Öryggisráðið kallar ekki til vopnahlés í Líbanon 16. júlí 2006 13:15 Slökkviliðsmenn reyna að slökkva eld í orkuveri í Jiyeh, úthverfi Beirút MYND/AP Ekki náðist samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu. Forsætisráðherra Líbanons kallaði í gær eftir vopnahléi í Líbanon sem framfylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, en loftárásir Ísraela hafa nú banað yfir hundrað manns á fimm dögum, en langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Talsmaður Líbana hjá Sameinuðu þjóðunum sagði þetta mjög slæm skilaboð, ekki bara til Líbana, heldur til allra Araba. Ísraelar gera nú loftárásir á Beirút og sprengdu meðal annars raforkuver í morgun, auk þess sem líbönsk sjónvarpsstöð datt úr loftinu í morgun eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar hennar. Skammdrægar eldflaugar frá Líbanon sprengdu í morgun ísraelsku hafnarborgina Haifa og féllu þar að minnsta kosti níu manns. Hezbollah skæruliðasamtökin hafa lýst sprengingunni á hendur sér og sagt hana í hefndarskyni fyrir alla þá líbönsku borgara sem fallið hafa. George Bush ver aðgerðir Ísraela á fundi helstu iðnríkja heims sem fram fer í Sankti Pétursborg þessa dagana og segir þá vera í fullum rétti að verja sig gegn hryðjuverkaárásum. Jaques Chirac, forseti Frakklands, er hins vegar á öndverðum meiði og dregur taum Líbanons, líkt og Pútín forseti Rússlands. Ekki er því talið víst að leiðtogarnir nái að komast að samkomulagi um hvað gera beri í ástandinu sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent Fréttir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira
Ekki náðist samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu. Forsætisráðherra Líbanons kallaði í gær eftir vopnahléi í Líbanon sem framfylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, en loftárásir Ísraela hafa nú banað yfir hundrað manns á fimm dögum, en langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Talsmaður Líbana hjá Sameinuðu þjóðunum sagði þetta mjög slæm skilaboð, ekki bara til Líbana, heldur til allra Araba. Ísraelar gera nú loftárásir á Beirút og sprengdu meðal annars raforkuver í morgun, auk þess sem líbönsk sjónvarpsstöð datt úr loftinu í morgun eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar hennar. Skammdrægar eldflaugar frá Líbanon sprengdu í morgun ísraelsku hafnarborgina Haifa og féllu þar að minnsta kosti níu manns. Hezbollah skæruliðasamtökin hafa lýst sprengingunni á hendur sér og sagt hana í hefndarskyni fyrir alla þá líbönsku borgara sem fallið hafa. George Bush ver aðgerðir Ísraela á fundi helstu iðnríkja heims sem fram fer í Sankti Pétursborg þessa dagana og segir þá vera í fullum rétti að verja sig gegn hryðjuverkaárásum. Jaques Chirac, forseti Frakklands, er hins vegar á öndverðum meiði og dregur taum Líbanons, líkt og Pútín forseti Rússlands. Ekki er því talið víst að leiðtogarnir nái að komast að samkomulagi um hvað gera beri í ástandinu sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs.
Erlent Fréttir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira