Alcoa kærir fjórtán mótmælendur 16. ágúst 2006 17:32 Vinna lá niðri hjá fjórtán hundruð manns hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði í morgun. Lögregla klifraði upp í krana til að ná mótmælendum niður. Alcoa Fjarðaál hefur kært fjórtán einstaklinga til lögreglunnar á Eskifirði og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir þetta ekki verða liðið. Um sexleytið í morgun fóru þrettán einstaklingar inn á byggingarsvæði álversins í Reyðarfirði. Lögreglan á Eskifirði var kölluð til og handsamaði flesta þeirra innan stundar. Nokkrir höfðu komið sér fyrir í háum byggingarkrönum eða uppi á húsþökum svo lögreglan átti erfitt með að komast til þeirra. Alls stöðvaðist vinna að einhverju leyti í um átta klukkustundir. Einn mótmælandanna, Erasmus Talbott, sagðist vona að aðgerðir þeirra í dag bæru árangur. Vonandi myndi þetta vekja athygli fólks á málstað mótmælendanna. Alcoa Fjarðarál hefur kært mótmælendurna þrettán og einn að auki sem flutti þá á svæðið og aðstoðaði við innbrotið. Allir nema einn eru erlendir ríkisborgarar. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir kærurnar koma til fyrst og fremst vegna öryggissjónarmiða. Ekki verði liðið að fólk stofni sér og öðrum í lífshættu. Einnig hafi hlotist fjárhagslegt tjón af vinnustöðvun sem hlaupi á tugum milljóna króna. Mótmælendurnir héldu því fram að bygging álversins væri ólögleg og vísuðu í dóm hæstaréttar því til stuðnings. Að sögn Ernu kallar sá dómur hins vegar eftir nýju umhverfismati, sem verið er að ljúka nú, en segir ekkert um lögmæti framkvæmdanna. Aðgerðir mótmælendanna séu ólöglegar og muni ekki verða liðnar verður ekki liðið Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Vinna lá niðri hjá fjórtán hundruð manns hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði í morgun. Lögregla klifraði upp í krana til að ná mótmælendum niður. Alcoa Fjarðaál hefur kært fjórtán einstaklinga til lögreglunnar á Eskifirði og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir þetta ekki verða liðið. Um sexleytið í morgun fóru þrettán einstaklingar inn á byggingarsvæði álversins í Reyðarfirði. Lögreglan á Eskifirði var kölluð til og handsamaði flesta þeirra innan stundar. Nokkrir höfðu komið sér fyrir í háum byggingarkrönum eða uppi á húsþökum svo lögreglan átti erfitt með að komast til þeirra. Alls stöðvaðist vinna að einhverju leyti í um átta klukkustundir. Einn mótmælandanna, Erasmus Talbott, sagðist vona að aðgerðir þeirra í dag bæru árangur. Vonandi myndi þetta vekja athygli fólks á málstað mótmælendanna. Alcoa Fjarðarál hefur kært mótmælendurna þrettán og einn að auki sem flutti þá á svæðið og aðstoðaði við innbrotið. Allir nema einn eru erlendir ríkisborgarar. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir kærurnar koma til fyrst og fremst vegna öryggissjónarmiða. Ekki verði liðið að fólk stofni sér og öðrum í lífshættu. Einnig hafi hlotist fjárhagslegt tjón af vinnustöðvun sem hlaupi á tugum milljóna króna. Mótmælendurnir héldu því fram að bygging álversins væri ólögleg og vísuðu í dóm hæstaréttar því til stuðnings. Að sögn Ernu kallar sá dómur hins vegar eftir nýju umhverfismati, sem verið er að ljúka nú, en segir ekkert um lögmæti framkvæmdanna. Aðgerðir mótmælendanna séu ólöglegar og muni ekki verða liðnar verður ekki liðið
Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira