Mika 23. ágúst 2007 06:00 Á ísskápnum hanga Geðorðin 10 sem Lýðheilsustöð var svo elskuleg að senda mér um árið. Ég les sjaldnast lengur en fyrsta geðorðið þegar ég fer í skápinn, enda á það kannski best við mig: Hugsaðu jákvætt, það er léttara. Þetta geðorð er reyndar tóm della. Það er miklu léttara að hugsa neikvætt, það kemur svona af sjálfu sér, en að hugsa sífellt jákvætt er hörkupúl. Það er samt auðvitað miklu betra fyrir mann til lengdar og það er líklega það sem Lýðheilsustöð var að meina. Þetta er sama pælingin og sú að það er miklu auðveldara að belgja sig stanslaust út af ruslmat og glápa slefandi á sjónvarpið en að éta heilsufæði, fara í vikulega stólpípu og svitna í ræktinni tvo tíma á dag. Allir vita þó hvort er betra fyrir þig. Klisjulegasta aðferðin til að mæla já- og neikvæðni er vatnsglasið sem er annaðhvort hálffullt eða hálftómt. Ég hef fundið mun betra viðmið: stelpulega hjartaknúsarann Mika, sem er hálfgert vatn hvort eð er. Um þessar mundir eru ofurgrípandi lagasmíðar Mika alls staðar, eins konar tónlistarlegt andrúmsloft. Maður kemst ekki út úr húsi án þess að sjá eða heyra í Mika þar sem hann syngur dillibossalegur og síbrosandi eins og sirkusapi um feitar konur, Grace Kelly eða um það að maður eigi að taka það rólega. Mika reynir mjög á já/neikvæðni-stillingarnar. Annaðhvort er Mika lúnkinn gleðipoppari eða viðbjóðslegt drasl fyrir kellingar af báðum kynjum. Það er dagamunur á manni hvar Mika lendir og stundum fer maður í hlutlausa gírinn og hugsar sem svo að Mika sé nú bara allt í lagi en reynir samt að loka eyrunum með vöðvum sem ekki eru til. En það er auðvitað ekki bara Mika sem getur fallið beggja vegna borðsins. Svona er þetta um flest. Bankatónleikar: auvirðilegt yfirskin yfir okur eða frábært framtak góðmenna. Fótboltaáhugamenn: hálfvitar með ömurleg áhugamál eða krúttlegir karlar að leika sér. Sjónvarpsdagskráin: heilafrumudrepandi fábjánagangur eða saklaus skemmtun fyrir þreytt launafólk. Auðmenn: Siðlausar lýs sem liggja nagandi á þjóðinni eða stórfenglegir snillingar sem eru að gera góða hluti fyrir þjóðarbúið. Og svo framvegis. Kannski ætti maður bara frekar að einbeita sér að Geðorði númer 6: Flæktu ekki líf þitt að óþörfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun
Á ísskápnum hanga Geðorðin 10 sem Lýðheilsustöð var svo elskuleg að senda mér um árið. Ég les sjaldnast lengur en fyrsta geðorðið þegar ég fer í skápinn, enda á það kannski best við mig: Hugsaðu jákvætt, það er léttara. Þetta geðorð er reyndar tóm della. Það er miklu léttara að hugsa neikvætt, það kemur svona af sjálfu sér, en að hugsa sífellt jákvætt er hörkupúl. Það er samt auðvitað miklu betra fyrir mann til lengdar og það er líklega það sem Lýðheilsustöð var að meina. Þetta er sama pælingin og sú að það er miklu auðveldara að belgja sig stanslaust út af ruslmat og glápa slefandi á sjónvarpið en að éta heilsufæði, fara í vikulega stólpípu og svitna í ræktinni tvo tíma á dag. Allir vita þó hvort er betra fyrir þig. Klisjulegasta aðferðin til að mæla já- og neikvæðni er vatnsglasið sem er annaðhvort hálffullt eða hálftómt. Ég hef fundið mun betra viðmið: stelpulega hjartaknúsarann Mika, sem er hálfgert vatn hvort eð er. Um þessar mundir eru ofurgrípandi lagasmíðar Mika alls staðar, eins konar tónlistarlegt andrúmsloft. Maður kemst ekki út úr húsi án þess að sjá eða heyra í Mika þar sem hann syngur dillibossalegur og síbrosandi eins og sirkusapi um feitar konur, Grace Kelly eða um það að maður eigi að taka það rólega. Mika reynir mjög á já/neikvæðni-stillingarnar. Annaðhvort er Mika lúnkinn gleðipoppari eða viðbjóðslegt drasl fyrir kellingar af báðum kynjum. Það er dagamunur á manni hvar Mika lendir og stundum fer maður í hlutlausa gírinn og hugsar sem svo að Mika sé nú bara allt í lagi en reynir samt að loka eyrunum með vöðvum sem ekki eru til. En það er auðvitað ekki bara Mika sem getur fallið beggja vegna borðsins. Svona er þetta um flest. Bankatónleikar: auvirðilegt yfirskin yfir okur eða frábært framtak góðmenna. Fótboltaáhugamenn: hálfvitar með ömurleg áhugamál eða krúttlegir karlar að leika sér. Sjónvarpsdagskráin: heilafrumudrepandi fábjánagangur eða saklaus skemmtun fyrir þreytt launafólk. Auðmenn: Siðlausar lýs sem liggja nagandi á þjóðinni eða stórfenglegir snillingar sem eru að gera góða hluti fyrir þjóðarbúið. Og svo framvegis. Kannski ætti maður bara frekar að einbeita sér að Geðorði númer 6: Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun