Algjört leyndó hvað er í kúluskítsdrykknum 22. september 2006 06:00 YNGVI RAGNAR KÚLUSKÍTSHÖFÐINGI Með ferskan kúluskít úr Mývatni. MYND/JÓHANN ÍSBERG Hin árlega Kúluskítshátíð var haldin í fjórða skipti um síðustu helgi við Mývatn. Kúluskíturinn, hinn sérkennilegi hringlaga þörungur, vex sem kunnugt er bara á tveimur stöðum í heiminum, í Akan vatninu í Japan og í Mývatni. Þetta tókst ágætlega og er skemmtileg viðbót við haustið hérna hjá okkur, segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann var að vanda kúluskítshöfðinginn í ár. Dagskráin hófst með því að veiðimaður kom í land með kúluskít sem ég varðveitti um helgina. Og hátíðin endaði svo með því að kúluskítnum var skilað í vatnið. Boðið var m.a. upp á kúluskítstengda myndlistarsamkeppni barna, kokkar Sel-hótels buðu til veislu þar sem réttir minntu á kúluskít og nýr kúluskítsdrykkur var kynntur. Það er algjört leyndó hvað er í honum, segir Yngvi, það eina sem ég gef upp er að við notum grænt kokteilber og grænan matarlit. Margt er framundan í Mývatnssveit. Hið árlega villibráðarhlaðborð verður haldið á Sel-hóteli í lok október og íslensku jólasveinarnir þrettán eiga nú opinberlega heima í Dimmuborgum. Öllum pósti til jólasveinsins er beint norður á Mývatn. Stúfur og Kertasníkir eru á ferðamálaráðstefnu í Frakklandi og þeir hafa það bara gott, segir Yngvi. Reyndar kvarta þeir aðeins yfir hitanum enda í ullarfötum að hætti íslenska jólasveinsins. Þegar nær dregur jólum förum við svo af stað með jólasveinaverkefnið okkar þar sem karlarnir þrettán taka á móti börnum í Dimmuborgum. Nýjasti viðburðurinn nyrðra er svo sérstök homma og lesbíuhelgi, sem haldin verður í mars. Við ætlum að sníða eina helgi fyrir þennan markhóp og erum á fullu að púsla dagskránni saman, segir Yngvi en vill að svo stöddu ekki ljóstra frekar upp um atburði helgarinnar.- glh Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Hin árlega Kúluskítshátíð var haldin í fjórða skipti um síðustu helgi við Mývatn. Kúluskíturinn, hinn sérkennilegi hringlaga þörungur, vex sem kunnugt er bara á tveimur stöðum í heiminum, í Akan vatninu í Japan og í Mývatni. Þetta tókst ágætlega og er skemmtileg viðbót við haustið hérna hjá okkur, segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann var að vanda kúluskítshöfðinginn í ár. Dagskráin hófst með því að veiðimaður kom í land með kúluskít sem ég varðveitti um helgina. Og hátíðin endaði svo með því að kúluskítnum var skilað í vatnið. Boðið var m.a. upp á kúluskítstengda myndlistarsamkeppni barna, kokkar Sel-hótels buðu til veislu þar sem réttir minntu á kúluskít og nýr kúluskítsdrykkur var kynntur. Það er algjört leyndó hvað er í honum, segir Yngvi, það eina sem ég gef upp er að við notum grænt kokteilber og grænan matarlit. Margt er framundan í Mývatnssveit. Hið árlega villibráðarhlaðborð verður haldið á Sel-hóteli í lok október og íslensku jólasveinarnir þrettán eiga nú opinberlega heima í Dimmuborgum. Öllum pósti til jólasveinsins er beint norður á Mývatn. Stúfur og Kertasníkir eru á ferðamálaráðstefnu í Frakklandi og þeir hafa það bara gott, segir Yngvi. Reyndar kvarta þeir aðeins yfir hitanum enda í ullarfötum að hætti íslenska jólasveinsins. Þegar nær dregur jólum förum við svo af stað með jólasveinaverkefnið okkar þar sem karlarnir þrettán taka á móti börnum í Dimmuborgum. Nýjasti viðburðurinn nyrðra er svo sérstök homma og lesbíuhelgi, sem haldin verður í mars. Við ætlum að sníða eina helgi fyrir þennan markhóp og erum á fullu að púsla dagskránni saman, segir Yngvi en vill að svo stöddu ekki ljóstra frekar upp um atburði helgarinnar.- glh
Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira