Jón Gunnarsson tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum 11. nóvember 2006 23:18 Hann á leið inn en hún út. Ármann Kr. Ólafsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir. MYND/Heiða Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. 6409 tóku þátt í prófkjörinu sem þýðir að kjörsókn var 55 prósent.Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tryggði sér fimmta sætið og verður að teljast líklegt að hún hafi tryggt sér þingsæti því flokkurinn hefur nú fimm þingsæti í þessu sterkasta vígi sínu í landinu. Sigurrós Þorgrímsdóttir þingkona er hins vegar á leið út því hún er ekki meðal sex efstu í prófkjörinu.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson alþingismaður fengu bæði góða kosningu í fyrsta og annað sætið og þá var Ármann Kristinn Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, í þriðja sæti frá því að fyrstu tölur bárust.Atkvæðin skiptust svo:1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 5002 atkvæði (í 1. sæti)2. Bjarni Benediktsson 5432 atkvæði (í 1.-2. sæti)3. Ármann Kr. Ólafsson2595 atkvæði (í 1.-3. sæti)4. Jón Gunnarsson 2425 atkvæði (í 1.-4. sæti)5. Ragnheiður Elín Árnadóttir3303 atkvæði (í 1.-5. sæti)6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 3513 atkvæði (í 1.-6. sæti)Baráttan um sæti fjögur til sex var hörkuspennandi frá upphafi til enda. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var í fjórða sæti þegar fyrstu tölur bárust en þegar þriðju tölur voru lesnar upp varð ljóst að spennan yrði mikil því þá voru hún og Jón jöfn í 4.-5. sæti.Jón náði hins vegar fjórða sætinu þegar fjórðu tölur voru lesnar og Ragnheiður var þá í sjötta en þau höfðu sætaskipti þegar sjöttu tölur bárust og þannig var það líka þegar sjöundu tölur voru lesnar. Jón tryggði sér hins vegar fjórða sætið og öruggt þingsæti í áttundu tölum sem jafnframt voru lokatölur en það kemur væntanlega í hlut Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að berjast við að ná sjötta þingsætinu fyrir Sjálfstæðismenn í Kraganum. Innlent Stj.mál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. 6409 tóku þátt í prófkjörinu sem þýðir að kjörsókn var 55 prósent.Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tryggði sér fimmta sætið og verður að teljast líklegt að hún hafi tryggt sér þingsæti því flokkurinn hefur nú fimm þingsæti í þessu sterkasta vígi sínu í landinu. Sigurrós Þorgrímsdóttir þingkona er hins vegar á leið út því hún er ekki meðal sex efstu í prófkjörinu.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson alþingismaður fengu bæði góða kosningu í fyrsta og annað sætið og þá var Ármann Kristinn Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, í þriðja sæti frá því að fyrstu tölur bárust.Atkvæðin skiptust svo:1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 5002 atkvæði (í 1. sæti)2. Bjarni Benediktsson 5432 atkvæði (í 1.-2. sæti)3. Ármann Kr. Ólafsson2595 atkvæði (í 1.-3. sæti)4. Jón Gunnarsson 2425 atkvæði (í 1.-4. sæti)5. Ragnheiður Elín Árnadóttir3303 atkvæði (í 1.-5. sæti)6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 3513 atkvæði (í 1.-6. sæti)Baráttan um sæti fjögur til sex var hörkuspennandi frá upphafi til enda. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var í fjórða sæti þegar fyrstu tölur bárust en þegar þriðju tölur voru lesnar upp varð ljóst að spennan yrði mikil því þá voru hún og Jón jöfn í 4.-5. sæti.Jón náði hins vegar fjórða sætinu þegar fjórðu tölur voru lesnar og Ragnheiður var þá í sjötta en þau höfðu sætaskipti þegar sjöttu tölur bárust og þannig var það líka þegar sjöundu tölur voru lesnar. Jón tryggði sér hins vegar fjórða sætið og öruggt þingsæti í áttundu tölum sem jafnframt voru lokatölur en það kemur væntanlega í hlut Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að berjast við að ná sjötta þingsætinu fyrir Sjálfstæðismenn í Kraganum.
Innlent Stj.mál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira