Nýnasistar eru enn á ferð í Þýskalandi 23. október 2006 07:45 Mótmæli nýnasista í Berlín Þeir lýstu stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi fyrir að hvetja til kynþáttahaturs og ofbeldis. MYND/AP Nærri þúsund nýnasistar efndu til mótmælaaðgerða í Berlín á laugardaginn til þess að lýsa stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi í þrjú ár fyrir að hvetja til kynþáttahaturs með hljómsveit sinni. Sextán mótmælendanna voru handteknir. Regener hefur verið í fangelsi í þrjú ár, eða allt frá því að kveðinn var upp dómur í máli gegn hljómsveitinni Landser, sem hann stofnaði á sínum tíma. Hljómsveitin þótti uppvís að því að hvetja til haturs gegn bæði gyðingum og útlendingum í lögum sínum. Mótmælaaðgerðirnar á laugardaginn voru skipulagðar af stjórnmálaflokknum NPD, sem þykir öfgasinnaður hægriflokkur. Í síðasta mánuði náði flokkurinn manni á landsþingið í Mecklenburg-Vorpommern, einu af sextán sambandslöndum Þýskalands. Leiðtogar gyðinga jafnt sem fjölmargir stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa varað við því að styrkur nýnasista fari vaxandi, einkum í austurhluta landsins. Sérfróðir menn telja að ástæður þess megi rekja til þess að lýðræðishefðir hafi enn ekki náð að skjóta almennilega rótum í austurhluta landsins, þar sem kommúnistastjórn var við völd í fjóra áratugi. Erfitt efnahagsástand í austurhlutanum leiði einnig til þess að fólk fái útrás fyrir gremju sína með því að sækja í hörkulegan hugmyndaheim nýnasistanna. Núna um helgina sagði Shimon Stein, sendiherra Ísraels í Þýskalandi, að gyðingum þar í landi þætti óöryggi sitt fara stöðugt vaxandi. Nú þurfi að hafa stranga öryggisgæslu við flest samkunduhús gyðinga í landinu. Þeir eru ekki færir um að lifa eðlilegu gyðingalífi, sagði Stein í dagblaðinu Neue Osnabrücker og hvatti jafnframt Þjóðverja til þess að leggja meira af mörkum til þess að berjast gegn vaxandi gyðingaandúð. Í síðustu viku samþykkti þýska stjórnin viðbótarfjárveitingu til margvíslegra verkefna sem eru í gangi víða í Þýskalandi til þess að vinna gegn hægri öfgum. Meðal annars verða ráðgjafar styrktir til þess að ferðast um landið og einnig fá sjálfshjálparhópar fórnarlamba stuðning. Erlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Nærri þúsund nýnasistar efndu til mótmælaaðgerða í Berlín á laugardaginn til þess að lýsa stuðningi sínum við rokksöngvarann Michael Regener, sem situr í fangelsi í þrjú ár fyrir að hvetja til kynþáttahaturs með hljómsveit sinni. Sextán mótmælendanna voru handteknir. Regener hefur verið í fangelsi í þrjú ár, eða allt frá því að kveðinn var upp dómur í máli gegn hljómsveitinni Landser, sem hann stofnaði á sínum tíma. Hljómsveitin þótti uppvís að því að hvetja til haturs gegn bæði gyðingum og útlendingum í lögum sínum. Mótmælaaðgerðirnar á laugardaginn voru skipulagðar af stjórnmálaflokknum NPD, sem þykir öfgasinnaður hægriflokkur. Í síðasta mánuði náði flokkurinn manni á landsþingið í Mecklenburg-Vorpommern, einu af sextán sambandslöndum Þýskalands. Leiðtogar gyðinga jafnt sem fjölmargir stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa varað við því að styrkur nýnasista fari vaxandi, einkum í austurhluta landsins. Sérfróðir menn telja að ástæður þess megi rekja til þess að lýðræðishefðir hafi enn ekki náð að skjóta almennilega rótum í austurhluta landsins, þar sem kommúnistastjórn var við völd í fjóra áratugi. Erfitt efnahagsástand í austurhlutanum leiði einnig til þess að fólk fái útrás fyrir gremju sína með því að sækja í hörkulegan hugmyndaheim nýnasistanna. Núna um helgina sagði Shimon Stein, sendiherra Ísraels í Þýskalandi, að gyðingum þar í landi þætti óöryggi sitt fara stöðugt vaxandi. Nú þurfi að hafa stranga öryggisgæslu við flest samkunduhús gyðinga í landinu. Þeir eru ekki færir um að lifa eðlilegu gyðingalífi, sagði Stein í dagblaðinu Neue Osnabrücker og hvatti jafnframt Þjóðverja til þess að leggja meira af mörkum til þess að berjast gegn vaxandi gyðingaandúð. Í síðustu viku samþykkti þýska stjórnin viðbótarfjárveitingu til margvíslegra verkefna sem eru í gangi víða í Þýskalandi til þess að vinna gegn hægri öfgum. Meðal annars verða ráðgjafar styrktir til þess að ferðast um landið og einnig fá sjálfshjálparhópar fórnarlamba stuðning.
Erlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira