Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við 30. júní 2006 15:04 Ólafur Þórðarson hefur stýrt Skagamönnum síðan árið 1999 Mynd/Valli Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Yfirlýsing frá Rekstrarfélagi meistara- og 2. flokks Knattspyrnufélags ÍAStjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA og Ólafur Þórðarson hafa komist að samkomulagi þess efnis að Ólafur hætti þjálfun liðsins sem hann hefur gert með góðum árangri frá árinu 1999. Stjórn rekstrarfélagsins vill þakka Ólafi kærlega fyrir farsælt og óeigingjarnt starf fyrir félagið og hefur hann sýnt það í verki á undanförnum árum að hann ber ávallt hag félagsins fyrir brjósti.Það er von stjórnar félagsins að þær breytingar sem nú verða muni leiða til þess að liðið nái þeim styrk og getu sem í því býr. Stjórnin skorar nú á alla leikmenn, stuðningsmenn og velunnara liðsins að aðstoða okkur í þeirri grimmilegu baráttu sem framundan er. Oft hefur verið þörf en nú er algjör nauðsyn.Stjórn félagsins hefur fengið þá Arnar og Bjarki Gunnlaugssyni til að taka við þjálfun liðsins til loka móts og munu þeir taka við því starfi frá og með deginum í dag.Stjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA vill að endingu þakka Ólafi enn og aftur fyrir sitt framlag fyrir félagið um leið og það óskar þeim bræðrum alls hins besta við stjórnun liðsins. Yfirlýsing frá Ólafi ÞórðarsyniAð vel íhuguðu máli hef ég hef tekið ákvörðun um að segja starfi mínu lausu sem þjálfari meistaraflokks ÍA og er hún gerð í fullu samráði og sátt við stjórn félagsins. Þetta geri ég með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og vil ég með þessari ákvörðun axla mína ábyrgð á gengi liðsins í sumar.Jafnframt skora ég á leikmenn liðsins að axla sína ábyrgð og rífa sig upp úr þeirri deyfð sem hvílt hefur á liðinu í sumar, því ég veit að í liðinu býr miklu meiri geta en það hefur náð að sýna. Einnig hvet ég alla stuðningsmenn liðsins til að flykkjast á bakvið liðið og styrkja það í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er.Ég vil þakka leikmönnum, stjórn og öllum þeim sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum fyrir gott samstarf og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa stutt diggilega við bakið á liðinu fyrir þeirra framlag.Að lokum vil ég óska Knattspyrnufélgi ÍA alls hins besta í framtíðinni og vonast til þess að þessar breytingar verði til þess að félagið haldi áfram að vera stórveldi í íslenskri knattspyrnu.Fótboltakveðja Ólafur Þórðarson Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Innlent Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Yfirlýsing frá Rekstrarfélagi meistara- og 2. flokks Knattspyrnufélags ÍAStjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA og Ólafur Þórðarson hafa komist að samkomulagi þess efnis að Ólafur hætti þjálfun liðsins sem hann hefur gert með góðum árangri frá árinu 1999. Stjórn rekstrarfélagsins vill þakka Ólafi kærlega fyrir farsælt og óeigingjarnt starf fyrir félagið og hefur hann sýnt það í verki á undanförnum árum að hann ber ávallt hag félagsins fyrir brjósti.Það er von stjórnar félagsins að þær breytingar sem nú verða muni leiða til þess að liðið nái þeim styrk og getu sem í því býr. Stjórnin skorar nú á alla leikmenn, stuðningsmenn og velunnara liðsins að aðstoða okkur í þeirri grimmilegu baráttu sem framundan er. Oft hefur verið þörf en nú er algjör nauðsyn.Stjórn félagsins hefur fengið þá Arnar og Bjarki Gunnlaugssyni til að taka við þjálfun liðsins til loka móts og munu þeir taka við því starfi frá og með deginum í dag.Stjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA vill að endingu þakka Ólafi enn og aftur fyrir sitt framlag fyrir félagið um leið og það óskar þeim bræðrum alls hins besta við stjórnun liðsins. Yfirlýsing frá Ólafi ÞórðarsyniAð vel íhuguðu máli hef ég hef tekið ákvörðun um að segja starfi mínu lausu sem þjálfari meistaraflokks ÍA og er hún gerð í fullu samráði og sátt við stjórn félagsins. Þetta geri ég með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og vil ég með þessari ákvörðun axla mína ábyrgð á gengi liðsins í sumar.Jafnframt skora ég á leikmenn liðsins að axla sína ábyrgð og rífa sig upp úr þeirri deyfð sem hvílt hefur á liðinu í sumar, því ég veit að í liðinu býr miklu meiri geta en það hefur náð að sýna. Einnig hvet ég alla stuðningsmenn liðsins til að flykkjast á bakvið liðið og styrkja það í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er.Ég vil þakka leikmönnum, stjórn og öllum þeim sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum fyrir gott samstarf og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa stutt diggilega við bakið á liðinu fyrir þeirra framlag.Að lokum vil ég óska Knattspyrnufélgi ÍA alls hins besta í framtíðinni og vonast til þess að þessar breytingar verði til þess að félagið haldi áfram að vera stórveldi í íslenskri knattspyrnu.Fótboltakveðja Ólafur Þórðarson
Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Innlent Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira