Lykilatriði að auka upplýsingaflæði og gegnsæi 3. maí 2006 22:47 MYND/Stöð 2 Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. Tryggvi Þór Herbertsson og Fredric Mishkin, einn virtasti hagfræðingur í heimi á sviði fjármálastöðugleika, kynntu skýrslu sína um stöðugleika í íslensku efnahagslífi sem unnin var fyrir fjármálamönnum og erlendum fjölmiðlum á borð við New York Times, Wall Street Journal og Bloomberg í New York. Í skýrslunni kemur fram að þótt nokkurt ójafnvægi sé nú í íslensku efnahagslífi muni séu litlar líkur á algjöru hruni. Höfundar skýrslunnar segja engu að síður að vegna smæðar íslenska hagkerfisins sé það viðkvæmt fyrir jafnvel litlum sveiflum á fjármagnsflæði á alþjóðavettvangi. Ef upplýsingaflæði og gangsæi sé ekki nóg geti fjárfestar farið að trúa að eitthvað sé að jafnvel þótt svo sé ekki og þá geti illa farið. Eina ráðið við þessu sé að auka upplýsingar og gegnsæi í íslenska hagkerfinu. Þetta er eitt þeirra fjögurra atriða sem Mishkin og Tryggvi telja að breyta þurfi til að stuðla að auknum stöðugleika hér á landi. Þeir leggja einnig til að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markað, en húsnæðisverð hefur keyrt upp verðbólguna hér á landi. Þá vilja þeir að Fjármálaeftirlitið verði fært undir Seðlabankann. Tryggvi segir meðal annars að Seðlabankinn geti ýtt lausafé inn í hagkerfið ef það sé óstöðugt en það geti Fjármálaeftirlitið ekki. Þá séu hin augljósu sanninda að Ísland sé örríki og þar sé stjórn þessara mála að hans mati betur komin í einni stofnun. Tryggi segir aðspurður að það skipti máli að mikils metinn maður eins og Fredric Mishkin hafi verið fenginn til að vinna skýrsluna og kynna hana fyrir erlendum fjölmiðlum. Mishkin sé mjög virtur innan hagfræðinnar og Tryggvi segir að tæplega hefðu jafnmargir komið og hlustað á hann sjálfan kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. Tryggvi Þór Herbertsson og Fredric Mishkin, einn virtasti hagfræðingur í heimi á sviði fjármálastöðugleika, kynntu skýrslu sína um stöðugleika í íslensku efnahagslífi sem unnin var fyrir fjármálamönnum og erlendum fjölmiðlum á borð við New York Times, Wall Street Journal og Bloomberg í New York. Í skýrslunni kemur fram að þótt nokkurt ójafnvægi sé nú í íslensku efnahagslífi muni séu litlar líkur á algjöru hruni. Höfundar skýrslunnar segja engu að síður að vegna smæðar íslenska hagkerfisins sé það viðkvæmt fyrir jafnvel litlum sveiflum á fjármagnsflæði á alþjóðavettvangi. Ef upplýsingaflæði og gangsæi sé ekki nóg geti fjárfestar farið að trúa að eitthvað sé að jafnvel þótt svo sé ekki og þá geti illa farið. Eina ráðið við þessu sé að auka upplýsingar og gegnsæi í íslenska hagkerfinu. Þetta er eitt þeirra fjögurra atriða sem Mishkin og Tryggvi telja að breyta þurfi til að stuðla að auknum stöðugleika hér á landi. Þeir leggja einnig til að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markað, en húsnæðisverð hefur keyrt upp verðbólguna hér á landi. Þá vilja þeir að Fjármálaeftirlitið verði fært undir Seðlabankann. Tryggvi segir meðal annars að Seðlabankinn geti ýtt lausafé inn í hagkerfið ef það sé óstöðugt en það geti Fjármálaeftirlitið ekki. Þá séu hin augljósu sanninda að Ísland sé örríki og þar sé stjórn þessara mála að hans mati betur komin í einni stofnun. Tryggi segir aðspurður að það skipti máli að mikils metinn maður eins og Fredric Mishkin hafi verið fenginn til að vinna skýrsluna og kynna hana fyrir erlendum fjölmiðlum. Mishkin sé mjög virtur innan hagfræðinnar og Tryggvi segir að tæplega hefðu jafnmargir komið og hlustað á hann sjálfan kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira