriði úr bíómyndinni Groundhog Day týndust buxurnar hans aftur. Í dómsskjölum kemur fram að Pearson hafi mátað fimm Hickey Freeman jakkaföt en buxurnar í þeim öllum hafi verið of þröngar. Hann fór þá með aðrar buxur til fatahreinsunarinnar til þess að láta breyta þeim - en þær týndust líka. Upphófst þá málsóknin mikla. Upphaflega vildi Pearson 1.500 dollara fyrir nýjum jakkafötum. Lögfræðingar fóru í málið og að lokum buðu Chung hjónin 3.000 dollara í skaðabætur. Pearson sagði nei. Þá voru honum boðnir 4.600 dollarar. Enginn samningur. Að lokum buðu þau honum 12.000 dollara. Pearson var ekki á þeim buxunum heldur. Pearson fór þá að grafa í lögfræðibókum og fann ákvæði sem hann telur geta staðið undir málsókninni. Pearson reyndi jafnvel að gera málið að hópmálsókn en komið var í veg fyrir það. Fréttavefur ABC skýrði frá þessu í gær. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér. Þess má til gamans geta að lögfræðideild ABC fréttastofunnar hefur reiknað út að fyrir 67 milljónir dollara gæti Pearson keypt sér 84.115 nýjar buxur en hann segir buxurnar týndu hafa kostað 800 dollara. Ef þeim væri síðan staflað upp yrði staflinn hærri en átta Everest fjöll. Og ef buxurnar yrðu lagðar hlið við hlið myndu þær spanna rúma 77 kílómetra.
Erlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira