Ægisdyr vilja frekari rannsóknir á jarðgöngum til Vestmannaeyja 28. júlí 2006 17:00 MYND/Gunnar V. Andrésson Ný skýrsla á vegum Ægisdyra metur kostnað við göng milli lands og Eyja tugum milljörðum lægra en nefnd samgönguráðuneytisins. Formaður Ægisdyra vill að jarðgöngum verði haldið uppi á borðinu þar til frekari rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Forsvarsmenn Ægisdyra, félags áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, kynntu í gær nýja skýrslu um jarðgöng til Vestmannaeyja. Skýrslan var unnin fyrir Ægisdyr af ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult. Kostnaður við jarðgöngin er metinn á rúmlega átján milljarða auk rannsóknarkostnaðar. Nefnd á vegum samgönguráðuneytisins vann skýrslu að beiðni Vegagerðarinnar upp úr sömu rannsóknum en mat kostnaðinn mun meiri eða um 70 milljarða króna. Ingi Sigurðsson, formaður Ægisdyra, segir fyrri skýrsluna hafa túlkað rannsóknirnar á versta veg. Í skýrslu Ægisdyra komi fram að frekari rannsókna sé þörf en ef ekkert stórvægilegt komi upp á sé kostnaðurinn þetta lítill. Eftir að nefnd samgönguráðuneytisins lauk störfum á dögunum kynnti Sturla ríkisstjórninni að starfshópur myndi vinna að undirbúningi hafnargerðar við Bakkafjöru og leita að ákjósanlegri ferju. Ægisdyr krefjast þess nú að samgönguráðuneytið og bæjarstjórn í Vestmannaeyjum taki höndum saman og klári þær rannsóknir sem þarf til að meta möguleikana á göngum til Vestmannaeyja. Bora þurfi í landgrunninn við Heimaey og við land til að meta hversu dýr borunin muni verða. Þessar rannsóknir eigi að gera um leið og rannsóknir varðandi Bakkafjöru fara fram. Samgönguráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Ægisdyra þar sem tekið er fram að samgönguráðuneytið vinni að framtíðarlausnum í samgöngumálum Vestmannaeyja. Skýrsla Ægisdyra verði skoðuð en vinna við hafnargerð í Bakkafjöru mun halda áfram. Fréttir Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Ný skýrsla á vegum Ægisdyra metur kostnað við göng milli lands og Eyja tugum milljörðum lægra en nefnd samgönguráðuneytisins. Formaður Ægisdyra vill að jarðgöngum verði haldið uppi á borðinu þar til frekari rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Forsvarsmenn Ægisdyra, félags áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, kynntu í gær nýja skýrslu um jarðgöng til Vestmannaeyja. Skýrslan var unnin fyrir Ægisdyr af ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult. Kostnaður við jarðgöngin er metinn á rúmlega átján milljarða auk rannsóknarkostnaðar. Nefnd á vegum samgönguráðuneytisins vann skýrslu að beiðni Vegagerðarinnar upp úr sömu rannsóknum en mat kostnaðinn mun meiri eða um 70 milljarða króna. Ingi Sigurðsson, formaður Ægisdyra, segir fyrri skýrsluna hafa túlkað rannsóknirnar á versta veg. Í skýrslu Ægisdyra komi fram að frekari rannsókna sé þörf en ef ekkert stórvægilegt komi upp á sé kostnaðurinn þetta lítill. Eftir að nefnd samgönguráðuneytisins lauk störfum á dögunum kynnti Sturla ríkisstjórninni að starfshópur myndi vinna að undirbúningi hafnargerðar við Bakkafjöru og leita að ákjósanlegri ferju. Ægisdyr krefjast þess nú að samgönguráðuneytið og bæjarstjórn í Vestmannaeyjum taki höndum saman og klári þær rannsóknir sem þarf til að meta möguleikana á göngum til Vestmannaeyja. Bora þurfi í landgrunninn við Heimaey og við land til að meta hversu dýr borunin muni verða. Þessar rannsóknir eigi að gera um leið og rannsóknir varðandi Bakkafjöru fara fram. Samgönguráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Ægisdyra þar sem tekið er fram að samgönguráðuneytið vinni að framtíðarlausnum í samgöngumálum Vestmannaeyja. Skýrsla Ægisdyra verði skoðuð en vinna við hafnargerð í Bakkafjöru mun halda áfram.
Fréttir Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira