Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir flugfélögin: Eru samstiga í verðhækkunum 14. nóvember 2006 06:45 Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10-12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og gjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 147 prósent á síðustu þremur árum. „Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúmlega tvöfalt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. Sem dæmi má nefna að Iceland Express rukkar farþega um 7.290 krónur í skatta og gjöld á flugleiðinni til Alicante, sem er margföld skattaupphæð á þessari leið." Runólfur segir að önnur flugfélög, eins og Heimsferðir, innheimti mun lægri upphæð í skatta og gjöld á þessari leið. Runólfur segir merkilegt að afkoma Icelandair og Iceland Express hafi batnað þrátt fyrir hátt olíuverð. Nýlega kom fram að áætlaður hagnaður Iceland Express væri um 600 milljónir króna á þessu ári og hefur aukist um 100 prósent frá síðasta ári. „Vissulega er það góðs viti ef félög skila góðum rekstri en hækkanir félaganna á þjónustugjöldum eiga sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum og því má draga þá ályktun að þannig sé hluti hagnaðarins tilkominn." Runólfur segir að þessum upplýsingum verði beint til samkeppnisyfirvalda ekki síst í ljósi þess að nú sé hægt að sjá eignatengingu á milli Icelandair og Iceland Express eftir að hluthafar í Icelandair eignuðust meirihluta í Iceland Express. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir eignatengsl þessara félaga ekki eins mikil og látið sé af og að þetta mál sé nú þegar í skoðun hjá samkeppniseftirlitinu. Birgir segir lækkun á gengi íslensku krónunnar og olíuhækkun hafa sett mikinn strik í reikninginn á árunum 2003 og 2004 og því hafi þurft að hækka fargjöldin. „Þá er Leifsstöð mjög dýr flugvöllur og þar eru innheimt 2-3 sinnum hærri gjöld miðað við aðra flugvelli sem Iceland Express flýgur um." Birgir segir betri afkomu fyrirtækisins tilkomna vegna meiri hagkvæmni í rekstri og segir samkeppni milli flugrekstraraðila mikla á Íslandi. Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10-12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og gjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 147 prósent á síðustu þremur árum. „Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúmlega tvöfalt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. Sem dæmi má nefna að Iceland Express rukkar farþega um 7.290 krónur í skatta og gjöld á flugleiðinni til Alicante, sem er margföld skattaupphæð á þessari leið." Runólfur segir að önnur flugfélög, eins og Heimsferðir, innheimti mun lægri upphæð í skatta og gjöld á þessari leið. Runólfur segir merkilegt að afkoma Icelandair og Iceland Express hafi batnað þrátt fyrir hátt olíuverð. Nýlega kom fram að áætlaður hagnaður Iceland Express væri um 600 milljónir króna á þessu ári og hefur aukist um 100 prósent frá síðasta ári. „Vissulega er það góðs viti ef félög skila góðum rekstri en hækkanir félaganna á þjónustugjöldum eiga sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum og því má draga þá ályktun að þannig sé hluti hagnaðarins tilkominn." Runólfur segir að þessum upplýsingum verði beint til samkeppnisyfirvalda ekki síst í ljósi þess að nú sé hægt að sjá eignatengingu á milli Icelandair og Iceland Express eftir að hluthafar í Icelandair eignuðust meirihluta í Iceland Express. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir eignatengsl þessara félaga ekki eins mikil og látið sé af og að þetta mál sé nú þegar í skoðun hjá samkeppniseftirlitinu. Birgir segir lækkun á gengi íslensku krónunnar og olíuhækkun hafa sett mikinn strik í reikninginn á árunum 2003 og 2004 og því hafi þurft að hækka fargjöldin. „Þá er Leifsstöð mjög dýr flugvöllur og þar eru innheimt 2-3 sinnum hærri gjöld miðað við aðra flugvelli sem Iceland Express flýgur um." Birgir segir betri afkomu fyrirtækisins tilkomna vegna meiri hagkvæmni í rekstri og segir samkeppni milli flugrekstraraðila mikla á Íslandi.
Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira