Mogens S. Koch Analog / Dialog 21. nóvember 2006 10:56 Á árunum 1965-1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur dagana 24. nóvember 2006 - 28. janúar 2007. Myndirnar sem teknar eru í svarthvítu sýna stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í öndvegi. Mogens fléttar saman töfrandi landslagið, íbúana og hrjóstrugt umhverfið í myndum sínum sem gefa heilstæða og jafnframt raunsæja mynd af landinu sjálfu. Mogens framkallar myndir sínar á hefðbundinn hátt á silfur-gelatín fíberpappír sem gefur mestu gæðin og eftir hið hefðbundna framköllunarferli meðhöndlar hann þær með seleníum-tóner og þurrkar þær á réttan hátt. Gæði eru Mogens mjög mikilvæg. Ljósmyndirnar eiga að endast og mögulega verða fallegri með tímanum og er ekki vikið frá þeirri reglu við gerð myndanna á þessari sýningu. Mogens S. Koch hefur í yfir 40 ár unnið ötullega að skrásetningu með ljósmyndum og ljósmyndavarðveislu. Hann var einn af stofnendum forvörsluskóla Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn þar sem fyrst var lögð áhersla á að byggja upp skráningu með ljósmyndum. Nokkuð fljótlega upp úr því tók svo ljósmyndaforvarsla á sig mynd. Á síðastliðnum 25 árum hefur Mogens S. Koch gegnt mikilvægu hlutverki í faginu á alþjóðavettvangi. Samhliða kennslunni hefur Mogens séð um ljósmyndun á verkum margra fremstu og færustu arkitekta og listhandverksmanna Dana. Ljósmyndarinn hefur einnig gert margar stórfenglegar myndaraðir í öðrum heimshlutum, þar sem m.a. Danmörk, Eþíópía, Hong Kong og trúarhreyfingin Shakers í Bandaríkjunum hafa komið við sögu. Um árabil hefur Mogens einnig tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi og árið 2003 hlaut hann Menningarverðlaun Deutsche Gesellschaft für Photographie (DGPh) í Berlín ásamt hinum þekkta leikstjóra og ljósmyndara Wim Wenders. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Á árunum 1965-1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur dagana 24. nóvember 2006 - 28. janúar 2007. Myndirnar sem teknar eru í svarthvítu sýna stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í öndvegi. Mogens fléttar saman töfrandi landslagið, íbúana og hrjóstrugt umhverfið í myndum sínum sem gefa heilstæða og jafnframt raunsæja mynd af landinu sjálfu. Mogens framkallar myndir sínar á hefðbundinn hátt á silfur-gelatín fíberpappír sem gefur mestu gæðin og eftir hið hefðbundna framköllunarferli meðhöndlar hann þær með seleníum-tóner og þurrkar þær á réttan hátt. Gæði eru Mogens mjög mikilvæg. Ljósmyndirnar eiga að endast og mögulega verða fallegri með tímanum og er ekki vikið frá þeirri reglu við gerð myndanna á þessari sýningu. Mogens S. Koch hefur í yfir 40 ár unnið ötullega að skrásetningu með ljósmyndum og ljósmyndavarðveislu. Hann var einn af stofnendum forvörsluskóla Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn þar sem fyrst var lögð áhersla á að byggja upp skráningu með ljósmyndum. Nokkuð fljótlega upp úr því tók svo ljósmyndaforvarsla á sig mynd. Á síðastliðnum 25 árum hefur Mogens S. Koch gegnt mikilvægu hlutverki í faginu á alþjóðavettvangi. Samhliða kennslunni hefur Mogens séð um ljósmyndun á verkum margra fremstu og færustu arkitekta og listhandverksmanna Dana. Ljósmyndarinn hefur einnig gert margar stórfenglegar myndaraðir í öðrum heimshlutum, þar sem m.a. Danmörk, Eþíópía, Hong Kong og trúarhreyfingin Shakers í Bandaríkjunum hafa komið við sögu. Um árabil hefur Mogens einnig tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi og árið 2003 hlaut hann Menningarverðlaun Deutsche Gesellschaft für Photographie (DGPh) í Berlín ásamt hinum þekkta leikstjóra og ljósmyndara Wim Wenders.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“