Eftir höfðinu dansa limirnir 25. október 2006 00:01 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander. Hundur er alltaf hundur, jafnvel þótt maður segi honum að vera köttur. Fyrir um fjórum árum fóru þeir Ármann Þorvaldsson og Helgi Bergs fyrir hönd Kaupþings til London til að undirbúa starfsemi bankans í Bretlandi. Þremur árum og sjötíu starfsmönnum síðar keypti Kaupþing bankann Singer & Friedlander, sem hefur verið sameinaður við Kaupþing í Bretlandi undir nafninu Kaupthing Singer & Friedlander og er Ármann forstjóri sameinaðs banka. Undir honum starfa nú 500 manns, sem komu frá Singer & Friedlander, um 70 manns sem komu frá Kaupþingi í Bretlandi og um 50 sem hafa verið ráðnir til starfa eftir sameininguna. Viðhorf til vinnu og menning bankanna tveggja var mjög ólík. Undanfarið ár hefur Ármann því unnið hörðum höndum að því að breyta menningu Singer & Friedlanders, sem fyrir metnaðarfulla Kaupþingsmenninguna þótti heldur til þunglamaleg. Síðan um áramótin hefur Kaupþing ráðið 150 manns til starfa og 110 hafa hætt eða verið sagt upp. Starfsmannabreytingar segir Ármann hafa verið óhjákvæmilegar, enda sé mjög erfitt að breyta kúltúr án þess að breyta um starfsfólk. Frá því að við sameinuðumst hafa margir nýir framkvæmdastjórar bæst í hópinn og aðrir þurft að fara fyrir vikið. Stærsta málið er nefnilega alltaf að breyta stjórnendunum sem hafa mikil áhrif á fólkið í kringum sig. Eftir höfðinu dansa limirnir. Hann segir þó margt starfsfólk hafa hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttu hugarfari. Ármann segist fyrst og fremst líta til þess að starfsfólk sameinaðs banka hafi líkan hugsanagang og gengur og gerist innan Kaupþings. Við hugsum fyrst og fremst um að ráða og halda í fólk sem er mjög drifið, kann og vill ná árangri. Ef það býr yfir þeim eiginleikum þá á það vel við okkar menningu. Hann segir jafnframt hæfileika til þess að byggja upp persónuleg sambönd gríðarlega mikilvægan eiginleika sem leitað sé eftir í starfsfólki. Íslensk fyrirtæki hafa farið nokkuð ólíkar leiðir að sinni útrás hvað varðar samþættingu eftir samruna. Að mati Ármanns er að sama skapi mjög misjafnt hversu stórt hlutverk fyrirtækjamenningin hefur spilað í þessari þróun. Stefnan hjá Kaupþingi verður alltaf, í það minnsta til lengri tíma litið, að búa til eitt fyrirtæki með sameiginlega menningu. Í mörgum öðrum tilfellum hefur útrásin byggst á því að kaupa fyrirtæki og láta þeim eftir að stjórna sínum rekstri. Á þann hátt held ég að menning fyrirtækisins breytist lítið. Jafnvel þótt Íslendingarnir hafi þá menn í stjórn og stjórnin hafi einhver áhrif, þá verður það ekki nóg til að breyta rótgrónum kúltúr fyrirtækis. Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Fyrir um fjórum árum fóru þeir Ármann Þorvaldsson og Helgi Bergs fyrir hönd Kaupþings til London til að undirbúa starfsemi bankans í Bretlandi. Þremur árum og sjötíu starfsmönnum síðar keypti Kaupþing bankann Singer & Friedlander, sem hefur verið sameinaður við Kaupþing í Bretlandi undir nafninu Kaupthing Singer & Friedlander og er Ármann forstjóri sameinaðs banka. Undir honum starfa nú 500 manns, sem komu frá Singer & Friedlander, um 70 manns sem komu frá Kaupþingi í Bretlandi og um 50 sem hafa verið ráðnir til starfa eftir sameininguna. Viðhorf til vinnu og menning bankanna tveggja var mjög ólík. Undanfarið ár hefur Ármann því unnið hörðum höndum að því að breyta menningu Singer & Friedlanders, sem fyrir metnaðarfulla Kaupþingsmenninguna þótti heldur til þunglamaleg. Síðan um áramótin hefur Kaupþing ráðið 150 manns til starfa og 110 hafa hætt eða verið sagt upp. Starfsmannabreytingar segir Ármann hafa verið óhjákvæmilegar, enda sé mjög erfitt að breyta kúltúr án þess að breyta um starfsfólk. Frá því að við sameinuðumst hafa margir nýir framkvæmdastjórar bæst í hópinn og aðrir þurft að fara fyrir vikið. Stærsta málið er nefnilega alltaf að breyta stjórnendunum sem hafa mikil áhrif á fólkið í kringum sig. Eftir höfðinu dansa limirnir. Hann segir þó margt starfsfólk hafa hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttu hugarfari. Ármann segist fyrst og fremst líta til þess að starfsfólk sameinaðs banka hafi líkan hugsanagang og gengur og gerist innan Kaupþings. Við hugsum fyrst og fremst um að ráða og halda í fólk sem er mjög drifið, kann og vill ná árangri. Ef það býr yfir þeim eiginleikum þá á það vel við okkar menningu. Hann segir jafnframt hæfileika til þess að byggja upp persónuleg sambönd gríðarlega mikilvægan eiginleika sem leitað sé eftir í starfsfólki. Íslensk fyrirtæki hafa farið nokkuð ólíkar leiðir að sinni útrás hvað varðar samþættingu eftir samruna. Að mati Ármanns er að sama skapi mjög misjafnt hversu stórt hlutverk fyrirtækjamenningin hefur spilað í þessari þróun. Stefnan hjá Kaupþingi verður alltaf, í það minnsta til lengri tíma litið, að búa til eitt fyrirtæki með sameiginlega menningu. Í mörgum öðrum tilfellum hefur útrásin byggst á því að kaupa fyrirtæki og láta þeim eftir að stjórna sínum rekstri. Á þann hátt held ég að menning fyrirtækisins breytist lítið. Jafnvel þótt Íslendingarnir hafi þá menn í stjórn og stjórnin hafi einhver áhrif, þá verður það ekki nóg til að breyta rótgrónum kúltúr fyrirtækis.
Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur