Átök á Norðurbrú 1. mars 2007 18:55 Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga. Það tók stuttan tíma að rýma húsið. Að sögn lögreglu voru þrjátíu ungmenni þar inni sem öll voru handtekinn auk fjörutíu annarra sem voru fyrir utan. Fjölmargir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og var þyrla notuð en úr henni sigu sérsveitarmenn á þak hússins. Ungmennin brugðust ókvæða við og sóttu hart að lögreglumönnunum. Til harkalegra átaka kom en eftir því sem leið á morguninn róaðist þó hópurinn. Róstur voru þó víða um borgina, þar á meðal í Kristjaníu. Tilgangurinn var talinn sá að tvístra lögreglu. Mótmæli voru síðan boðuð á Blágarðstorgi í nærri húsinu klukkan fjögur að íslenskum tíma síðdegis. Að sögn danska útvarpsins komu tvö þúsund manns þar saman. Björn Ingi Björnsson, ljósmyndari var þar. Hann segir mótmælendur þegar hafa ráðist á óeinkennisklædda lögreglumenn. Lögregla hafi svarað árásum með táragasi. David Trads, ristjóri Nyhedsavisen í Danmörku, segir húsið sem hér sé deilt um hafa verið fyrir fimmtán til átján ára sjálfstæð ungmenni sem rekist illa í samfélaginu. Hústökumenn hafi lagt undir sig húsið fyrir 25 árum. Þeir hafi síðan fengið leyfi frá borgarstjórninni í Kaupmannahöfn að halda til í húsinum. Fyrir 5 árum hafi svo verið ákveðið að selja húsið og því hafi unga fólkið átt að fara út. Það hafi fólkið ekki gert og málið því farið fyrir dóm. Fyrir hálfu ári hafi þeim svo formlega verið skipað að fara en ekki fært sig fet. Því hafi lögregla gert áhlaup á húsið í morgun og rýmt það. Búist er við mörg þúsund mótmælendum á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn klukkan tíu í kvöld. Óttast er að til átaka komi þar og víðar um borgina, næstu daga. Erlent Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðdegis. Deilt er um ungdómshúsið svokallaða sem lögregla rýmdi með valdi í morgun. Ungmenni hafa haldið þar til í leyfisleysi síðustu mánuði og hundsað kröfur um að hverfa þaðan. Íslendingur á vettvangi telur líkur á áframhaldandi átökum næstu daga. Það tók stuttan tíma að rýma húsið. Að sögn lögreglu voru þrjátíu ungmenni þar inni sem öll voru handtekinn auk fjörutíu annarra sem voru fyrir utan. Fjölmargir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og var þyrla notuð en úr henni sigu sérsveitarmenn á þak hússins. Ungmennin brugðust ókvæða við og sóttu hart að lögreglumönnunum. Til harkalegra átaka kom en eftir því sem leið á morguninn róaðist þó hópurinn. Róstur voru þó víða um borgina, þar á meðal í Kristjaníu. Tilgangurinn var talinn sá að tvístra lögreglu. Mótmæli voru síðan boðuð á Blágarðstorgi í nærri húsinu klukkan fjögur að íslenskum tíma síðdegis. Að sögn danska útvarpsins komu tvö þúsund manns þar saman. Björn Ingi Björnsson, ljósmyndari var þar. Hann segir mótmælendur þegar hafa ráðist á óeinkennisklædda lögreglumenn. Lögregla hafi svarað árásum með táragasi. David Trads, ristjóri Nyhedsavisen í Danmörku, segir húsið sem hér sé deilt um hafa verið fyrir fimmtán til átján ára sjálfstæð ungmenni sem rekist illa í samfélaginu. Hústökumenn hafi lagt undir sig húsið fyrir 25 árum. Þeir hafi síðan fengið leyfi frá borgarstjórninni í Kaupmannahöfn að halda til í húsinum. Fyrir 5 árum hafi svo verið ákveðið að selja húsið og því hafi unga fólkið átt að fara út. Það hafi fólkið ekki gert og málið því farið fyrir dóm. Fyrir hálfu ári hafi þeim svo formlega verið skipað að fara en ekki fært sig fet. Því hafi lögregla gert áhlaup á húsið í morgun og rýmt það. Búist er við mörg þúsund mótmælendum á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn klukkan tíu í kvöld. Óttast er að til átaka komi þar og víðar um borgina, næstu daga.
Erlent Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira