Lúterskir leiðindapúkar 24. janúar 2007 04:00 Stundum verður maður ótrúlega þreyttur á hvað þessi þjóð er lútersk og leiðinleg. Sammælist um að gera hvunndaginn að endalausum táradal og ef einhver vogar sér í grámyglu skamm-degisins að gera sér glaðan dag þá rjúka allir harðlífismenn þjóðarinnar upp til handa og fóta og hneykslast. Áður en tókst að koma því inn í þjóðina að veran í þessum heimi ætti mestanpart að vera þjáning, þá kunnu Íslendingar að halda almennileg partí. Þjóðarframleiðslan lá nánast niðri meðan menn drukku brullaup svo vikum skipti. Að þessu gáskafulla lífi löknu fóru menn svo til Valhallar og þar var náttúrlega gegndarlaust partí áfram. Síðan tók harðlífið við og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem okkur er farið að takast að komast aftur á braut þess að geta án þjakandi samviskubits gert okkur glaðan dag. Í traust þess að við séum að læra að gleðjast hafa nokkrir auðmenn og fyrirtæki staðið fyrir líflegum partíum og um leið styrkt góð málefni, eins og nánast gleymdar poppstjórnur. Mér hefur gengið allt í haginn í lífinu, hef nóg umleikis og hef gaman af því að láta vini mína njóta með mér. Ég sé bara ekkert athugavert við það að skemmta mér vel og ég hef vel efni á því. Hitt er svo annað að uppeldið segir líka til sín og ég hef ekki látið mitt eftir liggja í því að styðja ýmis góð málefni í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að ég birtist stundum sem græðgin uppmáluð verður að segjast eins og er að mér er annt um náungann og mér líður betur þegar öðrum líður vel. Það er nú allur galdurinn og má til sanns vegar færa að þar geri ég góðverk af eigingjörnum hvötum. Og hvað með það. Ég kann líka að gleðjast með náunganum og sá hæfileiki hefur líka gert það að verkum að ég hef skellt mér með í hin og þessi ferðalög með ríkustu mönnum landsins, Þannig keypti ég í Búnaðarbankanum og naut ávaxtanna af þeim snjalla leik Ólafs Ólafssonar að sameina bankann Kaupþingi. Ég get vel unnt honum þess að halda glæsilegt partí fyrir vini og samstarfsmenn. Ég sé ekki ofsjónum yfir því. Þar fyrir utan þá var sjóðstofnunin hjá honum glæsilegt framtak og gleðilegt að menn sinni því að láta þá sem þurfa njóta velgengni sinnar. Milljarður í sjóð er ekki lítið fé, jafnvel ekki fyrir menn eins og Ólaf Ólafsson. Ég mun á endanum gera eitthvað svona, því ekki tekur maður neitt með sér í lokaferðina og í Valhöll er hvort eð er nóg til af öllu. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Stundum verður maður ótrúlega þreyttur á hvað þessi þjóð er lútersk og leiðinleg. Sammælist um að gera hvunndaginn að endalausum táradal og ef einhver vogar sér í grámyglu skamm-degisins að gera sér glaðan dag þá rjúka allir harðlífismenn þjóðarinnar upp til handa og fóta og hneykslast. Áður en tókst að koma því inn í þjóðina að veran í þessum heimi ætti mestanpart að vera þjáning, þá kunnu Íslendingar að halda almennileg partí. Þjóðarframleiðslan lá nánast niðri meðan menn drukku brullaup svo vikum skipti. Að þessu gáskafulla lífi löknu fóru menn svo til Valhallar og þar var náttúrlega gegndarlaust partí áfram. Síðan tók harðlífið við og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem okkur er farið að takast að komast aftur á braut þess að geta án þjakandi samviskubits gert okkur glaðan dag. Í traust þess að við séum að læra að gleðjast hafa nokkrir auðmenn og fyrirtæki staðið fyrir líflegum partíum og um leið styrkt góð málefni, eins og nánast gleymdar poppstjórnur. Mér hefur gengið allt í haginn í lífinu, hef nóg umleikis og hef gaman af því að láta vini mína njóta með mér. Ég sé bara ekkert athugavert við það að skemmta mér vel og ég hef vel efni á því. Hitt er svo annað að uppeldið segir líka til sín og ég hef ekki látið mitt eftir liggja í því að styðja ýmis góð málefni í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að ég birtist stundum sem græðgin uppmáluð verður að segjast eins og er að mér er annt um náungann og mér líður betur þegar öðrum líður vel. Það er nú allur galdurinn og má til sanns vegar færa að þar geri ég góðverk af eigingjörnum hvötum. Og hvað með það. Ég kann líka að gleðjast með náunganum og sá hæfileiki hefur líka gert það að verkum að ég hef skellt mér með í hin og þessi ferðalög með ríkustu mönnum landsins, Þannig keypti ég í Búnaðarbankanum og naut ávaxtanna af þeim snjalla leik Ólafs Ólafssonar að sameina bankann Kaupþingi. Ég get vel unnt honum þess að halda glæsilegt partí fyrir vini og samstarfsmenn. Ég sé ekki ofsjónum yfir því. Þar fyrir utan þá var sjóðstofnunin hjá honum glæsilegt framtak og gleðilegt að menn sinni því að láta þá sem þurfa njóta velgengni sinnar. Milljarður í sjóð er ekki lítið fé, jafnvel ekki fyrir menn eins og Ólaf Ólafsson. Ég mun á endanum gera eitthvað svona, því ekki tekur maður neitt með sér í lokaferðina og í Valhöll er hvort eð er nóg til af öllu. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur