Afsökunarbeiðni páfa sögð fullnægjandi 17. september 2006 12:45 Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Páfi kom fram í Róm í morgun til að messa yfir og blessa þann mannfjölda sem saman var komin til að hlýða á hann. Páfi notaði þá tækifærið til gera grein fyrir ummælum sínum í ræðu í Þýskalandi fyrir helgi þar sem hann vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar og ómannúðlegar. Honum þætti afar leitt að ummæli sín hefðu verið túlkuð sem móðgun af múslimum, það hefði ekki verið ætlunin. Hann sagðist hafa viljað með ræðu sinni efna til opinskárrar og einlægrar umræðu um trúmál þar sem gagnkvæm virðing yrði sýnd. Páfi sagði ummælin sem hann hefði vitna ekki endurspegla á nokkurn hátt skoðanir hans. Páfi sagðist vona að útskýringar sínar myndu duga til að lægja öldurnar. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þetta kom fram en töldu flestir leiðtogar múslima það ekki duga, hann yrði að segja þetta sjálfur opinberlega, sem hann hefur nú gert. Svo er eftir að koma í ljós hvort þetta dugir til að róa hinn íslamska heim. Öryggisgæsla hefur verið hert á Ítalíu vegna hótana sem borist hafa, til að mynda frá herskáum klerk í Sómalíu sem hvetur trúbræður sína til að myrða páfa. Umfangsmikil gæsla var við sumdardvalarstað páfa, Gandolfo-kastala, rétt fyrir utan Róm, þar sem hann flutti sunnudagsblessun sína. Þess var þó gætt að öryggisverðir röskuðu ekki bænastundinni. Kveikt var í tveimur kirkjum á Vesturbakkanum í nótt. Sjö kirkjur hafa verið skotmörk öfgamanna síðasta rúma sólahringinn. Eldsprengjum var varpað á fjórar í Nablus á Vesturbakkanum í gær og ráðist á þá fimmtu á Gaza-svæðinu. Kristnir telja aðeins nokkra tugi þúsunda á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem þar sem þrjár milljónir búa. Samskipti milli kristinna og múslima hafa yfirleitt talist góða á því svæði og hefur heimastjórn Palestínumanna reynt hvað hún getur til að tryggja að kristnir hafi fulltrúa á æðstu stöðum. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Páfi kom fram í Róm í morgun til að messa yfir og blessa þann mannfjölda sem saman var komin til að hlýða á hann. Páfi notaði þá tækifærið til gera grein fyrir ummælum sínum í ræðu í Þýskalandi fyrir helgi þar sem hann vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar og ómannúðlegar. Honum þætti afar leitt að ummæli sín hefðu verið túlkuð sem móðgun af múslimum, það hefði ekki verið ætlunin. Hann sagðist hafa viljað með ræðu sinni efna til opinskárrar og einlægrar umræðu um trúmál þar sem gagnkvæm virðing yrði sýnd. Páfi sagði ummælin sem hann hefði vitna ekki endurspegla á nokkurn hátt skoðanir hans. Páfi sagðist vona að útskýringar sínar myndu duga til að lægja öldurnar. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þetta kom fram en töldu flestir leiðtogar múslima það ekki duga, hann yrði að segja þetta sjálfur opinberlega, sem hann hefur nú gert. Svo er eftir að koma í ljós hvort þetta dugir til að róa hinn íslamska heim. Öryggisgæsla hefur verið hert á Ítalíu vegna hótana sem borist hafa, til að mynda frá herskáum klerk í Sómalíu sem hvetur trúbræður sína til að myrða páfa. Umfangsmikil gæsla var við sumdardvalarstað páfa, Gandolfo-kastala, rétt fyrir utan Róm, þar sem hann flutti sunnudagsblessun sína. Þess var þó gætt að öryggisverðir röskuðu ekki bænastundinni. Kveikt var í tveimur kirkjum á Vesturbakkanum í nótt. Sjö kirkjur hafa verið skotmörk öfgamanna síðasta rúma sólahringinn. Eldsprengjum var varpað á fjórar í Nablus á Vesturbakkanum í gær og ráðist á þá fimmtu á Gaza-svæðinu. Kristnir telja aðeins nokkra tugi þúsunda á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem þar sem þrjár milljónir búa. Samskipti milli kristinna og múslima hafa yfirleitt talist góða á því svæði og hefur heimastjórn Palestínumanna reynt hvað hún getur til að tryggja að kristnir hafi fulltrúa á æðstu stöðum. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira