Aeroflot kaupir ekki Boeing-vélar 15. nóvember 2006 08:15 Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. Að sögn Valery Okulov, forstjóra Aeroflot, fékkst ekki fjárveiting frá stjórnvöldum vegna kaupanna og rann samningurinn því út í sandinn. Stjórnmálaskýrendur geta sér þess til að viðræður á milli Aeroflot og Boeing hafi siglt í strand eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að setja viðskiptabann á rússneska hergagnaútflytjandann Rosoboronexport og herþotuframleiðandann Sukhol, sem eiga í viðskiptasamböndum við Írana. Flugfélagið íhugaði að endurnýja flugflota sinn sem samanstendur að mestu af Ilyushin-vélum. Vélarnar eru komnar til ára sinna og hafa þær bilað alloft. Aeroflot hefur sömuleiðis stefnt að því að kaupa 22 Airbus 350 XWB farþegaþotur á árunum 2012 til 2013. Okulov benti hins vegar á að það væri óvíst hvort af kaupunum yrði þar sem Airbus ætti við framleiðsluvanda að stríða og hafi Aeroflot ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. Að sögn Valery Okulov, forstjóra Aeroflot, fékkst ekki fjárveiting frá stjórnvöldum vegna kaupanna og rann samningurinn því út í sandinn. Stjórnmálaskýrendur geta sér þess til að viðræður á milli Aeroflot og Boeing hafi siglt í strand eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að setja viðskiptabann á rússneska hergagnaútflytjandann Rosoboronexport og herþotuframleiðandann Sukhol, sem eiga í viðskiptasamböndum við Írana. Flugfélagið íhugaði að endurnýja flugflota sinn sem samanstendur að mestu af Ilyushin-vélum. Vélarnar eru komnar til ára sinna og hafa þær bilað alloft. Aeroflot hefur sömuleiðis stefnt að því að kaupa 22 Airbus 350 XWB farþegaþotur á árunum 2012 til 2013. Okulov benti hins vegar á að það væri óvíst hvort af kaupunum yrði þar sem Airbus ætti við framleiðsluvanda að stríða og hafi Aeroflot ekkert heyrt frá fyrirtækinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira