Gætu þurft að fresta afplánun einhverra dóma 16. ágúst 2006 18:45 Fangelsi landsins eru yfirfull og ef fram heldur sem horfir þurfa fangelsisyfirvöld að fresta afplánun dóma sumra manna vegna plássleysis. Norrænir fangelsisstjórar ræða meðal annars leiðir til að senda erlenda fanga til síns heima til afplánunar og reyna þannig að taka á vandanum. Lögreglan í Keflavík óskaði í gær eftir því við fangelsismálayfirvöld að færa þrjá menn til gæsluvarðhalds í skamman tíma en var synjað um beiðnina þar sem öll fangelsi eru yfirfull. Að sögn Erlendar Baldurssonar, deildarstjóra hjá Fangelsismálastofnun, hefur ástandið aldrei verið svo slæmt. Stærstur hluti fanga á Íslandi eru menn sk. afplánunarfangar, þ.e. menn sem afplána lengri eða skemmri dóma. Erlendur segir að ef staðan breytist ekki geti komið til þess að fresta þurfi afplánun dóma hjá einhverjum. Það hafi menn ekki upplifað áður hér á landi en grannþjóðirnar glími við slíkan vanda. Það hljóti að vera ákaflega slæmt að dæmdur maður þurfi að bíða eftir afplánun og sé þá kannski í vandræðum og vitleysu á meðan. Það gangi ekki upp. Norrænir fangelsisstjórar funda nú á Egilsstöðum og þar hefur komið fram að yfirfull fangelsi eru ekki aðeins vandamál á Íslandi. Þar ræða menn m.a. hvernig taka eigi á fjölgun erlendra fanga, en þeir eru um þriðjungur fanga hér á landi. Unnið er að hugmyndum um hvernig hægt sé að senda erlenda fanga til síns heima til afplánunar. Erlendur segir þó að það flæki málið svolítið að mannréttindi séu ekki alltaf virt í heimalöndunum og því veigri menn sér við að senda þá þangað. Stefnan hljóti að vera sú að menn séu sendir til síns heima ef þeir brjóti fa sér á Íslandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Fangelsi landsins eru yfirfull og ef fram heldur sem horfir þurfa fangelsisyfirvöld að fresta afplánun dóma sumra manna vegna plássleysis. Norrænir fangelsisstjórar ræða meðal annars leiðir til að senda erlenda fanga til síns heima til afplánunar og reyna þannig að taka á vandanum. Lögreglan í Keflavík óskaði í gær eftir því við fangelsismálayfirvöld að færa þrjá menn til gæsluvarðhalds í skamman tíma en var synjað um beiðnina þar sem öll fangelsi eru yfirfull. Að sögn Erlendar Baldurssonar, deildarstjóra hjá Fangelsismálastofnun, hefur ástandið aldrei verið svo slæmt. Stærstur hluti fanga á Íslandi eru menn sk. afplánunarfangar, þ.e. menn sem afplána lengri eða skemmri dóma. Erlendur segir að ef staðan breytist ekki geti komið til þess að fresta þurfi afplánun dóma hjá einhverjum. Það hafi menn ekki upplifað áður hér á landi en grannþjóðirnar glími við slíkan vanda. Það hljóti að vera ákaflega slæmt að dæmdur maður þurfi að bíða eftir afplánun og sé þá kannski í vandræðum og vitleysu á meðan. Það gangi ekki upp. Norrænir fangelsisstjórar funda nú á Egilsstöðum og þar hefur komið fram að yfirfull fangelsi eru ekki aðeins vandamál á Íslandi. Þar ræða menn m.a. hvernig taka eigi á fjölgun erlendra fanga, en þeir eru um þriðjungur fanga hér á landi. Unnið er að hugmyndum um hvernig hægt sé að senda erlenda fanga til síns heima til afplánunar. Erlendur segir þó að það flæki málið svolítið að mannréttindi séu ekki alltaf virt í heimalöndunum og því veigri menn sér við að senda þá þangað. Stefnan hljóti að vera sú að menn séu sendir til síns heima ef þeir brjóti fa sér á Íslandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira