Playstation 3 ekki í góðum málum 21. desember 2006 00:01 Playstation 3 gerir ekki sömu gloríur og framleiðendur hennar vonuðu. Margir markaðssérfræðingar segja að fá fyrirtæki í ár hafi klúðrað málunum jafn gróflega og Sony. Sony átti stærstu hlutdeildina í tölvuleikjamarkaðnum fyrir stuttu, en þar réði Playstation 2 ríkjum. Sony menn spáðu svo þriðju kynslóð leikjatölvunnar miklum vinsældum en allt hefur komið fyrir ekki. Playstation 3 hefur selst illa. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki næstum því öllum kostum gætt sem framleiðendur hennar vonuðu og leita æ fleiri á náðir annara fyrirtækja til þess að svala losta sínum í tölvuspil. Nintendo Wii er ótvíræður sigurvegari þessa árs, en hún hefur slegið öllum sölutölum við. Í öðru sæti er Xbox tölvan sem nálgast 10 milljóna eintaka múrinn, og langt á eftir er Playstation 3. Sony menn þurfa því að drífa sig aftur að teikniborðinu og leysa þennan vanda fljótt, áður en það er um seinan, því áður hafa vinsælar tölvur horfið af sjónarsviðinu á svipaðan hátt, til dæmis framleiddu Sega ekki fleiri leikjatölvur eftir að Dreamcast leit dagsins ljós. Leikjavísir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið
Margir markaðssérfræðingar segja að fá fyrirtæki í ár hafi klúðrað málunum jafn gróflega og Sony. Sony átti stærstu hlutdeildina í tölvuleikjamarkaðnum fyrir stuttu, en þar réði Playstation 2 ríkjum. Sony menn spáðu svo þriðju kynslóð leikjatölvunnar miklum vinsældum en allt hefur komið fyrir ekki. Playstation 3 hefur selst illa. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki næstum því öllum kostum gætt sem framleiðendur hennar vonuðu og leita æ fleiri á náðir annara fyrirtækja til þess að svala losta sínum í tölvuspil. Nintendo Wii er ótvíræður sigurvegari þessa árs, en hún hefur slegið öllum sölutölum við. Í öðru sæti er Xbox tölvan sem nálgast 10 milljóna eintaka múrinn, og langt á eftir er Playstation 3. Sony menn þurfa því að drífa sig aftur að teikniborðinu og leysa þennan vanda fljótt, áður en það er um seinan, því áður hafa vinsælar tölvur horfið af sjónarsviðinu á svipaðan hátt, til dæmis framleiddu Sega ekki fleiri leikjatölvur eftir að Dreamcast leit dagsins ljós.
Leikjavísir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið