Mikill áhugi á þátttöku í varaliðinu 1. apríl 2007 18:45 Færri komust að en vildu þegar fyrstu úrtökuprófin, fyrir nýtt varalið lögreglunnar, fóru fram um helgina. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að í ljósi viðtakanna verði að hraða byggingu nýs lögregluskóla á Keflavíkurflugvelli og jafnframt kemur til álita að fjölga verulega í liðinu. Nánari upplýsingar um þátttöku í varaliðinu eru hér. Þótt aðeins séu nokkrir dagar síðan Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti hugmyndir sínar um að stofnað yrði 240 manna varalið lögreglu er undirbúningur að stofnun þess kominn vel á veg. Fyrstu úrtökuprófin fóru fram nú um helgina og samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra komust færri að en vildu. Dómsmálaráðherra er ánægður með viðtökurnar og segir fáar hugmyndir sínar hafa vakið önnur eins viðbrögð. Fjöldi manns hafi hringt í hann eða sent tölvupóst og boðið fram krafta sína. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögregluskólinn geti fengið aðstöðu á Keflavíkurflugvelli en Björn segir líklegt að í ljósi þessara viðtaka verði þeim áformum hrint í framkvæmd fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Þá útilokar dómsmálaráðherra ekki að liðið verði fjölmennara en 240 manns, áhugi fólks á að slást í hópinn sé slíkur. Flestir varaliðsmennirnir hafa áður starfað í björgunarsveitum, öryggisvörslu, friðargæslu og öðrum slíku en áhugi þeirra á starfinu á sér þó ýmsar orsakir. Góð laun eru sögð í boði fyrir rétta fólkið enda er búist við að verkefni varaliðsins muni á stundum reynast erfið, jafnvel hættuleg. Enn er tekið við skráningum í varaliðið. Hægt er að sækja um inngöngu í varaliðið með því að smella á þennan hlekk en einnig verður vakt í höfuðstöðvum Ríkislögreglustjóra að Skúlagötu 21 til klukkan níu í kvöld. Ekki er tekið við umsóknum í síma. Fréttir Innlent Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Færri komust að en vildu þegar fyrstu úrtökuprófin, fyrir nýtt varalið lögreglunnar, fóru fram um helgina. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að í ljósi viðtakanna verði að hraða byggingu nýs lögregluskóla á Keflavíkurflugvelli og jafnframt kemur til álita að fjölga verulega í liðinu. Nánari upplýsingar um þátttöku í varaliðinu eru hér. Þótt aðeins séu nokkrir dagar síðan Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti hugmyndir sínar um að stofnað yrði 240 manna varalið lögreglu er undirbúningur að stofnun þess kominn vel á veg. Fyrstu úrtökuprófin fóru fram nú um helgina og samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra komust færri að en vildu. Dómsmálaráðherra er ánægður með viðtökurnar og segir fáar hugmyndir sínar hafa vakið önnur eins viðbrögð. Fjöldi manns hafi hringt í hann eða sent tölvupóst og boðið fram krafta sína. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögregluskólinn geti fengið aðstöðu á Keflavíkurflugvelli en Björn segir líklegt að í ljósi þessara viðtaka verði þeim áformum hrint í framkvæmd fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Þá útilokar dómsmálaráðherra ekki að liðið verði fjölmennara en 240 manns, áhugi fólks á að slást í hópinn sé slíkur. Flestir varaliðsmennirnir hafa áður starfað í björgunarsveitum, öryggisvörslu, friðargæslu og öðrum slíku en áhugi þeirra á starfinu á sér þó ýmsar orsakir. Góð laun eru sögð í boði fyrir rétta fólkið enda er búist við að verkefni varaliðsins muni á stundum reynast erfið, jafnvel hættuleg. Enn er tekið við skráningum í varaliðið. Hægt er að sækja um inngöngu í varaliðið með því að smella á þennan hlekk en einnig verður vakt í höfuðstöðvum Ríkislögreglustjóra að Skúlagötu 21 til klukkan níu í kvöld. Ekki er tekið við umsóknum í síma.
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira