Veðramót - Fjórar stjörnur 9. september 2007 00:01 Veðramót Draugar fortíðarinnar banka upp á hjá Selmu, hæstarrréttardómara, í Reykjavík samtímans og við tekur ferðalag þrjátíu ár aftur í tímann. Áfangastaðurinn er Veðramót heimili fyrir vandræðaunglinga. Í anda hippatímans halda þrjú ungmenni á vit ævintýra og hugsjóna. Kærustuparið Selma og Blöffi ásamt Hálfdáni vini þeirra. Markmiðið er að bylta gömlum gildum og reka heimilið í anda jafnræðis og bræðralags. Börnin á Veðramótum eru fórnarlömb kynferðisofbeldis og vanrækslu en þær upplýsingar liggja ekki á lausu og enginn veit neitt. Með góðum vilja og umhyggju ná þremenningarnir góðum tengslum við krakkana og lífið virðist brosa við. Þangað til Dísa birtist. Einmanna og ráðvillt, fórnarlamb vanrækslu og kynferðis ofbeldis. Það eina sem hún kann er sársauki og þegar hún verður skotin í Blöffa breytast örlög allra til frambúðar. Leikarar Veðramóta fara á kostum og það gustar af Hilmi Snæ Guðnasyni sem Blöffa sem á trúverðugt samspil við góðan leik Tinnu Hrafnsdóttur og Atla Rafns Sigurðarsonar. Helgi Björnsson á líka sterkan í leik í litlu hlutverki sem faðir Selmu. Ungu leikararnir takast á við hlutverk sín af miklum þroska og Guðný Halldórsdóttir hefur bersýnilega unnið lengi með þeim og það tekst að draga fram örlög Veðramótabarnanna. Þar ber helst að nefna Heru Hilmarsdóttur í hlutverki Dísu sem er ótrúlega áhrifarík og sönn. og Jörund Ragnarsson sem fer stórkostlega með hlutverk hins misþroska Samma. Heildarútlit myndarinnar lyftir sögunni og er greinilega unnið að miklum metnaði. Tónlistin er í góðum höndum Ragnhildar Gísladóttur og angurvært lag dóttur hennar Bryndísar Jakobsdóttur, Söknuður, situr í lengi eftir að myndinni lýkur. Sagan er harkaleg og hrá en samt sögð með hlýju og húmor, enda heldur hún áhorfendum í gíslingu frá upphafi til enda. Hún er þjóðfélagsádeila af bestu gerð og vekur til umhugsunar. Ekki bara um örlög barna fyrir þrjátíu árum síðan, heldur líka um örlög barna í dag. Veðramót hreyfir við áhorfendum og ólíkt mörgum öðrum bíómyndum, gerir hún ekki bara tilraun til að segja eitthvað. Henni tekst það. Rut Hermannsdóttir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Draugar fortíðarinnar banka upp á hjá Selmu, hæstarrréttardómara, í Reykjavík samtímans og við tekur ferðalag þrjátíu ár aftur í tímann. Áfangastaðurinn er Veðramót heimili fyrir vandræðaunglinga. Í anda hippatímans halda þrjú ungmenni á vit ævintýra og hugsjóna. Kærustuparið Selma og Blöffi ásamt Hálfdáni vini þeirra. Markmiðið er að bylta gömlum gildum og reka heimilið í anda jafnræðis og bræðralags. Börnin á Veðramótum eru fórnarlömb kynferðisofbeldis og vanrækslu en þær upplýsingar liggja ekki á lausu og enginn veit neitt. Með góðum vilja og umhyggju ná þremenningarnir góðum tengslum við krakkana og lífið virðist brosa við. Þangað til Dísa birtist. Einmanna og ráðvillt, fórnarlamb vanrækslu og kynferðis ofbeldis. Það eina sem hún kann er sársauki og þegar hún verður skotin í Blöffa breytast örlög allra til frambúðar. Leikarar Veðramóta fara á kostum og það gustar af Hilmi Snæ Guðnasyni sem Blöffa sem á trúverðugt samspil við góðan leik Tinnu Hrafnsdóttur og Atla Rafns Sigurðarsonar. Helgi Björnsson á líka sterkan í leik í litlu hlutverki sem faðir Selmu. Ungu leikararnir takast á við hlutverk sín af miklum þroska og Guðný Halldórsdóttir hefur bersýnilega unnið lengi með þeim og það tekst að draga fram örlög Veðramótabarnanna. Þar ber helst að nefna Heru Hilmarsdóttur í hlutverki Dísu sem er ótrúlega áhrifarík og sönn. og Jörund Ragnarsson sem fer stórkostlega með hlutverk hins misþroska Samma. Heildarútlit myndarinnar lyftir sögunni og er greinilega unnið að miklum metnaði. Tónlistin er í góðum höndum Ragnhildar Gísladóttur og angurvært lag dóttur hennar Bryndísar Jakobsdóttur, Söknuður, situr í lengi eftir að myndinni lýkur. Sagan er harkaleg og hrá en samt sögð með hlýju og húmor, enda heldur hún áhorfendum í gíslingu frá upphafi til enda. Hún er þjóðfélagsádeila af bestu gerð og vekur til umhugsunar. Ekki bara um örlög barna fyrir þrjátíu árum síðan, heldur líka um örlög barna í dag. Veðramót hreyfir við áhorfendum og ólíkt mörgum öðrum bíómyndum, gerir hún ekki bara tilraun til að segja eitthvað. Henni tekst það. Rut Hermannsdóttir
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira