Grunaðir um undirbúning hryðjuverka 8. september 2006 21:06 Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Talsmaður saksóknara í Belgíu segir að töluvert af fullkomnum vopnum og sprengiefni hafi fundist þeegar áhlaup voru gerð á húsakynni á vegum hersins og kaffihús víða um Belgíu. Sautján eru í haldi lögreglunnar í Flanders vegna málsins, þar af hermennirnir ellefu. Líklegt er að þeir sem teknir voru höndum verði ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum, að hafa ólögleg vopn undir höndum, kynþáttafordóma og að hafa neitað því að Helför gyðinga hafi átt sér stað. Hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í gær en rannsókn á málinu hefur staðið í tvö ár og á þeim tíma hafa belgískir lögreglumenn laumað sér inn í öfgasinnuð samtök hægrimanna í landinu. Mennirnir voru allir handteknir í hollenskumælandi hluta Belgíu þar sem flokkur sem berst gegn innflytjendum hefur náð fótfestu. Mennirnir munu allir hafa tilheyrt klofningshóp úr samtökum sem kenna sig við blóð, ættjörð, heiður og tryggð. Leiðtogi hópsins er hermaður sem er sagður hafa ætlað að gera hryðjuverkaáætlanir sínar að veruleika. Höfuðpaurinn er sagður hafa varið tveimur og hálfu ári í að afla liðsstyrks og skipuleggja æfingar með vopn á svæði hersins án vitundar yfirvalda. Alvarlegum glæpum sem tengdir eru kynþáttafordómum hefur fjölgað í Belgíu síðustu mánuði. Það var í maí sem átján ára félagi í öfgasamtökum var ákærður fyrir að hafa myrt hvítt barn og hörundsdökka barnfóstur þess í Antwerpen, annarri stærstu borg Flanders. Erlent Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Talsmaður saksóknara í Belgíu segir að töluvert af fullkomnum vopnum og sprengiefni hafi fundist þeegar áhlaup voru gerð á húsakynni á vegum hersins og kaffihús víða um Belgíu. Sautján eru í haldi lögreglunnar í Flanders vegna málsins, þar af hermennirnir ellefu. Líklegt er að þeir sem teknir voru höndum verði ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum, að hafa ólögleg vopn undir höndum, kynþáttafordóma og að hafa neitað því að Helför gyðinga hafi átt sér stað. Hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í gær en rannsókn á málinu hefur staðið í tvö ár og á þeim tíma hafa belgískir lögreglumenn laumað sér inn í öfgasinnuð samtök hægrimanna í landinu. Mennirnir voru allir handteknir í hollenskumælandi hluta Belgíu þar sem flokkur sem berst gegn innflytjendum hefur náð fótfestu. Mennirnir munu allir hafa tilheyrt klofningshóp úr samtökum sem kenna sig við blóð, ættjörð, heiður og tryggð. Leiðtogi hópsins er hermaður sem er sagður hafa ætlað að gera hryðjuverkaáætlanir sínar að veruleika. Höfuðpaurinn er sagður hafa varið tveimur og hálfu ári í að afla liðsstyrks og skipuleggja æfingar með vopn á svæði hersins án vitundar yfirvalda. Alvarlegum glæpum sem tengdir eru kynþáttafordómum hefur fjölgað í Belgíu síðustu mánuði. Það var í maí sem átján ára félagi í öfgasamtökum var ákærður fyrir að hafa myrt hvítt barn og hörundsdökka barnfóstur þess í Antwerpen, annarri stærstu borg Flanders.
Erlent Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira