Draugar Milos Forman 10. ágúst 2007 00:30 Nýjasta mynd hans, Goya`s Ghost, verður meðal þeirra mynda sem sýndar verða á Bíódögum Græna ljóssins. Goya`s Ghost, nýjasta kvikmynd hins tékkneska Milos Forman, verður meðal kvikmynda á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast eftir tæpa viku. Myndin segir frá ævi spænska málarans Francisco Goya og er stjörnum prýdd en meðal leikara eru þau Natalie Portman og Javier Bardem auk Stellan Skarsgaard sem fer með hlutverk Goya. Sjö ár eru liðin síðan Milos sendi frá sér sína síðustu mynd, Man on the Moon, þar sem Jim Carrey fór hamförum í hlutverki bandaríska grínarans Andy Kaufman. Yfirleitt ríkir mikil spenna í kringum kvikmyndir Milos sem gerði meðal annars Gaukshreiðrið og Ríkið gegn Larry Flynt og má ljóst vera að aðdáendur Forman eiga eftir að bíða spenntir eftir nýjustu afurð hins aldna höfðingja. Græna ljósið tilkynnti í gær um fjórar aðrar kvikmyndir sem verða á dagskrá Bíódaga og þar ber ef til hæst hin vægast sagt umtalaða kvikmynd Shortbus sem olli töluverðri hneykslan þegar hún var sýnd á Cannes fyrir opinskáar kynlífssenur. Þá má einnig nefna Cocaine Cowboys en það er heimildarmynd um þá eiturlyfjabylgju sem skall á Miami við upphaf níunda áratugarins og varð síðar meir að fyrirmynd kvikmynda á borð við Scarface og Miami Vice. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Goya`s Ghost, nýjasta kvikmynd hins tékkneska Milos Forman, verður meðal kvikmynda á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast eftir tæpa viku. Myndin segir frá ævi spænska málarans Francisco Goya og er stjörnum prýdd en meðal leikara eru þau Natalie Portman og Javier Bardem auk Stellan Skarsgaard sem fer með hlutverk Goya. Sjö ár eru liðin síðan Milos sendi frá sér sína síðustu mynd, Man on the Moon, þar sem Jim Carrey fór hamförum í hlutverki bandaríska grínarans Andy Kaufman. Yfirleitt ríkir mikil spenna í kringum kvikmyndir Milos sem gerði meðal annars Gaukshreiðrið og Ríkið gegn Larry Flynt og má ljóst vera að aðdáendur Forman eiga eftir að bíða spenntir eftir nýjustu afurð hins aldna höfðingja. Græna ljósið tilkynnti í gær um fjórar aðrar kvikmyndir sem verða á dagskrá Bíódaga og þar ber ef til hæst hin vægast sagt umtalaða kvikmynd Shortbus sem olli töluverðri hneykslan þegar hún var sýnd á Cannes fyrir opinskáar kynlífssenur. Þá má einnig nefna Cocaine Cowboys en það er heimildarmynd um þá eiturlyfjabylgju sem skall á Miami við upphaf níunda áratugarins og varð síðar meir að fyrirmynd kvikmynda á borð við Scarface og Miami Vice.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira