11 torfærustólar teknir í notkun 14. ágúst 2006 17:30 Íþróttasamband fatlaðra tekur í notkun 11 torfæruhjólastóla á morgun, en þeir hafa staðið óhreyfðir í átta mánuði vegna deilna sambandsins við tollayfirvöld hér á landi. Stólarnir komu til landsins í janúar. ÍF sótti um niðurfellingu aðflutningsgjalda en var hafnað. Málið var kært og var niðurfelling gjalda staðfest nú í júlí. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs ÍF, segir þetta ekki eiga að vera svona erfitt. Þingmenn og aðrir sem völd hafa þurfi að sameinast um að greiða fyrir ýmsum málefnum fatlaðra. Stólar sem þessir séu skilgreindir sem aukatæki þrátt fyrir að mörgum finnist það nauðsynlegt að fatlaðir komist út í náttúruna. Torfærustólar eru ekki ætlaðir til keppni í moldarflagi eins og nafnið bendir til heldur til notkunar á þeim stöðum sem venjulegir hjólastólar komast ekki. Stólarnir komast yfir sand og möl og gera fötluðum þannig kleift að fara ótroðnar slóðir. Einn torfærustóll hefur verið hér á landi síðasta árið en nú bætast ellefu við. Þessi fjöldi var keyptur fyrir ágóða af söfnunarátaki þáttarins Ísland í bítið og Bylgjunnar í júní í fyrra. Anna Karólína segir þetta dæmi um hversu mikið sé hægt að gera þegar fjölmiðlar vilji aðstoða. Samtökin hafi staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum í gegnum tíðina og það hafi kostað baráttu að flytja eitt tæki inn á ári og nú fái þau ellefu stóla á einu bretti. Þetta sé gríðarlega mikilvægt og samtökin séu afar þakklát. Fréttir Innlent Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Íþróttasamband fatlaðra tekur í notkun 11 torfæruhjólastóla á morgun, en þeir hafa staðið óhreyfðir í átta mánuði vegna deilna sambandsins við tollayfirvöld hér á landi. Stólarnir komu til landsins í janúar. ÍF sótti um niðurfellingu aðflutningsgjalda en var hafnað. Málið var kært og var niðurfelling gjalda staðfest nú í júlí. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs ÍF, segir þetta ekki eiga að vera svona erfitt. Þingmenn og aðrir sem völd hafa þurfi að sameinast um að greiða fyrir ýmsum málefnum fatlaðra. Stólar sem þessir séu skilgreindir sem aukatæki þrátt fyrir að mörgum finnist það nauðsynlegt að fatlaðir komist út í náttúruna. Torfærustólar eru ekki ætlaðir til keppni í moldarflagi eins og nafnið bendir til heldur til notkunar á þeim stöðum sem venjulegir hjólastólar komast ekki. Stólarnir komast yfir sand og möl og gera fötluðum þannig kleift að fara ótroðnar slóðir. Einn torfærustóll hefur verið hér á landi síðasta árið en nú bætast ellefu við. Þessi fjöldi var keyptur fyrir ágóða af söfnunarátaki þáttarins Ísland í bítið og Bylgjunnar í júní í fyrra. Anna Karólína segir þetta dæmi um hversu mikið sé hægt að gera þegar fjölmiðlar vilji aðstoða. Samtökin hafi staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum í gegnum tíðina og það hafi kostað baráttu að flytja eitt tæki inn á ári og nú fái þau ellefu stóla á einu bretti. Þetta sé gríðarlega mikilvægt og samtökin séu afar þakklát.
Fréttir Innlent Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira