Gerðu heimildarmynd um aktívisma 2. nóvember 2006 16:15 Ný heimildarmynd þeirra um aktívisma hjá ungu fólki verður frumsýnd á næstunni. MYND/Hörður Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Verður myndin sýnd í framhaldsskólum og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. "Ég vann hjá Amnesty International við að skrá fólk í samtökin og segja því frá Amnesty og tók eftir því að ungt fólk er mjög áhugasamt um aktívisma og að hafa áhrif á samfélagið. Það veit bara ekki hvaða leiðir eru notaðar og kannast ekki við hugtakið," segir Áslaug, sem leggur stund á mannfræði í háskólanum, en Garðar les aftur á móti hagfræði. "Í myndinni erum við að taka saman hvað er að gerast í íslenskum aktívisma hjá ungu fólki og sýna að það er hægt að fara margar leiðir til að hafa áhrif, t.d. fara í mótmælagöngur, halda tónleika eða skrifa bréf til stjórnvalda," segir Áslaug. Aðspurð segir hún aktívisma vera það að hafa með virkum hætti áhrif á samfélagið. "Þetta er mjög vítt og opið hugtak og nær yfir margar aðgerðir. Það fer eftir túlkun hvers og eins." Þau Áslaug og Garðar, sem unnu myndina í sameiningu, sóttu um styrk úr Nýsköpunarsjóði og sjóði fyrir ungt fólk í Evrópu til að vinna myndina, auk þess sem Amnesty International styrkti gerð hennar. Upptökur hófust í lok maí. "Við hittum mikið af frábæru fólki sem er að gera magnaða hluti. Við fórum upp á Kárahnjúka, mættum á alls konar samkomur og tókum viðtöl við fullt af fólki, meðal annars meðlimi félagsins Ísland-Palestína, fólk úr náttúrverndarbaráttu og félaga í Amnesty," segir Áslaug, sem starfar enn í hlutastarfi hjá samtökunum. Plötusnúðurinn Hermigervill, sem hefur gefið út tvær vel heppnaðar plötur, semur alla tónlistina í myndinni. Stefnt er á frumsýningu hennar í nóvember. Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Verður myndin sýnd í framhaldsskólum og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. "Ég vann hjá Amnesty International við að skrá fólk í samtökin og segja því frá Amnesty og tók eftir því að ungt fólk er mjög áhugasamt um aktívisma og að hafa áhrif á samfélagið. Það veit bara ekki hvaða leiðir eru notaðar og kannast ekki við hugtakið," segir Áslaug, sem leggur stund á mannfræði í háskólanum, en Garðar les aftur á móti hagfræði. "Í myndinni erum við að taka saman hvað er að gerast í íslenskum aktívisma hjá ungu fólki og sýna að það er hægt að fara margar leiðir til að hafa áhrif, t.d. fara í mótmælagöngur, halda tónleika eða skrifa bréf til stjórnvalda," segir Áslaug. Aðspurð segir hún aktívisma vera það að hafa með virkum hætti áhrif á samfélagið. "Þetta er mjög vítt og opið hugtak og nær yfir margar aðgerðir. Það fer eftir túlkun hvers og eins." Þau Áslaug og Garðar, sem unnu myndina í sameiningu, sóttu um styrk úr Nýsköpunarsjóði og sjóði fyrir ungt fólk í Evrópu til að vinna myndina, auk þess sem Amnesty International styrkti gerð hennar. Upptökur hófust í lok maí. "Við hittum mikið af frábæru fólki sem er að gera magnaða hluti. Við fórum upp á Kárahnjúka, mættum á alls konar samkomur og tókum viðtöl við fullt af fólki, meðal annars meðlimi félagsins Ísland-Palestína, fólk úr náttúrverndarbaráttu og félaga í Amnesty," segir Áslaug, sem starfar enn í hlutastarfi hjá samtökunum. Plötusnúðurinn Hermigervill, sem hefur gefið út tvær vel heppnaðar plötur, semur alla tónlistina í myndinni. Stefnt er á frumsýningu hennar í nóvember.
Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“