Sjóræningjaafli af Reykjaneshrygg í eigu Landsbankans 3. nóvember 2006 03:30 Landsbanki Íslands er skráður eigandi afla af ólöglega veiddum karfa sem landað var úr skipinu Thorgull í Hong Kong þann 17. október síðastliðinn samkvæmt skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Svipað tilvik kom upp í september þar sem Landsbankinn var skráður eigandi ólöglegs afla flutningaskipsins Polestar sem einnig var landað í Hong Kong. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir fréttir af þessu hafa komið þeim á óvart. "Við erum með þá þjónustu hjá Landsbankanum að við veitum afurðalán út á birgðir til þeirra sem kaupa og selja fiskinn, ekki til þeirra sem eru að veiða. Aflinn er á okkar nafni til að tryggja að við höfum hald í vörunni." Afli Thorgull var veiddur á Reykjaneshrygg af skipinu Pavlovsk, sem er undir eftirliti Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Þegar Pavlovsk lagði að bryggju í Eistlandi 23. október síðastliðinn leiddi eftirlit í ljós að um 230 tonnum var umskipað yfir í Thorgull 27. ágúst. Að sögn Kjartans Höydal, framkvæmdastjóra NEAFC hefur fánaríkið, sem er Bahamaeyjar í tilviki Thorgull, og norskir eigendur skipsins brugðist skjótt við athugasemdum nefndarinnar. Höydal segir nefndina aðallega eiga samskipti við fánaríki og það sé stjórnvalda í hverju ríki að eiga við þá sem fjármagna ólöglegar veiðar. "En það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við það. Vandamálið er að þeir sem fjármagna veiðar vita yfirleitt ekki hvað þeir eru að fjármagna." Eftir að þetta kom upp í fyrra skiptið breytti Landsbankinn lánasamningum á þann hátt að yrðu menn uppvísir að kaupum á ólöglegum afla yrði samningnum rift, til þess að menn væru ekki að lenda í þessu grandalausir að sögn Sigurjóns. "Auðvitað viljum við ekki að það sé verið að stunda viðskipti með þessum hætti. Það eru hagsmunir þessa banka að allt sé heiðarlegt. Og það eru hagsmunir okkar sem Íslendinga að það sé rétt að þessum málum staðið." Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir afar sjaldgæft að íslensk fyrirtæki tengist sjóræningjaveiðum. Stefán segir allsherjarúttekt á þessum málum vera í gangi í sjávarútvegsráðuneytinu. Stefán útilokar ekki að frumvarp um þessi mál verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Landsbanki Íslands er skráður eigandi afla af ólöglega veiddum karfa sem landað var úr skipinu Thorgull í Hong Kong þann 17. október síðastliðinn samkvæmt skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Svipað tilvik kom upp í september þar sem Landsbankinn var skráður eigandi ólöglegs afla flutningaskipsins Polestar sem einnig var landað í Hong Kong. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir fréttir af þessu hafa komið þeim á óvart. "Við erum með þá þjónustu hjá Landsbankanum að við veitum afurðalán út á birgðir til þeirra sem kaupa og selja fiskinn, ekki til þeirra sem eru að veiða. Aflinn er á okkar nafni til að tryggja að við höfum hald í vörunni." Afli Thorgull var veiddur á Reykjaneshrygg af skipinu Pavlovsk, sem er undir eftirliti Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Þegar Pavlovsk lagði að bryggju í Eistlandi 23. október síðastliðinn leiddi eftirlit í ljós að um 230 tonnum var umskipað yfir í Thorgull 27. ágúst. Að sögn Kjartans Höydal, framkvæmdastjóra NEAFC hefur fánaríkið, sem er Bahamaeyjar í tilviki Thorgull, og norskir eigendur skipsins brugðist skjótt við athugasemdum nefndarinnar. Höydal segir nefndina aðallega eiga samskipti við fánaríki og það sé stjórnvalda í hverju ríki að eiga við þá sem fjármagna ólöglegar veiðar. "En það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við það. Vandamálið er að þeir sem fjármagna veiðar vita yfirleitt ekki hvað þeir eru að fjármagna." Eftir að þetta kom upp í fyrra skiptið breytti Landsbankinn lánasamningum á þann hátt að yrðu menn uppvísir að kaupum á ólöglegum afla yrði samningnum rift, til þess að menn væru ekki að lenda í þessu grandalausir að sögn Sigurjóns. "Auðvitað viljum við ekki að það sé verið að stunda viðskipti með þessum hætti. Það eru hagsmunir þessa banka að allt sé heiðarlegt. Og það eru hagsmunir okkar sem Íslendinga að það sé rétt að þessum málum staðið." Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir afar sjaldgæft að íslensk fyrirtæki tengist sjóræningjaveiðum. Stefán segir allsherjarúttekt á þessum málum vera í gangi í sjávarútvegsráðuneytinu. Stefán útilokar ekki að frumvarp um þessi mál verði lagt fram á yfirstandandi þingi.
Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira