Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar 10. október 2006 18:45 Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Sama matarkarfan var í dag keypt í Hagkaup á Íslandi og sambærilegri verslun í Danmörku. Karfan er langtum dýrari á Íslandi. Ríkisstjórnin stefnir að sambærilegu matarverði á Íslandi og á Norðurlöndunum - en því fer fjarri að það náist miðað við þessa körfu. Í henni vegur þyngst verðið á úrbeinuðum og skinnlausum kjúklingabringum sem kosta 2675 kr. kílóið í Hagkaup en 600 kr. kílóið í dönsku búðinni. En verður þetta magra kjöt - eitt hið vinsælasta meðal þeirra sem vilja halda sér í kjörþyngd - ódýrara í mars á næsta ári? Það er hæpið. Eina sem breytist í verði á ferskum íslenskum kjúklingabringum er helmingslækkun á virðisaukaskatti. Kjúklingurinn í Hagkaupskörfunni færi þá niður í 2510 kr. Ennþá víðsfjarri verðinu á danska kjúllanum. En af hverju eru íslenskar bringur svo miklu dýrari en danskar? Fyrir því eru fimm ástæður segir formaður Félags kjúklingabænda, Matthías H. Guðmundsson. Fóður er dýrara, eftirlitskostnaður hærri, hér þarf að unga út eggjum, flutningur aðfanga er dýr og framleiðendur hér ná ekki sömu stærðarhagkvæmni. En - þótt íslensku bringurnar verði áfram margfalt dýrari - þá geta kaupmenn flutt inn bringur. Í dag skiptist verðið á þeim svona: innkaupsverð (370 kr.), almennur tollur (111 kr.), magntollur (900 kr.), VSK (193 kr.) og svo álagning og lagerkostnaður. Jafnvel þótt kjúklingabringur fái hæstu mögulegu tollalækkun, 40%, verður áfram 600 kr. tollur á kílóið. Skattlagning ríkissjóðs á innfluttar kjúklingabringur lækkar því úr um 1200 kr. á kílóið í 700. Finnur Árnason forstjóri Haga segir að innflutningur á frosnum bringum myndi líklega aukast og því gætu þær verið í boði árið um kring - ekki bara þegar innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Því gæti okkur að jafnaði staðið til boða frosnar bringur á tæpar 1200 kr. á kílóið. En ef fólk vill ferskar íslenskar kjúklingabringur á diskinn sinn - heldur það áfram að borða dýrar en danskurinn. Formaður Félags kjúklingabænda segir það hreint út: Við náum aldrei sama verði og Danir. Fréttir Innlent Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Sama matarkarfan var í dag keypt í Hagkaup á Íslandi og sambærilegri verslun í Danmörku. Karfan er langtum dýrari á Íslandi. Ríkisstjórnin stefnir að sambærilegu matarverði á Íslandi og á Norðurlöndunum - en því fer fjarri að það náist miðað við þessa körfu. Í henni vegur þyngst verðið á úrbeinuðum og skinnlausum kjúklingabringum sem kosta 2675 kr. kílóið í Hagkaup en 600 kr. kílóið í dönsku búðinni. En verður þetta magra kjöt - eitt hið vinsælasta meðal þeirra sem vilja halda sér í kjörþyngd - ódýrara í mars á næsta ári? Það er hæpið. Eina sem breytist í verði á ferskum íslenskum kjúklingabringum er helmingslækkun á virðisaukaskatti. Kjúklingurinn í Hagkaupskörfunni færi þá niður í 2510 kr. Ennþá víðsfjarri verðinu á danska kjúllanum. En af hverju eru íslenskar bringur svo miklu dýrari en danskar? Fyrir því eru fimm ástæður segir formaður Félags kjúklingabænda, Matthías H. Guðmundsson. Fóður er dýrara, eftirlitskostnaður hærri, hér þarf að unga út eggjum, flutningur aðfanga er dýr og framleiðendur hér ná ekki sömu stærðarhagkvæmni. En - þótt íslensku bringurnar verði áfram margfalt dýrari - þá geta kaupmenn flutt inn bringur. Í dag skiptist verðið á þeim svona: innkaupsverð (370 kr.), almennur tollur (111 kr.), magntollur (900 kr.), VSK (193 kr.) og svo álagning og lagerkostnaður. Jafnvel þótt kjúklingabringur fái hæstu mögulegu tollalækkun, 40%, verður áfram 600 kr. tollur á kílóið. Skattlagning ríkissjóðs á innfluttar kjúklingabringur lækkar því úr um 1200 kr. á kílóið í 700. Finnur Árnason forstjóri Haga segir að innflutningur á frosnum bringum myndi líklega aukast og því gætu þær verið í boði árið um kring - ekki bara þegar innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Því gæti okkur að jafnaði staðið til boða frosnar bringur á tæpar 1200 kr. á kílóið. En ef fólk vill ferskar íslenskar kjúklingabringur á diskinn sinn - heldur það áfram að borða dýrar en danskurinn. Formaður Félags kjúklingabænda segir það hreint út: Við náum aldrei sama verði og Danir.
Fréttir Innlent Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira