Skattbyrði jókst hvergi meira en á Íslandi 13. október 2006 18:46 Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Samkvæmt úttekt OECD eiga Íslendingar heimsmet í skattbyrði á síðasta ári. Á árunum 1990 til 1995 var skattbyrði á Íslandi minni en hún var að meðaltali í ríkjum OECD. Frá árinu 2000 hefur skattbyrðin hér á landi hins vegar verið meiri en að meðaltali innan OECD. Á síðustu ellefu árum hefur skattbyrðin aukist um 101 milljarð króna á ársgrundvelli að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Á síðasta ári jókst skattbyrðin á Íslandi um 3,7 prósentustig og var það mesta aukning skattbyrði innan OECD og skilaði hinu opinbera 37 milljörðum í auknar tekjur. Árni M Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að aukna skattbyrði megi að mestu rekja til aukins hagvaxtar. "Síðan höfum við á hverju ári allt þetta kjörtímabil verið að lækka skattprósentur og nú síðast var ríkisstjórnin að tilkynna um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli," segir fjármálaráðherra. Árni bendir á að tölur OECD séu að öllu jöfnu eldri en þær sem fjármálaráðuneytið hefur en, það sé rétt að skatttekjur hafi verið aukast vegna aukins hagvaxtar. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að skattbyrði á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira á Íslandi á síðasta ári, en í því landi sem næst komi hvað aukningu skattbyrði varðar, eða í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Stefán segir að aukning útgjalda til velferðarkerfisins hafi á síðustu árum aðeins verið um þriðjungur af auknum tekjum ríkissjóðs. Auknar tekjur hafi farið í að lækka skuldir ríkissjóðs með góðum árangri, á sama tíma og skuldir heimilanna hafi aukist stórlega. Afgangur á ríkissjóði á síðasta ári hafi verið um 60 milljarðar og stefni í svipaða niðurstöðu í ár. Það þýði í mörgum ríkjum að ríkissjóður hafi tekið til sín 60 milljörðum of mikið. Stefán segir skattbyrðina ekki eingöngu hafa aukist vegna hagvaxtarins, heldur hafi skattstofnar verið breikkaðir, eins og OECD bendi á. Fjármálaráðherra segir neysluna einnig hafa aukist sem hafi áhrif á tekjur ríkissjóðs. Fréttir Innlent Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Samkvæmt úttekt OECD eiga Íslendingar heimsmet í skattbyrði á síðasta ári. Á árunum 1990 til 1995 var skattbyrði á Íslandi minni en hún var að meðaltali í ríkjum OECD. Frá árinu 2000 hefur skattbyrðin hér á landi hins vegar verið meiri en að meðaltali innan OECD. Á síðustu ellefu árum hefur skattbyrðin aukist um 101 milljarð króna á ársgrundvelli að mati Stefáns Ólafssonar prófessors við Háskóla Íslands. Á síðasta ári jókst skattbyrðin á Íslandi um 3,7 prósentustig og var það mesta aukning skattbyrði innan OECD og skilaði hinu opinbera 37 milljörðum í auknar tekjur. Árni M Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að aukna skattbyrði megi að mestu rekja til aukins hagvaxtar. "Síðan höfum við á hverju ári allt þetta kjörtímabil verið að lækka skattprósentur og nú síðast var ríkisstjórnin að tilkynna um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli," segir fjármálaráðherra. Árni bendir á að tölur OECD séu að öllu jöfnu eldri en þær sem fjármálaráðuneytið hefur en, það sé rétt að skatttekjur hafi verið aukast vegna aukins hagvaxtar. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að skattbyrði á Íslandi hafi hækkað þrefalt meira á Íslandi á síðasta ári, en í því landi sem næst komi hvað aukningu skattbyrði varðar, eða í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Stefán segir að aukning útgjalda til velferðarkerfisins hafi á síðustu árum aðeins verið um þriðjungur af auknum tekjum ríkissjóðs. Auknar tekjur hafi farið í að lækka skuldir ríkissjóðs með góðum árangri, á sama tíma og skuldir heimilanna hafi aukist stórlega. Afgangur á ríkissjóði á síðasta ári hafi verið um 60 milljarðar og stefni í svipaða niðurstöðu í ár. Það þýði í mörgum ríkjum að ríkissjóður hafi tekið til sín 60 milljörðum of mikið. Stefán segir skattbyrðina ekki eingöngu hafa aukist vegna hagvaxtarins, heldur hafi skattstofnar verið breikkaðir, eins og OECD bendi á. Fjármálaráðherra segir neysluna einnig hafa aukist sem hafi áhrif á tekjur ríkissjóðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira