Ekki til skoðunar að breyta opnunartíma skemmtistaða 26. október 2006 21:15 MYND/Róbert Reynisson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir hrottalegar nauðganir og önnur ofbeldisverk í borginni kalla á eflt samstarf lögreglu og borgaryfirvalda. Skoða verði hvort fjölga eigi lögreglumönnum og öryggismyndavélum í borginni. Hann segir hins vegar ekki á dagskrá að endurskoða opnunartíma vínveitingastaða í miðborginni. Þrjár hrottalegar nauðganir í miðborginni á undanförnum hálfum mánuði hafa verið til umræðu í fjölmiðlum en lögreglan hefur ekki haft upp á ofbeldismönnunum. Borgarstjóri segir að þetta kalli á aðgerðir lögreglu og borgaryfirvalda. Borgarstjóri segir líkast til hægt að fullyrða að nauðgunarmálum, þ.e. grófum nauðgunum, hafi fjölgað. Það verði að taka á þessu með ákveðnum hætti en hvernig sé ekki hægt að segja nú. Það sé verið að skoða það. Hann segir að auðvitað séu þessi mál fyrst og fremst í höndum lögreglunnar. Þess vegna sé mikilvægt að það sé gott samstarf milli lögreglu og borgaryfirvalda og svo sé. Borgarstjóri segir að rætt hafi verið innan borgarkerfisins og lögreglunnar að stytta opnunartíma skemmtistaða. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um slíkt og engin tillaga þess efnis uppi á borðinu. Borgarstjóri segist hafa samþykkt breyttan opnunartíma á sínum tíma og skoðun hans í þeim efnum sé óbreytt. Staðan nú þýði að ekki verði óheppilegar hópamyndanir eins og áður en það neikvæða sé að langt úthald í neyslu áfengis og lyfja þýði laskaða dómgreind fólks og þá sé hætta á að válegir atburðir eigi sér stað þegar fólk skemmti sér fram undir morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir hrottalegar nauðganir og önnur ofbeldisverk í borginni kalla á eflt samstarf lögreglu og borgaryfirvalda. Skoða verði hvort fjölga eigi lögreglumönnum og öryggismyndavélum í borginni. Hann segir hins vegar ekki á dagskrá að endurskoða opnunartíma vínveitingastaða í miðborginni. Þrjár hrottalegar nauðganir í miðborginni á undanförnum hálfum mánuði hafa verið til umræðu í fjölmiðlum en lögreglan hefur ekki haft upp á ofbeldismönnunum. Borgarstjóri segir að þetta kalli á aðgerðir lögreglu og borgaryfirvalda. Borgarstjóri segir líkast til hægt að fullyrða að nauðgunarmálum, þ.e. grófum nauðgunum, hafi fjölgað. Það verði að taka á þessu með ákveðnum hætti en hvernig sé ekki hægt að segja nú. Það sé verið að skoða það. Hann segir að auðvitað séu þessi mál fyrst og fremst í höndum lögreglunnar. Þess vegna sé mikilvægt að það sé gott samstarf milli lögreglu og borgaryfirvalda og svo sé. Borgarstjóri segir að rætt hafi verið innan borgarkerfisins og lögreglunnar að stytta opnunartíma skemmtistaða. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um slíkt og engin tillaga þess efnis uppi á borðinu. Borgarstjóri segist hafa samþykkt breyttan opnunartíma á sínum tíma og skoðun hans í þeim efnum sé óbreytt. Staðan nú þýði að ekki verði óheppilegar hópamyndanir eins og áður en það neikvæða sé að langt úthald í neyslu áfengis og lyfja þýði laskaða dómgreind fólks og þá sé hætta á að válegir atburðir eigi sér stað þegar fólk skemmti sér fram undir morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira