Frakkar sagðir hafa stutt þjóðarmorð í Rúanda 24. október 2006 22:12 Minnismerki um þjóðarmorðin í Rúanda árið 1994. MYND/AP Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum. Jacques Bihozagra, fyrrverandi sendiherra Rúanda í París segir að Frakkar hafi blanað sér í málið af ótta við að áhrif þeirra í Afríku væru að minnka. Frakkar hafa þráfaldlega neitað því að hafa átt þátt í ódæðunum, beint eða óbeint, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Jean de Dieu Mucyo, fyrrverandi dómsmálaráðherra Rúanda, fer fyrir sérskipaða dómstólnum sem hlýðir nú á vitnisburð ýmissa manna í tengslum við rannsóknina á fjöldamorðunum. Málflutningur hófst í höfuðborginni, Kigali, í dag og eru þeim útvarpað og sjónvarpað. 25 menn og konur sem lifðu ódæðin af munu bera vitni um aðild Frakka að þeim. Mucyo segir mikilvægt að umheimurinn heyri af þessum óhæfuverkum, atburðirnir séu mikilvægur hluti af sögu Rúanda. Bihozagara segir Frakka ekki hafa sýnt iðru. Hann segir Frakka ekki hafa handtekið þá menn sem grunaðir eru um aðild að þjóðarmorðunum og eru nú búsettir í Frakklandi. Fréttaritari BBC í Kigali segir að því sé haldið fram að franskir hermenn hafi hjálpað ódæðismönnum að flýja til nágrannalanda eftir þjóðarmorðin. Franskir hermenn voru sendir til svæða í Rúanda rétt áður en þjóðarmorðunum linnti og það í umboði Sameinuðu þjóðanna til að koma upp öruggum svæðum. Stjórnvöld i Rúanda segja hins vegar að hermennirnir hafi leyft öfgasinnuðum Hútúum að komast inn á þau svæði þar sem Tútsar héldu til. Bihozagara segir að aðgerin hafi miðað að því að vernda ódæðismennina, því þjóðarmorðin hafi haldið áfram. Niðurstöðu sérskipaða dómstólsins er að vænta innan hálfs árs. Franskur herréttur rannsakar nú einnig ásakanir á hendur frönskum hermönnum. Réttað hefur verið yfir höfuðpaurum Hútúanna fyrir sérstökum stríðsglæpadómstól í málefnum Rúanda sem starfar í Arusha í Tansaníu. 25 þeirra hafa verið sakfelldir síðan árið 1997, en stjórnvöld í Rúanda segja málareksturinn ganga of hægt. Erlent Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum. Jacques Bihozagra, fyrrverandi sendiherra Rúanda í París segir að Frakkar hafi blanað sér í málið af ótta við að áhrif þeirra í Afríku væru að minnka. Frakkar hafa þráfaldlega neitað því að hafa átt þátt í ódæðunum, beint eða óbeint, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Jean de Dieu Mucyo, fyrrverandi dómsmálaráðherra Rúanda, fer fyrir sérskipaða dómstólnum sem hlýðir nú á vitnisburð ýmissa manna í tengslum við rannsóknina á fjöldamorðunum. Málflutningur hófst í höfuðborginni, Kigali, í dag og eru þeim útvarpað og sjónvarpað. 25 menn og konur sem lifðu ódæðin af munu bera vitni um aðild Frakka að þeim. Mucyo segir mikilvægt að umheimurinn heyri af þessum óhæfuverkum, atburðirnir séu mikilvægur hluti af sögu Rúanda. Bihozagara segir Frakka ekki hafa sýnt iðru. Hann segir Frakka ekki hafa handtekið þá menn sem grunaðir eru um aðild að þjóðarmorðunum og eru nú búsettir í Frakklandi. Fréttaritari BBC í Kigali segir að því sé haldið fram að franskir hermenn hafi hjálpað ódæðismönnum að flýja til nágrannalanda eftir þjóðarmorðin. Franskir hermenn voru sendir til svæða í Rúanda rétt áður en þjóðarmorðunum linnti og það í umboði Sameinuðu þjóðanna til að koma upp öruggum svæðum. Stjórnvöld i Rúanda segja hins vegar að hermennirnir hafi leyft öfgasinnuðum Hútúum að komast inn á þau svæði þar sem Tútsar héldu til. Bihozagara segir að aðgerin hafi miðað að því að vernda ódæðismennina, því þjóðarmorðin hafi haldið áfram. Niðurstöðu sérskipaða dómstólsins er að vænta innan hálfs árs. Franskur herréttur rannsakar nú einnig ásakanir á hendur frönskum hermönnum. Réttað hefur verið yfir höfuðpaurum Hútúanna fyrir sérstökum stríðsglæpadómstól í málefnum Rúanda sem starfar í Arusha í Tansaníu. 25 þeirra hafa verið sakfelldir síðan árið 1997, en stjórnvöld í Rúanda segja málareksturinn ganga of hægt.
Erlent Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira