Ekki einkavæða Íbúðalánasjóð 13. júlí 2007 06:00 Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hér fyrir skömmu að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin hér og talið þörf á auknu aðhaldi þar. Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar. En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina. Sjóðurinn hefur lagt til, að Íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt, að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna. Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál. Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir nýlega, að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frekleg íhlutun um innanlandsmál. Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort Íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 prósenta lánum til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður segir, að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána. Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum. Ekki kemur til greina að mínu mati, að einkavæða Íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamál ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af. Íslensku bankarnir hafa lengi rennt hýru auga til Íbúðalánasjóðs. Þeir hafa viljað fá starfsemi Íbúðalánasjóðs inn í bankana, alla eða að hluta til. Síðustu misserin hafa bankarnir barist fyrir því, að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka og afgreiðsla íbúðalána yrði flutt í bankana. Bankarnir hugsa þetta vafalaust sem fyrsta skrefið á þeirri braut að klófesta Íbúðalánasjóð alveg. Ég er algerlega andvígur þessari breytingu. Ég tel, að starfsemi sjóðsins eigi að vera óbreytt. Ég tel víst, að vextir mundu strax hækka á íbúðalánum, ef sjóðurinn yrði fluttur í bankana. Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Og sjálfsagt er farsælast að viðhalda þeirri samkeppni íbúðalána, sem er í dag milli bankanna og Íbúðalánasjóðs. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hér fyrir skömmu að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin hér og talið þörf á auknu aðhaldi þar. Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar. En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina. Sjóðurinn hefur lagt til, að Íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt, að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna. Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál. Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir nýlega, að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frekleg íhlutun um innanlandsmál. Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort Íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 prósenta lánum til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður segir, að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána. Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum. Ekki kemur til greina að mínu mati, að einkavæða Íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamál ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af. Íslensku bankarnir hafa lengi rennt hýru auga til Íbúðalánasjóðs. Þeir hafa viljað fá starfsemi Íbúðalánasjóðs inn í bankana, alla eða að hluta til. Síðustu misserin hafa bankarnir barist fyrir því, að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka og afgreiðsla íbúðalána yrði flutt í bankana. Bankarnir hugsa þetta vafalaust sem fyrsta skrefið á þeirri braut að klófesta Íbúðalánasjóð alveg. Ég er algerlega andvígur þessari breytingu. Ég tel, að starfsemi sjóðsins eigi að vera óbreytt. Ég tel víst, að vextir mundu strax hækka á íbúðalánum, ef sjóðurinn yrði fluttur í bankana. Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Og sjálfsagt er farsælast að viðhalda þeirri samkeppni íbúðalána, sem er í dag milli bankanna og Íbúðalánasjóðs. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun