Fríhöfnin þyrfti að efla upplýsingagjöf 21. september 2006 07:00 Vökvi gerður upptækur Dæmi eru þess að vökvi úr Fríhöfninni, til dæmis ilmvötn og rakspírar, hafi verið gerður upptækur í Boston hjá farþegum sem skiptu þar um vélar og héldu áfram til Kanada. Fríður Helgadóttir lenti í þessu og bendir Fríhafnarstarfsmönnum á að vara farþega við þessu. Neytendur Bannað er að fljúga með vökva í handfarangri beint til annarra landa frá Bandaríkjunum, jafnvel þó að vökvinn hafi verið innsiglaður í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, nema hann sé settur í ferðatöskuna áður en flugi er haldið áfram. Það er hins vegar leyfilegt að kaupa vökva í Fríhöfninni og flytja inn til Bandaríkjanna ef vökvinn hefur verið innsiglaður. Misbrestur virðist á því að upplýsingastreymi sé nógu gott hvað þetta varðar. Fríður Helgadóttir, starfsmaður Skjalasafns Kanada, flaug frá Íslandi til Kanada í gegnum Boston fyrir fjórum vikum og fékk þær upplýsingar að það væri í lagi að flytja vökva áfram til Kanada. Það reyndist rangt og var vökvinn, sem hún hafði keypt, gerður upptækur í Boston. Þegar ég kom inn í flugstöðina hér heima var mér réttur miði til allra farþega. Á honum kom fram að það væri bannað að flytja vökva til Bandaríkjanna en tekið fram að farþegar gætu keypt vökva í Fríhöfninni þegar þeir væru búnir að fara í gegnum öryggiseftirlitið. Vörurnar yrðu þá settar í poka og pokinn innsiglaður, segir hún. Ég spurði stúlku sem sat við kassann í Fríhöfninni hvort þetta bann gilti fyrir mig líka eða hvort ég gæti flutt vökvann áfram í handfarangri þar sem ég væri að skipta um vél í Boston. Hún sagði að það væri allt í lagi og var alveg viss um að ég myndi ekki lenda í neinum vandræðum svo lengi sem innsiglið væri órofið. Ég keypti því eina litla flösku sem síðan var tekin af mér og gerð upptæk í Boston. Fríður þekkir dæmi um annan Íslending á leiðinni til Kanada sem hafi keypt rakspíra sem síðan hafi verið gerður upptækur. Hún kveðst hafa sent Jóni Helgasyni verslunarstjóra tölvupóst og beðið hann um að láta starfsfólkið vita en ekki fengið neitt svar. Hún bendir Fríhöfninni á að vara farþega betur við þessu. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir að Fríhöfnin viti af þessu og hafi brýnt þetta fyrir viðskiptavinum en í rauninni ættu ferðaskrifstofurnar að veita þessar upplýsingar. Öryggisstigið í Bandaríkjaflugi breytist nánast daglega og reglurnar séu misjafnar eftir flugvöllum. Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Neytendur Bannað er að fljúga með vökva í handfarangri beint til annarra landa frá Bandaríkjunum, jafnvel þó að vökvinn hafi verið innsiglaður í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, nema hann sé settur í ferðatöskuna áður en flugi er haldið áfram. Það er hins vegar leyfilegt að kaupa vökva í Fríhöfninni og flytja inn til Bandaríkjanna ef vökvinn hefur verið innsiglaður. Misbrestur virðist á því að upplýsingastreymi sé nógu gott hvað þetta varðar. Fríður Helgadóttir, starfsmaður Skjalasafns Kanada, flaug frá Íslandi til Kanada í gegnum Boston fyrir fjórum vikum og fékk þær upplýsingar að það væri í lagi að flytja vökva áfram til Kanada. Það reyndist rangt og var vökvinn, sem hún hafði keypt, gerður upptækur í Boston. Þegar ég kom inn í flugstöðina hér heima var mér réttur miði til allra farþega. Á honum kom fram að það væri bannað að flytja vökva til Bandaríkjanna en tekið fram að farþegar gætu keypt vökva í Fríhöfninni þegar þeir væru búnir að fara í gegnum öryggiseftirlitið. Vörurnar yrðu þá settar í poka og pokinn innsiglaður, segir hún. Ég spurði stúlku sem sat við kassann í Fríhöfninni hvort þetta bann gilti fyrir mig líka eða hvort ég gæti flutt vökvann áfram í handfarangri þar sem ég væri að skipta um vél í Boston. Hún sagði að það væri allt í lagi og var alveg viss um að ég myndi ekki lenda í neinum vandræðum svo lengi sem innsiglið væri órofið. Ég keypti því eina litla flösku sem síðan var tekin af mér og gerð upptæk í Boston. Fríður þekkir dæmi um annan Íslending á leiðinni til Kanada sem hafi keypt rakspíra sem síðan hafi verið gerður upptækur. Hún kveðst hafa sent Jóni Helgasyni verslunarstjóra tölvupóst og beðið hann um að láta starfsfólkið vita en ekki fengið neitt svar. Hún bendir Fríhöfninni á að vara farþega betur við þessu. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir að Fríhöfnin viti af þessu og hafi brýnt þetta fyrir viðskiptavinum en í rauninni ættu ferðaskrifstofurnar að veita þessar upplýsingar. Öryggisstigið í Bandaríkjaflugi breytist nánast daglega og reglurnar séu misjafnar eftir flugvöllum.
Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira