Mörg rannsóknarúrræði fyrir hendi 21. september 2006 07:30 Björg Thorarensen prófessor Mörk milli grunsemda og rökstudds gruns geta verið óljós. Engin skýr eða afdráttarlaus lagaákvæði eru í raun til um að hefja megi rannsókn í „fyrirbyggjandi“ tilgangi ef ekki er til staðar beinn grunur um að brotið sé yfirvofandi eða í undirbúningi. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð um lagalega hlið forvirkra rannsóknarúrræða lögreglu í málum af því tagi sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál sem upp hefur komið vegna síendurtekinna heimsókna manns af erlendum uppruna inn á vefsíður þar sem leiðbeiningar er að finna um meðferð sprengiefnis og gerð sprengja. „Hins vegar geta mörkin þarna á milli verið óljós, það er hvort tilefni sé til grunsemda eða rökstuddur grunur sé uppi,“ heldur Björg áfram. „Erfitt er að slá fastri einhverri skilgreiningu um mörkin, en mér þykir dæmi sem Fréttablaðið er með til skoðunar tæplega uppfylla kröfu um að rökstuddur grunur sé til staðar, að svo miklu leyti sem hægt er að segja eitthvað um svo knappa lýsingu á atvikum.“ Björg segir lögregluna ekki hafa í sjálfu sér neinar rýmri lagaheimildir til að rannsaka umrædd brot en önnur alvarleg brot og byggir hún þar á ákvæðum laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. „Ef grunur er uppi um yfirvofandi brot á þessum ákvæðum getur lögregla beitt öllum rannsóknarúrræðum sem talin eru upp einkum í X. og XI. kafla þeirra laga,“ segir Björg, „svo sem haldlagningu á munum, húsleit, handtöku og fleira. Þá er heimilt að beita símhlerunum, fá upplýsingar um notkun síma, beita herbergjahlustun og myndatökum, skv. 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem þessi brot varða meira en átta ára fangelsi. Loks hefur lögreglan ýmsar aðferðir, svokallaðar „óhefðbundnar“ rannsóknaraðferðir, þar með talið leynilegt eftirlit, eftirfararbúnað, notkun tálbeitu í takmörkuðum mæli og fleira.“ Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Engin skýr eða afdráttarlaus lagaákvæði eru í raun til um að hefja megi rannsókn í „fyrirbyggjandi“ tilgangi ef ekki er til staðar beinn grunur um að brotið sé yfirvofandi eða í undirbúningi. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð um lagalega hlið forvirkra rannsóknarúrræða lögreglu í málum af því tagi sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál sem upp hefur komið vegna síendurtekinna heimsókna manns af erlendum uppruna inn á vefsíður þar sem leiðbeiningar er að finna um meðferð sprengiefnis og gerð sprengja. „Hins vegar geta mörkin þarna á milli verið óljós, það er hvort tilefni sé til grunsemda eða rökstuddur grunur sé uppi,“ heldur Björg áfram. „Erfitt er að slá fastri einhverri skilgreiningu um mörkin, en mér þykir dæmi sem Fréttablaðið er með til skoðunar tæplega uppfylla kröfu um að rökstuddur grunur sé til staðar, að svo miklu leyti sem hægt er að segja eitthvað um svo knappa lýsingu á atvikum.“ Björg segir lögregluna ekki hafa í sjálfu sér neinar rýmri lagaheimildir til að rannsaka umrædd brot en önnur alvarleg brot og byggir hún þar á ákvæðum laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. „Ef grunur er uppi um yfirvofandi brot á þessum ákvæðum getur lögregla beitt öllum rannsóknarúrræðum sem talin eru upp einkum í X. og XI. kafla þeirra laga,“ segir Björg, „svo sem haldlagningu á munum, húsleit, handtöku og fleira. Þá er heimilt að beita símhlerunum, fá upplýsingar um notkun síma, beita herbergjahlustun og myndatökum, skv. 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem þessi brot varða meira en átta ára fangelsi. Loks hefur lögreglan ýmsar aðferðir, svokallaðar „óhefðbundnar“ rannsóknaraðferðir, þar með talið leynilegt eftirlit, eftirfararbúnað, notkun tálbeitu í takmörkuðum mæli og fleira.“
Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira